Vikan - 10.12.1981, Side 50
Rommtoppar
200 gr sigtaður flórsykur
romm eftir smekk, eða vatns-
dreitill og piparmyntuessens
(fæst í matvörubúðum)
hjúpsúkkulaði.
Flórsykurinn er hrærður með
romminu þar til deigið er seigt.
Rúllið litlar kúlur og látið þorna
áður en þær eru hjúpaðar
súkkulaði. Skreytið með litlum
sykurhúðuðum súkkulaðitöflum
(smarties).
Döðlukonfekt
takið steinana úr döðlunum og
fyllið með marsipani. Rúllið upp
úr grófmuldum sykri.
Marsipanbrauð
300 gr marsipan
1 bréf sultaður appelsínubörkur
eða rauð og græn kokkteilber,
hjúpsúkkulaði, dökkt eða ljóst
valhnetukjarnar
Hnoðið marsipandeigið með
fíntskornum appelsínuberkinum
eða kokkteilberjunum og notið
einnig safann af berjunum.
Hjúpið brauðið með bræddu
súkkulaðinu og skreytið með
valhnetukjörnum. Látið súkku-
laðið harðna vel áður en þið
pakkið því inn.
Heilræði: Þegar hjúpað er með
súkkulaði, er auðveldast að
byrja á „botninum”. Penslið
súkkulaðinu með pensli á
brauðið og setjið það í frystinn í
nokkrar mínútur. Snúið síðan
brauðinu og penslið hinar hliðar
þess. Skreytið með kjörnunum
áður en súkkulaðið er fullharðn-
að. Gætið þess að súkkulaðið sé
ekki of heitt (32°) og bræðið það
alltaf í vatnsbaði, en ekki með
þvi að setja pottinn, með því í,
beint á plötuna. Gott er að bæta
smádropa af matarolíu saman
við. Konfektmola er auðveldast
að hjúpa ef stungið er i þá með
eldspýtu eða tannstöngli og
síðan dýft í súkkulaðið.
Marsipanbrauð má einnig búa
til með rúsínum, sem legið hafa í
rommi eða koníaki, einnig gróft-
hökkuðum valhnetukjörnum.
Nú svo má auðvitað hafa þetta
allt saman í brauðinu, en setjið
ekki svo mikið að brauðið tolli
ekki saman.
Rúsínukonfekt
200 gr hjúpsúkkulaði
75 grsmjör
1 dl rúsínur
2 msk. romm
1 dl heslihnetur.
Leggið rúsínurnar í skál og hellið
romminu yfir. Byrgið ílátið og
látið standa nokkra tíma. Brjótið
súkkulaðið i smábita og bræðið í
skál með smjörinu (notið skál,
sem fellur ofan í pott með vatni
í). Takið pottinn af plötunni,
hrærið rúsínurnar og
hnetukjarnana saman við. Setjið
deigið í lítil pappírsform og
geymið á köldum stað.
Sannkallaðar
jólakaramellur
1 bolli sykur
1 bolli síróp
1 bolli rjómi
1/4 tsk. salt
2 msk. smjör
6 msk. mjólk
Setjið sykur, síróp og rjóma I pott með
þykkum botni. Sjóðið við vægan hita
þar til sykurinn hefur bráðnað. Hærið I
við og við. Setjið smjörið og mjólkina
saman við. Sjóðið við minnsta möguleg-
an hita í um hálftíma og hrærið stöðugt
I. Setjið ískalt vatn I glas og bætið dropa
af karamellubráðinni þar í. Þegar kara-
mellan virðist hæfilega þykk og seig I
vatninu er hún fullsoðin. Hellið
karamellunni á smurða plötu og látið
hana renna út af sjálfu sér. Þegar hún
hefur kólnað aðeins er hún skorin í
ferkantaða bita.
50 Vikan 50. tbl.