Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 7

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 7
heföi hugmyndin verið kæfð í fæð- ingu. Við fengum afnot af fyrir- tækjum, heimilum, heilu innbúun- um, ættargripum, bílum og fatn- aði. Svo ekki sé minnst á einn for- láta flygil sem við keyrðum í sendiferðabíl og bárum út um allan bæ. Við notuðum hann jafn- velútiámiðrigötu! Stuðningur almennings viö kvik- myndagerð er hreint út sagt stór- kostlegur! í raun er hann miklu meiri en stuðningur hins opinbera. Það mætti eiginlega kalla hið síðarnefnda fremur táknrænan styrk en raunverulegan, þar sem allt er hirt aftur í formi opinberra gjalda. Það má víst lengi deila um gildi slíks stuðnings í raun. Ef kvikmyndagerö á Islandi á að þroskast og dafna þarf meira aö koma til.” Söguþráður: Þegar Björg og Pétur, aðalper- sónur kvikmyndarinnar, fá fyrir tilviljun inni í gömlu einbýlishúsi verða þau ákaflega fegin. Þau höföu lengi verið að leita að hent- ugu húsnæði. Björg kennir heyrnarlausum börnum, er mjög næm, enda bygg- ist starf hennar í raun á því að skilja þögnina. Pétur er tónlistarmaður og lifir í heimi fullum af tónlist og vinna hans að tónsmíðum skiptir hann miklu máli. Þegar þau eru flutt í húsið fer Björg að verða vör við ýmislegt sem erfitt er að útskýra. Hún finn- ur fyrir fortíð hússins og fólkinu sem þar bjó. Pétur einbeitir sér æ meir að tónsmíðum sínum og hann tekur passlega mikið mark á Björgu er hún hefur máls á þessu. Björg fyllist áhuga á þessu gamla húsi og byrjar að grafast fyrir um sögu þess. En til að byrja með gengur hægt að fá svör við spumingum. Hún verður vör við að það er gestkvæmt í húsinu, að þar býr fólk frá fyrri tíð. Einnig verður hún vör við að trúarlegar samkomur eiga sér stað með bæn- um og sálmasöng. í seinni hluta myndarinnar fer Pétur til Vínarborgar og Björg er ein eftir í húsinu. Húsið sækir æ fastar að henni og hefst þá leit hennar að fólkinu sem bjó þar áður. Gamlar ljósmyndir koma mikið við sögu og smám saman fær hún vitneskju um löngu liðna atburði sem hana hafði aldrei órað fyrir. Fortíð hússins hefur varanleg áhrif á líf hennar og örlög. XI. tbl. Vikan 7 Hér til hliðar sést grein úr Timan- um. Það var margra daga vinna að búa hana til og á endanum var blaðinu dýft ofan i te og straujað. Í kvikmyndinni sér enginn neinn mun á því og hinum hluta blaðs- ins. HÚSIÐ: Leikstjórn/ Egill Eóvarðsson Kvikmyndun/Snorri Þórisson Leikmynd/Björn Björnsson Framkvæmdastjóri/Jón Þór Hannesson Hljóðstjórn/Sigfús Guðmundsson Tónlist/Þórir Baldursson Handrit/Björn Björnsson, Egill Eðvarðsson, Snorri Þórisson. Framleiðandi/Saga-Film h/f Björg..........Lilja Þórisdóttir Pétur..........Jóhann Sigurðarson Aðrir leikarar m.a.: Þóra Borg Róbert Arnfinnsson Briet Héðinsdóttir Helgi Skúlason Kristín Bjarnadóttir Baldvin Halldórsson Margrét Ólafsdóttir Árni Tryggvason Borgar Garöarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.