Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 44

Vikan - 10.12.1981, Side 44
Heima- tilbúnar jóla- gjafir Oft er leitað langt yfir skammt þegar jólagjafir eru valdar. Ef ímyndunaraflinu er beitt og dálrtilli forsjáini er oft hægt að útbúa sjálfur miklu skemmtilegri jólagjafir en þær sem keyptar eru á síðustu stundu. Og yfirleitt eru þær töluvert ódýrari. — Lrtið í kringum ykkur, inn í bflskúr og niður í geymslu. Leynist ekki eitthvað þar sem þið vilduð ekki henda af því að það gat komið að notum einhvern tíma seinna? Nú er tækifærið að nýta alla þessa óþarfa hluti, búa til eitthvað fallegt sem gleður bæði gefandann og viðtak- andann. Og það er jú mark- mið jólanna, ekki satt? Útsaumaðir pokar oða púðar fylltir með þurrkuðum ilmandi jurtum. Jurtirnar má kaupa tilbúnar til þess arna í versluninni Jurtinni við Lœkjartorg í Reykja- vik og ef til vill í einhverjum snyrtivöruvorslunum. Pokinn og púðinn er saumaður úr fínum jafa. Einnig er tilvalið að sauma stærri poka utan um ilmsápur eða ilmkerti. Rugdrekar geta verið til margs brúklegir. Þeir geta hangið á vegg eða jafnvel niður úr loftinu. Það er hægur vandi að útbúa slíka dreka sjálfur. Fáið ykkur þykkan pappa (eins og er í skókössum, pappakössum), teiknið á hann vsangi og búk og málið í glaðlegum litum. Nú eru ekki lengur nein forróttindi Irtilla stúlkna að eign- ast dúkkur. Tuskudúkkur, tuskutrúðar og aðrar ímyndir gerðar úr efnisbútum, plasti og fleiru eru nú í hátísku. Stórsniðug hugmynd að jólagjöf er að gera eina slíka. Tuskudúkkan á myndinni er aðallega gerð úr sára- grisjum, eins og fást í apótekum. Þær fást í nokkrum stærðum, utan um fingur, utan um handlegg og enn stærri. Best er að nota minnstu stærðina í handleggi og fætur en næstminnstustærðina í búk og haus. Bómull er troðið inn í grisjuna og myndaður haus og búkur. Þegar gerðir eru handleggir og fætur er bómull fyrst vafið utan um pípuhreinsara, áður en hún er sett inn í grisjuna. Þá verða útlimirnir skemmtilegri, hægt að beygja handleggina og fótleggina. Að síðustu er saumað andlit á dúkkuna, sett á hana hár og föt saumuð úr afgangs efnisbútum. Hnetur eru ákaflega jólalegar. Blikkdós full af hnetum er bæði jólaleg og hagnýt gjöf því eftir að hneturnar eru búnar má alltaf nota dósina undir eitthvað annað. 44 Vllura S«. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.