Vikan - 02.09.1982, Side 17
&
■tLíf til vill voru þaö hinir miklu
sumarhitar í Bretlandi sem ollu
lognmollunni á vinsældalistunum
þar í landi um mitt sumar. Víst
var að fátt nýtt og spennandi átti
upp á pallboröið hjá breskum
plötukaupendum. Viku eftir viku
voru mismunandi aldin kvik-
myndalög í efsta sæti og annað í
þeim dúr þar fyrir neðan. Þó var
ýmislegt markvert innan um, því
er ekki að neita. Það voru því
ánægjuleg tíðindi þegar hljóm-
sveitin Dexy's Midnight Runners
velti Irene Cara (Fame) af stalli.
Come On Eileen tók Bretaveldi
með trompi. Lagið er einstaklega
fjörlegt og skemmtilegt og þar
fara saman fiðlu- og harmónikku-
hljómar og hefðbundnir rokk-
hljómar. Um sama leyti kom einn-
ig út breiðskífan Too-Rye-Ay og
rauk hún beint í annað sætiö á
sölulistanum. Hver veit nema hún
hefði farið alveg á toppinn ef hún
hefði ekki veriö uppseld víða í
verslunum í Bretlandi. Útgáfan
var engan veginn viðbúin þessum
miklu vinsældum og hafði því ekki
látið pressa nægilega stórt upplag.
Sömuleiðis var myndbandið við
lagið Come On Eileen langsam-
lega vinsælasta myndbandið.
Dexy's Midnight Runners á sér
nokkurra ára sögu og hafa miklar
mannabreytingar orðið í hljóm-
sveitinni á ferlinum. Höfuðpaur-
inn er söngvarinn Kevin Rowland.
Hann er 26 ára og var í ýmsum
hljómsveitum (sem hann stofnaði
yfirleitt og stjórnaði) svo sem
Lucy and the Lovers, einlægum
aðdáendum Roxy Music. Rowland
var þá með háriö sleikt aftur,
málaður í framan og í támjóum
skóm, víðum buxum og pönklegri
regnkápu í ofanálag. Næsta
hljómsveit hét The Killjoys. Dexy's
Midnight Runners telst hafa oröið
til 1978 í Birmingham. Vorið 1980
komst lagið þeirra, Geno, samið
til minningar um tónlistarmanninn
Geno Washington, á toppinn í
Bretlandi og Dexy's voru frægir
menn um skeið.
Síðastliðin tvö ár hefur hins veg-
ar farið fremur lítið fyrir hljóm-
sveitinni. Hún hefur þó sent frá
sér litlar plötur annað slagið en
þær hafa ekki átt upp á pallborðiö.
Skjótt skipast veöur í lofti og hin
nýja Dexy's sópar að sér fylgi. Af
upphaflegu hljómsveitinni eru
aöeins eftir þeir Kevin Rowland
og Big Jimmy Patterson básúnu-
blásari. Fiðluleik á plötunni ann-
ast Helen O’Hara og Steve Brenn-
an. Rowland fann Helen O’Hara á
strætisvagnastöð þar sem hún
stóð með fiðlukassann sinn. Hann
gekk til hennar og spuröi hana
hvort hún hefði áhuga á að spila
með hljómsveit. Hún vildi hugsa
málið. Rowland sendi henni þá
prufur af lögum og hún sló til.
Einkennishljómar plötunnar
eru frá breskum alþýðuhljóðfær-
um —keltneskir hljómar. Uppá-
haldsklæðnaður Rowlands og fé-
laga er snjáðar vinnusmekkbux-
ur og þau líta út eins og harðsnúið
lið breskra bænda. Það verður
enginn svikinn af Dexy's Midnight
Runners og Too-Rye-Ay er ein
skemmtilegasta plata sem ég hef
heyrt lengi.
STEVE MILLER
ööngvarinn og gítarleikarinn
Steve Miller hefði ef til vill tekið
gleði sína ef hann hefði vitað hve
Abracadabra var vinsælt á Is-
landi. Hann fór nefnilega ekki
leynt með hve hann var spældur
yfir því að komast ekki í efsta
sæti á BBC Top 40 en þar varð
hann að láta í minni pokann fyrir
Captain Sensible. Abracadabra
(erfitt að segja þetta) er gríp-
andi smellið lag og landar hans
vestanhafs hafa líka tekið því
vel.
Steve Miller er enginn ný-
græðingur í bransanum. Hann
hefur starfað sem atvinnumaöur
í tónlist í hátt í 26 ár eða síðan
hann var 13 ára gamall. Hann
hefur á þessum tíma leikið inn á
12 LP plötur og fjölmargar smá-
plötur. Þekktustu lögin hans eru
sjálfsagt The Joker (1973), Fly
Like An Eagle og Book Of
Dreams (1976). Hann hefur lengi
verið hálfgert vandræðabarn í
tónlistinni þvi fólk hefur ekki vit-
að hvernig þaö ætti að taka hon-
um. Honum þykir takast best
upp í fjörlegum eða melódískum
lögum, en sjálfur vill hann ekki
láta segja sér hvað eða hvernig
hann á að semja. Hann semur
gjarnan löng og tormelt verk
sem falla ekki öllum í geð.
Stundum er hann einnig sakaöur
um að stæla The Beach Boys en
því neitar hann alfarið.” The
Beach Boys hafa veriö að stæla
mig í mörg ár og ég er orðinn
hundleiður á því. Ég byrjaöi á
undan þeim.” Á þessum langa
ferli sínum hefur Steve Miller
heimsótt nærri því hverja borg í
Bandaríkjunum og ferðast víðs-
vegar um heiminn. Hann segist
alveg treysta sér til þess að vera
á hljómleikaferðalögum fjóra til
fimm mánuöi á ári, aðeins ef
hann fær aö hvíla sig í þrjá
mánuði á eftir. Næstu 10—12 ár-
um ætlar Steve Miller svo að
eyða í hljómleikaferðir til hinna
ýmsu heimshluta. Hvernig væri
að ná honum niður á skerið
einhvern tíma þegar hann flýgur
yfir?
35* tbl. Vikan 17