Vikan


Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 21

Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 21
Annar hluti Framhaldssaga við klæki og samkeppni viðskipta- heimsins. Hún hafði horft á hann léttast, séð áhyggjuhrukkurnar birtast á andliti hans og boðið fram hjálp, þó ekki væri nema siðferðilegan stuðning. En Neil hafði alltaf verið maður sem stóð á eigin fótum með réttu eða röngu, sem svaraði til saka fyrir eigin mistök. Fyrir- tækið var hans áhyggjuefni en hún óskaði þess aö hann heföi engu að síður trúað henni fyrir því sem var að. Hún varð að komast að því hjá samstarfsmönnum hans og varð að fara varlega til að vernda hann. Osjálfrátt sparaði hún þar sem hún kom því viö, þó aö hann hefði aldrei mælst til þess. Neil Russell neyddist loks til að leita læknis og gerði lítið úr erfið- leikunum er hann sagöi Connie frá þeim. Hún lét ekki blekkjast. Hann þurfti tilfinnanlega á hvíld að halda. Fáeinum dögum áöur en hann féll saman hafði önnur breyt- ing orðið á honum; breyting sem henni leist enn minna á en streituna sem hafði greinilega þjakaö hann áður. Hann var flóttalegur og leit einkennilega á hana við og við. Hún varð hrædd; stundum hélt hún að hann væri að missa vitið. Fjölskyldunni hafði nærri því létt þegar Neil fékk taugaáfallið því þau höfðu öll þjáðst á ýmsan hátt. Hann varð að vera níu mán- uði á hjúkrunarhæli og eyöa ámóta tíma í endurhæfingu. Neil Russell haföi verið ákaflega veikur. Samlíf þeirra hafði ekki verið hið sama síöan þá. Það var ekkert ósamkomulag, enginn skortur á ástúð, en það vantaöi eitthvað mjög mikilvægt. Connie gerði sér grein fyrir tvennu. Neil hafði alltaf verið heiöarlegur maður, oft einum of hreinskilinn fyrir velgengni í viö- skiptum. Hann var ekki hræsnari. En þó var hún sannfærð um að hann hefði leynt einhverju siðai hann náði sér. Það var á engan hátt líkt honum. Hún vissi aö ef hún nefndi það myndi hann bara hlæja aö henni. Það myndi heldur ekki flýta fyrir bata hans. Enn velti hún fyrir sér hvað var að gerast á bak við ónotasvipinn í augum hans. Neil Russell komst aftur til veruleikans með talsveröu átaki. Hann þrýsti hönd Connie, áttaði sig allt í einu á að hann heföi átt aö gera það um leið og hún greip um hönd hans. Þau voru bæði að leita huggunar; þau þörfnuðust hvort annars meir en nokkru sinni fyrr. Hann brosti snöggt og ósannfær- andi til hennar. Þegar Connie þrýsti hönd hans á móti var hann nærri því búinn að fitja upp á nokkru sem hann hefði átt að nefna fyrir mörgum árum en gat ekki gert úr þessu. Ekki síst eftir fund þeirra Charles Corbetts fyrir rúmum tveimur vikum. Þaö gerðist á breiðstræti í París eftir hádegisverð undir marglitu sóltjaldi. Hann hafði einu sinni bjargaö lífi Charles Corbetts. Corbett hafði aldrei gleymt því og mennirnir tveir höfðu verið vinir ævinlega upp frá því. Það var líka annað sem tengdi þá, mikið leyndarmál sem báöir höfðu leynt fjölskyldur sínar í rúm þrjátíu ár. Þaö var það sem hafði gengið úrskeiðis. Russel haföi tekið eftir óvenjulegri hlédrægni Corbetts í bílnum frá flugvellinum. Corbett, sem venjulega var hlýr í viðmóti, ein- beitti sér algerlega að akstrinum, sagði varla aukatekið orö og hafði umferðina sem afsökun þegar Russell gerði athugasemd viö óvenjulega þungan svip hans. En skap Corbetts breyttist ekki eftir hádegisverðinn og þá vissi Russell að eitthvað óþægilegt væri í aðsigi. Eftir kaffið rétti Corbett Russell samanbrotið Daily Telegraph sem hann hafði haldiö á. „Minningarklausurnar, minn kæri vin. Ég merkti við hana. ” Russell fletti blaðinu undrandi, fann auglýsinguna sem var vand- lega merkt, las hana og fann 'fing- urna ósjálfrátt grípa fastar um blaöið. „Drottinn minn! Getur þetta verið okkar maður? ” „Þú veist vel aö það er hann, Neil. Þú áttir að láta mig vita.” Russell barði í auglýsinguna eins og hann vildi ásaka hana. „Andskotinn, þetta er nýskeð.” „Minningarauglýsing, Neil. Þetta er ekki dánartilkynning. I besta falli er liðið ár. Kannski nokkur. Þú hlýtur að hafa vitað af þessu.” „Þetta hlýtur að vera tilviljun. Drottinn veit að það er nóg til af mönnum sem heita Duncan.” „Þessi tilviljun er heldur mikil. Til minningar um Duncan „pabba”. Ekki skírnarnafnið. Finnst þér það ekki líka undar- legt, aö þetta er ekki frá elskandi syni, þannig er það venjulega, heldur einfaldlega frá James Duncan.” Russell braut blaðiö vandlega saman og rétti Corbett það aftur. Hann var orðinn fölur og fingurnir titruðu. Bræöin og andúðin suöu í honum. „Heldurðu að ég geti fylgst með allan sólarhringinn? Ég er búinn að vinna þitt verk í rúm þrjátíu ár.” Corbett brá. „Eg get aldrei fullþakkað þér. Þú hefur verið augu mín, framkvæmdastjóri minn. Vinur minn. Ég veit hvað þú hefur gert fyrir mig. Ég verð þér ailtaf þakklátur. Þaö hefur alltaf skipt mig miklu máli að vita hvaö James leið. Þú samþykktir að leyfa mér aö fylgjast meö. Ef það var einhvern tíma til of mikils ætlast af mér þá þurftirðu ekki annað en að láta mig vita. Það er ekki þér líkt að láta reka á reiö- anum. Ég stend í þakkarskuld viö Duncan-hjónin. Já, jafnvel núna. Ég gat ekki endurgreitt þeim nema í gegnum þig. Ég hef ekki gleymt því hvernig þú sást til þess aö þau hefðu nóg fyrir sig aö leggja í tvö ár þegar þú fórst á sjúkrahúsið. Og ég sá til þess að þú fékkst peningana tímanlega. Það var stórkostlegt átak af þiiini hálfu. En ég heföi að minnsta kosti viljað senda krans í jarðarför Duncans pabba, þó hann hefði veriö nafnlaus. Hvaö er langt síðan hann dó?” Russell íhugaði hver hans leikur ætti að vera. Honum gramdist það aö vera léttvægur fundinn. Sjálfs- réttlæting blandaðist tilfinningum hans. Það var erfitt að horfast í augu við Corbett. Hann yppti öxlum „Nokkurár.” „Nokkur ár? „Og þér datt ekki í hug að segja mér það?” Til hvers? Maðurinn er dáinn. James var farinn að heiman.” Corbett hélt stillingunni. Hann heyröi orðin, þekkti röddina. En þetta var ekki Neil, gamall vinur hans. Hann tók eftir að fingurnir á borðplötunni titruðu. „Manstu ekki hvernig þetta hófst? Eftir því sem við eigum Duncan-hjónunum að þakka?” „Því sem þú átt þeim aö þakka, Charles.” „Já. Fyrirgeföu. Þá virtumst við vera svo góðir vinir að þaö skipti minnstu hvor okkar var hjálparþurfi. Hvor sem átt heföi í hlut heföi aðstoð veriö auðsótt. Eg gerði mér ekki grein fyrir því að tilfinningar þínar hefðu breyst.” „Þetta var allt fyrir ákaflega löngu.” „En af hverju ferðu svona undan í flæmingi?” Corbett benti á blaðið. „Þú vissir þetta, samt reyndiröu að villa um fyrir mér.” „Sjáðu nú til, Charles, ég hef gert meira en mér bar. Gleymdu þessu. Eg kæri mig ekki um aö þú segir aö ég hafi farið undan í flæmingi.” „Eg hef aldrei vitað þig flótta- legan fyrr. Það var óhugsandi. Af hverju ertu þaö núna?” „Gleymdu því. Ég verð að fara aftur til London.” „Af hverju núna, Neil?” „Eg sagöi þér að gleyma því. Eg er búinn að gera nóg fyrir þig-” Corbett hugsaði sig vel um áður en hann svaraði. Hann sá flóttaleg augun sem gátu ekki mætt augna- ráði hans, hendurnar sem héldust ekki kyrrar, æðasláttinn í gagn- auganu. Því hafði hann ekki séð þetta fyrr? Teiknin hlutu að hafa verið fyrir hendi. Enginn var heiðarlegri en Neil Russell. Hvenær fór aö halla undan fæti? „Skyldirðu hafa gert þaö? Hvað er það fleira sem þú hefur ekki sagt mér?” „Ekki espa mig, Charles.” Russell vætti snöggt varirnar. „Þú ert ekki í aðstöðu til að ásaka neinn. Ég hef borið fyrir þig byrö- ina. I öll þessi ár. Hvernig geturðu gagnrýnt mig núna ? ’ ’ Russell var mikiö niðri fyrir. Corbett varð ákaflega dapur. Allt í einu virtist margra ára sann- færing innantóm. Utlit vinar hans snart hann illa og ennþá verr þaö sem þar var gefiö í skyn. Hvað var orðið af gagnkvæmu trausti þeirra? Allt í einu? Hann tók yfir- vegaða áhættu og gerði sér grein fyrir að hann var að stefna í hættu langri og dýrmætri vináttu. Ef eölisávísun hans var röng gat vin- áttan reynst nægilega traust til aö þola þetta. Ef hann hefði á réttu að standa var hann ekki viss um að hann kærði sig um þaö. Það var nægilega hræðileg tilhugsun. Neil haföi bjargað lífi hans. Þó þurfti hann að gera Neil hverft við. Það var hugsanleg lausn, þó hun væri óskapleg. Hann sagði hljóölega: „Þú lýgur.” Russell stirðnaði upp af bræði. Nú leit hann í augu Corbetts og trylhngsleg, logandi bræðin skein úr augum hans. Varir hans titruöu en orðin komust ekki út. Hann haföi aldrei verið kallaður lygari. Og þó, um leið og hann áttaði sig á því vissi hann að árum saman hafði hann logiö að Corbett. Það bætti ekki úr skák að vera sakaður um þaö hreint út. Djúp og beisk bræðin hlóðst upp á bak við skjöld sjálfsréttlætingar hans. Því átti hann nokkru sinni að hafa borið þungann af mistökum Corbetts? Það var djöfull óréttlátt. Því var 35. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.