Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 76

Vikan - 10.12.1981, Side 76
SMÁSJÁR ásamt fylgihlutum frá kr. 356,— MEOPTA stækkarar frá kr. 1.540,— ELMO super 8 kvikmynda sýningarvélar án hljóðs, frá kr. 2.660,— gjatir og nytsamar ÁLTÖSKUR fyrir myndavélar frá kr. 682,— ENNA sýningarvélar fyrir litskyggnur frá kr. 1.910,— NIEWLUX sjónaukar frá kr. 470,— HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR S:20313 S: 82590 AUSTURVER S:36161 Umboðsmenn um allt land Höfundur: Margit Saj — N ei, nei, nei, Katja er ekki í nokk- urri hættu, og hún getur valið úr störfum, hún hefur einmitt þetta litla extra, sem þarf til að vera góður teikn- ari. En án prófsins er hún vitanlega illa stödd. — Ég skal sjá til þess, að hún komi til prófsins annað kvöld, lofaði Jonas. — Það er ekki henni sjálfri að kenna, að hún hefur ekki getað mætt upp á síð- kastið. Þar er við aðra að sakast. Jonas vissi ekki, hvað hann átti að halda, þótt hann léti digurbarkalega við kennarann. Hann ók beinustu leið heim til Kötju, en þar var allt dimmt. Engin heima. Hann ók fram og aftur um ná- grennið, hringdi svo til Hulténs lögreglu- foringja til þess eins að fá að vita, að hann væri ekki við. Loks ók hann heim til sín. Hann var varla kominn inn úr dyrunum, þegar síminn hringdi. Fíflið ég, hugsaði hann, um leið og hann rauk að símanum. Kannski hefur hún verið að hringja i allt kvöld. Og ég sem eyddi tímanum í að horfa á einskis verða kvikmynd, meðan ég beið þess, að hún væri búin í skólanum. — Halló! sagði hann ákafur. K ATJA heyrði, að Jonas svaraði. Loksins! Guði sé lof! Ó, Jonas, hvað hún þráði nærveru hans. Að hún skyldi nokkurn tíma leyfa sér að kalla hann górillu! Hún yrði að hætta að dæma fólk við fyrsta tillit. — Við höfum stelpuna, hreyttti Berra út úr sér. — Þú getur fengið hana, ef þú kemur með lykilinn. Katja sat svo nálægt, að hún heyrði llka, hvað Jonas sagði. — Hvaða lykil? spurði hann eftir stutta þögn. — Engin fíflalæti. Þú veist, hvaða lykil ég er að meina. Lykilinn, sem Svantesson lét þig hafa. — Ég lofaði að láta hann ekki af hendi við neinn annan en hann sjálfan. — Hafðu það bara eins og þér sýnist! Ég bendi á hana vinkonu þina með byss- unni minni, ef þú vilt vita það. Jonas greip andann á lofti, svo að jafnvel Katja heyrði það. — Ixyfðu mér að tala við Kötju. — Tilhvers? — Ég læt ekki lykilinn af hendi, fyrr en ég er þess fullviss að hún sé í ykkar höndum og að það sé allt í lagi með hana. Þú hlýtur að skilja það. Berra hikaði. Svo sagði hann við Kötju: — Talaðu við hann. En þú færð 76 Vlkan 50. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.