Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 62

Vikan - 10.12.1981, Side 62
Módelkeppnin ÁLAFOSS ALAFOSS . . . NEW YORK NEWYORK NEW YORK fyrstu sýn. Maturinn fer fram úr okkar björtustu vonum og kló af gripnum læðist með út til minningar. Klærnar þarf aðeins að hreinsa vel og þá eru þær skemmtilegt veggskraut í eldhúsi. Síamsbrœður í anda Ekkert lát er á vellystingunum og næst á dagskrá er kvöldverðarboð á vegum Hafskips. Þá rennur það upp fyrir okkur að Álafossjakkinn hans Gunnlaugs er víst ekki í flokki með eðla jakkafötum, sem eru skilyrði fyrir inngöngu í það allra helgasta. íslenskir dyraverðir eiga þama síamsbræður í anda. Nú eru góð ráð dýr því enginn vill missa af matnum. Bjartsýnin fær okkur til þess að minnast á vandræðin við dyravörð á Summit og spyrja hvort hótelið stundi fataleigu líka. Að vísu var sú ekki raunin en til voru fínir þjóns- jakkar, hreinir og pressaðir. Fulltrúi myndarlegra karlmanna á tslandi er ginntur niður í kjallara og færður i dýrð- ina. Jakkinn reynist appelsínubrúnn, með dökkum leggingum, gylltum tölum á ermum og boðungum og saumaður á mann með fyrirferðarmjkla kúluvömb, En smámunasemi er ókostur mikill á hverjum manni og því er jakkinn úrskurðaður vel við hæfi og spurt um bindi líka. Það reynist til á staðnum, dökkt terelynebindi, breitt og myndar- legt. Verðlaunamódelið tekur sig stór- kostlega út í skrúðanum og dyravörður- inn fær innilegt þakklæti að launum fyrir veitta aðstoð. Og þá er að finna manninn frá Haf- skip, Baldvin Berndsen. Það á ekki að vera vandamál, hann á að vera í frakka og á bláum bíl og í borginni hlýtur ein- hver af því tagi að fyrirfmnast. Auðvitað gengur allt eftir áætlun og við finnum manninn, frakkann og bílinn eins og að drekka vatn. Veitingastaðurinn heitir Rainbow Room og er í Rockefeller Plaza. Hann er á 65. hæð í RCA- byggingunni og borðið okkar er við gluggann. Útsýnið er stórkostlegt þótt einstöku landi finni fyrir öryggisleysi svo ofarlega. Næst liggur leiðin í diskótekið margnefnda, Stúdíó 54, og utan dyra er fjöldi fólks. Eins og aðrar stjömur göngum við ákveðið til verks, bendum dyraverðinum á að leysa böndin samstundis. Hann hlýðir auðsveipur og inn i dýrðina er haldið. í diskótekinu er slangur af fólki og í miðjum salnum er í einkasamkvæmi með sjálfum sér tjald fyrir og þangað fær enginn inngöngu, nema fáeinir útvaldir. Þeir útvoldu eru leikarar af Broadway, í einkasam- kvæmi með sjálfum sér. Það er ekki ónýtt að rekast á heilan herskara' Broadwayleikara á einu bretti og því má margt reyna. Tjaldverðinum er sent breitt bros og þakkað innilega fyrir síðast. Það hrífur og inn er sloppið til að Á Keftavfkurflugvelli við heim- komuna. Þreytt en ánægð með blómvönd frá VIKUNNI í fanginu. Ljósm.: Ragnar Th. líta gestina augum. Sjónin veldur hreint ekki vonbrigðum því einkabúningar leikaranna taka sviðsbúningunum tals- vert fram. Hvar annars staðar fyrir- finnst annars fólk með grænt, fjólublátt og vínrautt hár sem ýmist virðist eins og bárujámsplata reist upp á rönd eða nornakústur! Þegar við höldum út aftur gefum við dyraverðinum nokkur eintök af VIKUNNI og biðjum hann að lesa vandlega. Því er tekið með fögnuði þar til hann opnar blaðið og horfir yfir text- ann. Þetta er síðasta kvöldið okkar í borginni, næsti dagur er skipulagður á hlaupum og svo kemur ferðin heim, þar sem fulltrúar VIKUNNAR heima bíða á flugvellinum með blómvendi og ótelj- andi spurningar. Vikan hefur liðið með einstökum hraða og ferðin verður strax sem fjarlæg og jafnframt ótrúleg endur- minning. kl 62 Vlkan 50. tbi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.