Vikan


Vikan - 02.09.1982, Side 22

Vikan - 02.09.1982, Side 22
Hvers vegna er tvöföld láming betri? GLER--- ' ’■ -í LOFTRÚM_ 1) Állisti - breidd hans ræður loftrúmi á milli glerja og er hann fylltur með raka- eyðingarefni. 2) Butyllími er sprautað á hliðar állistans. Butyllímið er nýjung sem einungis er í einangrunargleri með tvöfaldri límingu. Butyl er 100% rakaþétt og heldur eigin formi - hvað sem á dynur! 3) Rúðan er samsett. Butylið heldur glerinu frá állistunum og dregur þannig úr kuldaleiðni. 4) Yfirlíming, Thiocol, gefur glerinu í senn teygjanleika og viðloðun, sem heldur rúðunum saman. Við hvetjum þig til þess að kynna þér í hverju yfirburðir tvöfaldrar límingar eru fólgnir. Þeir leggja grunninn að vandaðra og endingarbetra einangrunargleri, sem sparar þér vinnu og viðhaldskostnað er á líður - tvöfold líming er betri Einangnmargler með tvöfaldri límingu - eini framleiðandinn á Islandi rb GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333 i efast um hann? „Þú skalt aldrei segja það um mig aftur,” sagði hann mjúklega og með illsku. „Þú átt of gott með að gleyma. Hann er lausaleikskrakkinn þinn.” Corbett fann til viðbjóðs. Það var eitthvaö hræðilega öðruvísi en það átti að vera. Það sást greini- lega á Russell; hann skildi mann- inn ekki lengur. Illt hugboö gagn- tók hann meö undarlegum ótta. „Þú laugst að mér allan tímann,” sagöi hann. Báðir mennirnir töl- uðu lágt. Þeir sátu afsíðis við end- ann á borðaröð. Corbett var mjög brugðiö yfir því sem haföi gerst og hræddur við það sem heföi getað orðið. Andartak hélt hann að Russell myndi ráðast á sig. Russell virtist vera aö fá slag. Varir hans bærðust, augun voru æðisgengin, andlitið rautt. Hann hélt með báöum höndum í stól- bakið eins og hann héldi aftur af sér áður en hann stykki fram. En hann hreyfði sig ekki. Corbett hafði aftur kallað hann lygara. Og almáttugur, það skyldi hann greiða fyrir. En þaö var fyrirlitn- ingin sem hann horfðist í augu við sem ýtti honum yfir brúnina. Hann barðist viö að stynja orð- unum upp en þegar þau komu voru þau vel aðgreind og mjög skýr. „Ég er búinn aö vera þér góður. Verndaöi þig. Fyrst sann- leikurinn skiptir þig svona miklu máli skaltu fá að heyra hann.” Hann starði reiðilega á Corbett og glennti upp augun. „Þegar fyrir- tækið gekk illa notaði ég pen- ingana sem þú sendir Duncan- hjónunum. Það var áður en ég veiktist. Þau hafa ekki fengið neitt síðan þá. Þegar ég varð fær um að endurgreiða féð var þaö of seint. James þinn elskulegur var farinn að heiman og stundaði innbrot. Hann fór í fangelsi fyrir það. Er þetta það sem þig langaði að heyra? Eða kýstu heldur varnar- lygi gamals vinar sem vildi hlífa tilfinningum þínum?” Corbett var náfölur. Sársaukinn sem hann fann til var dulinn með rólegum og óhvikulum svip. Dapurleikinn innra meö honum jókst svo mjög að það var hætta á að hann kæmi í ljós. En hann vildi ekki gera Russell það til geðs. Hann sagði hljóðlega en með erfiðismunum: „Ég er upptekinn í svipinn. Aðeins um tíma. Og svo ætla ég að komast til botns í þessu. Það er ómögulegt aö trúa því eftir öll þessi ár aö þú skulir vera svona mikil skepna. Mikið hefuröu breyst.” „Ekki setja þig á háan hest. Þú 22 Víkan 3$. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.