Vikan - 02.09.1982, Side 31
undarleg á stundum, knattspyrn-
an.
DINO ZOFF er 40 ára. Hann var
elsti leikjnaöur heimsmeistara-
keppninnar. Zoff hefur leikið
meira en 100 landsieiki í marki
ítalska liðsins og á meðan Enzo
Bearzot er þjálfari landsliðsins er
ólíklegt að hann fari úr markinu.
Zoff hélt landsliðsmarkinu hreinu
frá 20. september 1972 til 15. júní, í
1143 mínútur. Hann hefur leikið
530 leiki í ítölsku deildarkeppn-
inni.
Zoff hóf knattspyrnuferil sinn
ekki í marki heldur í framlínunni.
Það var hjá félaginu Maríano del
Friuli. Draumur hans var að verja
markið en hann fékk alltaf að vita
að hann væri of lítill. Einu sinni
neitaði hann að spila meö vegna
þess að nann fékk ekki aö vera
markmaður, settist á hliðarlínuna
og fór að gráta. Hann fékk þó tæki-
færi til að vera í marki og sýndi
næga hæfileika til þess aö honum
var boðiö í æfingabúðir hjá
Juventus. Þar var honum sagt að
koma síöar, þegar hann væri orð-
inn stærri. Zoff stækkaöi og kom
síöar. En það var löngu síðar. Eft-
ir 13 ára glæsilegan feril sem
markmaður keypti Juventus hann
fyrir 8 milljónir króna. Þá til-
kynnti framkvæmdastjóri
Juventus: „Viðhöfum keypt besta
markmann í heimi.”
Zoff er ekkert að hugsa um að
hætta.Hann segir:
„Ef 45 ára gamlir menn geta
farið til tunglsins hlýt ég að geta
spilaððárí viðbót í landsliðinu.”
Allt er fertugum fært, þaö sannast
á Zoff.
Ásamt Zoff er GIANCARLO
ANTOGNONI traustasta stoð
traustustu varnar í heimi.
Antognoni er lýst sem listamanni
með boltann, með hreyfingar gas-
ellunnar. Hann er skipuleggjarinn
í spilinu en Rossi endapunkturinn.
Antognoni var langan tíma frá
knattspyrnuiökunum svipað og
Rossi, en af öðrum ástæöum. I
deildarleik í ítölsku knattspyrn-
unni meö félaginu Fiorentina
rakst hann á markmann
andstæðingaliðsins Genúa.
Antognoni féll til jaröar og stóð
ekki upp aftur. Hjarta hans
stöðvaðist í 25 sekúndur. Læknir
Fiorentina bjargaði lífi hans með
blástursaðferöinni og gaf honum
hjartahnoð á leið út af vellinum.
Daginn eftir var Antognoni úr lífs-
hættu en var frá knattspyrnuiðk-
unum í hálft ár.
Þetta eru stjörnurnar í liöinu
sem gerði ítali aö heimsmeistur-
um í þriðja skipti. Þeir eru nú
þjóðhetjur í landi sínu og eins og
Itala er siöur fögnuðu þeir lengi og
mikiö aö loknum sigri.