Vikan


Vikan - 10.12.1981, Síða 50

Vikan - 10.12.1981, Síða 50
Rommtoppar 200 gr sigtaður flórsykur romm eftir smekk, eða vatns- dreitill og piparmyntuessens (fæst í matvörubúðum) hjúpsúkkulaði. Flórsykurinn er hrærður með romminu þar til deigið er seigt. Rúllið litlar kúlur og látið þorna áður en þær eru hjúpaðar súkkulaði. Skreytið með litlum sykurhúðuðum súkkulaðitöflum (smarties). Döðlukonfekt takið steinana úr döðlunum og fyllið með marsipani. Rúllið upp úr grófmuldum sykri. Marsipanbrauð 300 gr marsipan 1 bréf sultaður appelsínubörkur eða rauð og græn kokkteilber, hjúpsúkkulaði, dökkt eða ljóst valhnetukjarnar Hnoðið marsipandeigið með fíntskornum appelsínuberkinum eða kokkteilberjunum og notið einnig safann af berjunum. Hjúpið brauðið með bræddu súkkulaðinu og skreytið með valhnetukjörnum. Látið súkku- laðið harðna vel áður en þið pakkið því inn. Heilræði: Þegar hjúpað er með súkkulaði, er auðveldast að byrja á „botninum”. Penslið súkkulaðinu með pensli á brauðið og setjið það í frystinn í nokkrar mínútur. Snúið síðan brauðinu og penslið hinar hliðar þess. Skreytið með kjörnunum áður en súkkulaðið er fullharðn- að. Gætið þess að súkkulaðið sé ekki of heitt (32°) og bræðið það alltaf í vatnsbaði, en ekki með þvi að setja pottinn, með því í, beint á plötuna. Gott er að bæta smádropa af matarolíu saman við. Konfektmola er auðveldast að hjúpa ef stungið er i þá með eldspýtu eða tannstöngli og síðan dýft í súkkulaðið. Marsipanbrauð má einnig búa til með rúsínum, sem legið hafa í rommi eða koníaki, einnig gróft- hökkuðum valhnetukjörnum. Nú svo má auðvitað hafa þetta allt saman í brauðinu, en setjið ekki svo mikið að brauðið tolli ekki saman. Rúsínukonfekt 200 gr hjúpsúkkulaði 75 grsmjör 1 dl rúsínur 2 msk. romm 1 dl heslihnetur. Leggið rúsínurnar í skál og hellið romminu yfir. Byrgið ílátið og látið standa nokkra tíma. Brjótið súkkulaðið i smábita og bræðið í skál með smjörinu (notið skál, sem fellur ofan í pott með vatni í). Takið pottinn af plötunni, hrærið rúsínurnar og hnetukjarnana saman við. Setjið deigið í lítil pappírsform og geymið á köldum stað. Sannkallaðar jólakaramellur 1 bolli sykur 1 bolli síróp 1 bolli rjómi 1/4 tsk. salt 2 msk. smjör 6 msk. mjólk Setjið sykur, síróp og rjóma I pott með þykkum botni. Sjóðið við vægan hita þar til sykurinn hefur bráðnað. Hærið I við og við. Setjið smjörið og mjólkina saman við. Sjóðið við minnsta möguleg- an hita í um hálftíma og hrærið stöðugt I. Setjið ískalt vatn I glas og bætið dropa af karamellubráðinni þar í. Þegar kara- mellan virðist hæfilega þykk og seig I vatninu er hún fullsoðin. Hellið karamellunni á smurða plötu og látið hana renna út af sjálfu sér. Þegar hún hefur kólnað aðeins er hún skorin í ferkantaða bita. 50 Vikan 50. tbl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.