Vikan - 10.12.1981, Qupperneq 66
Hiln var ofdekruð en vel gefin yfir-
stéttarstúlka sem gerðist blaðamaður og
•giftist síöan hinum tólf árum eldri John
F. Kennedy.
Jacqueline Bauvier Kennedy Onassis
hefur lifað stormasömu lífi, viðburða-
ríku sem einkennst hefur af óvæntum
atburðum. Og það stóðust kvikmynda-
framleiðendur auðvitað ekki. Því hefur
ABC sjónvarpsstöðin nú nýverið gert 3
klukkustunda langa sjónvarpskvikmynd
um Jackie Kennedy, líf hennar á sjötta
áratugnum, sem eiginkonu stjórnmála-
mannsins og seinna forsetans John F.
Kennedy.
Það skiptust á skin og skúrir í ævi
Jackie. Hún fæddist árið 1929 í East
Hamton á Long Island, rétt fyrir utan
New York. Þar bjuggu foreldrar hennar
í mjög fínu hverfi, með þjónustufólk á
hverjum fingri. Á veturna bjó fjölskyld-
an í lúxusíbúð í Park Avenue á
Manhattan.
Jackie þótti mjög lík föður sínum i
útliti. Hann var kvennaflagari mikill en
henni þótti sérstaklega vænt um hann
og dýrkaði hann. En Jackie fékk mjög
ranga mynd af því hvernig hinn full-
komni maður ætti að vera. Því faðir
hennar gortaði í sífellu af kvennamálum
sínum og leyndi því ekki fyrir hinni
aðdáunarfullu dóttur sinni að hann
hafði haldið fram hjá konu sinni, jafnvel
i sjálfri brúðkaupsferðinni.
Þeir þrír menn sem höfðu hvað mest
áhrif á lif hennar voru allir annálaðir
kvennabósar, en það voru faðir hennar,
eiginmaður og tengdafaðir.
Foreldrar Jackie skildu árið 1938.
Móðir hennar fékk umráðaréttinn yfir
börnunum og brátt gneistaði hatrið á
milli foreldra hennar. Jackie lærðist
fljótt að „loka fyrir” þegar raunveruleik-
inn þrengdi sér um of að henni.
Hún varð hlédræg og dul, flókinn
persónuleiki. Hún var yfirstéttarstúlka,
tók próf úr skóla „Miss Porter”, lærði
við Sorbonne í Paris og tók fil. kand.
próf frá háskólanum i Washington, með
sögu sem aðalfag. En hún fylgdi ekki
hinu hefðbundna mynstri yfirstéttar-
innar heldur fékk sér vinnu sem blaða-
maður.
Eitt kvöld árið 1952 hitti hún John
Kennedy í fyrsta skipti. Jackie var ekki
lengi að ákveða sig. Þennan mann
ætlaði hún aðeignast.
Hún notaði ákveðna aðferð til þess að
fá hann til að biðja sín. Hún gaf honum
bækur, fór með heitan mat til hans og
allt hennar líf snerist um að opna augu
hans fyrir góðum kostum hennar.
Jackie var þá 23 ára en John tólf árum
eldri.
Faðir John, Joe, var sá eini af
Kennedy-fjölskyldunni sem þótti
eitthvað í hana spunnið. Hún var af
hefðarfólki komin sem var meira en
hægt var að segja um fyrri „leikföng”
Johns.
Að lokum bað John hennar en nótt-
inni eftir trúlofunina eyddi hann í
örmum annarrar konu. Kvennafar hans
var nokkuð sem Jackie varð að læra að
sætta sig við.
Álit hans á konum byggðist upp á
notagildi... þær áttu að þjóna honum. 1
æsku hafði hann vanist því að frillur
föður hans byggju inni á heimilinu og að
móðir hans yrði að gera sig ánægða með
að stjórna bömunum og þjónustu-
fólkinu. Þetta viðhorf hafði Jackie
einnig alist upp við. Brúðkaupið var
haldið í september árið 1953 og átti að
verða „brúðkaup aldarinnar” og þar
með auðvelda John leiðina inn í Hvíta
húsið.
Lif hennar sem eiginkonu stjórnmála-
manns byrjaði ekki glæsilega. John varð
alvarlega veikur 1954 og á meðan hann
var við Miðjarðarhafið að jafna sig eftir
þann ósigur að hafa ekki verið útnefnd-
ur til varaforsetakjörs fæddist dóttir
þeirra andvana fyrir tímann. Þegar
Jackie og John Kennedy ásamt Suzanne Wilding sem var starfsmannastjóri
Hvíta hússins í forsetatíð Kennedys.
66 ViKan SO. tbl.