Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 24

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 24
Bréfið Þegar lík Herberts Lloyd fannst var systir hans þegar handtekin. Líkiö fannst í kjallaranum í hús- inu hennar, samanhnipraö í kassa, dánarorsökin var eitrun og dauðdaginn haföi verið mjög sárs- aukafullur. Edith Lloyd kannaöist samstundis viö aö dauði bróður hennar var henni mikill léttir. Hún harðneitaði hins vegar aö hafa nokkuö komiö nálægt dauða hans og sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig hann heföi komist í kassa í kjallaranum heima hjá henni. Edith og Herbert Lloyd höföu farið hvort sína leið þegar Edith varö lögráða, tveim árum áöur. Fram aö því haföi Herbert veriö fjárhaldsmaður hennar, frá því faöir þeirra dó. Þau höfðu lítil samskipti haft, Herbert haföi lifaö hátt en haldið systur sinni á heimavistarskóla í Sviss og komiö henni fyrir hjá vinum foreldra þeirra í leyfum. Hún lét það verða sitt fyrsta verk þegar hún varð fjárráða aö slíta öll tengsl viö bróöur sinn og leigja sér lítið hús í Suður-London. Þar liföi hún kyrr- látu lífi, stundaði píanónám af kappi og sótti hljómleika en lét samkvæmislíf borgarinnar alveg vera. Þar gat hún alltaf átt á hættu að hitta bróöur sinn og hann var ekki sérlega vel þokkaður þó fáir þyröu að bjóða honum birg- inn. Hún hafði nógu miklar fastar tekjur tryggðar af verðbréfum til aö geta lifað þægilegu lífi og lét lögfræðinga f jölskyldunnar um sín mál. Þó var vitaö að henni gramd- ist aö bróður hennar var frjálst að sóa ættarauðnum að vild og hún fengi ekkert nema sínar föstu tekj- ur fyrr en hún eignaðist erfingja í löglegu hjónabandi. Og þar var einmitt tálmunin. I hjónaband mátti hún ekki ganga án samþykkis bróður síns, ef hún hafði einhvern áhuga á aö halda rétti sínum til arfsins eftir for- eldra þeirra. Ollum sem til þekktu þótti þetta óréttlátt en ákvæðin í erföa- skránni voru skýr, Herbert áttí að vera aðalmaðurinn í fjölskyldunni eftir lát föður síns og enginn mátti ganga inn í fjölskyldufyrirtækið að honum forspurðum. Og þetta vor hafði það einmitt gerst aö Edith leitaði samþykkis bróöur síns fyrir að ganga í hjóna- band. Tilvonandi eiginmaðurinn var tónlistarkennari sem hún hafði kynnst í skólanum, hæg- látur, ungur maöur en mjög metnaðarfullur fyrir hennar hönd. Sjálfur viðurkenndi hann að hann yrði aldrei píanósnillingur en hann taldi Edith hafa alla buröí til þess. Hann vildi helst láta öll fjölskyldumál hennar lönd og leið og fara til Vínarborgar með væntanlega eiginkonu sína en Edith vildi ekki sætta sig við aö bróðir hennar gæti svipt hana öllu tilkalli til ættarauðsins. En það gat hann og það gerði hann. Lögfræðingar systkinanna gátu borið vitni um heiftarlegt rifrildi þeirra og Barrington aðallög- fræðingur þeirra viknaði í yfirheyrslunum þegar hann viður- kenndi að hafa heyrt Edith segja við bróður sinn: Eg verð ekki frjáls fyrr en búiö er aö ryðja þér úr vegi. Lögreglunni þótti að vísu mjög klaufalegt af systurinni að geyma lík bróður síns í kjallaranum en þegar líkskoöari staðfesti að innan viö sólarhringur væri liðinn frá láti Herberts var taliö að hún hefði ætlað að koma líkinu undan en ekki gefist tóm til. Edith var hneppt í varöhald og yfirheyrslum haldiðáfram. A fjórða degi tók málið óvænta stefnu. Edith barst bréf í pósti sem staðfest var að ritað væri meö rithönd bróður hennar. Hún sam- þykkti þegar að leyfa lögreglunni að lesa þaö og efni bréfsins kom vægast sagt á óvart. Bréfið var á þessa leið, ritað með óstyrkri hendi á einhvers konar minnis- miöa: KæraEdith! Eg er hugsjúkur maður. Ef þú getur hjálpaö mér nú skal ég ekki standa lengur í vegi fyrir þér. Þú mátt giftast þessum Band meö mínu fyllsta samþykki. Svipur móður okkar hefur fylgt mér að undanförnu og hún er mjög reið. Hún er í kjólnum sem hún var í daginn áöur en hún dó, þegar dansleikurinn var í húsinu okkar. Eg er hræddur, hræddari en ég hef nokkru sinni veriö. Má ég koma til þín, Edith? Viltu reyna að hjálpa mér? Fyrst hélt ég aö þetta væru bara ofskynjanir eftir drykkju og eiturlyf, sem þú veist sjálfsagt aö ég hef ánetjast, en ég er nú sannfærður um að hún vill vinna mér eitthvert mein ef ég sættist ekki við þig. Þú veist sjálfsagt að mamma var ekki talin heil á geöi og ég er hræddur, Edith. Þú verður að hjálpa mér! Eg kem til þín sama dag og þú færð þetta bréf í hendur en þú mátt ekki bregðast mér! Eg veit að þú hefur ekki á- stæðu til að hafa samúð með mér en ég veit að þú vilt samþykki mitt fyrir brúðkaupi ykkar Arnolds Band. Eg skal gefa þér þaö um leiö og ég hætti að sjá þessar sýnir og ég veit aö þú ert sú eina sem getur hjálpaðmér! Þinn bróðir, Herbert. Bréfið var stimplaö í Holborn níu dögiun fyrr og haföi farið í vit- laust heimilisfang fyrst. Edith leysti frá skjóöunni þegar hún haföi lagt þetta bréf fram. „Eg er ábyrg fyrir dauða bróður míns en ég drap hann ekki. Eg vissi ekkert hvað ég átti að gera þegar hann skreið ofan í kistuna í kjallaranum hjá mér og ég vissi ekki aö hann hefði dáiö þar fyrr en lögreglan fann hann þar. Það er ástæða fyrir því að ég athugaði ekkiíkistuna. Bróöir minn var mjög illa farinn af eiturlyfjum og ég ákvað að færa mér það í nyt með einhverjum hætti og hræða hann. Eg átti alltaf gamla ballkjólinn hennar mömmu og með því að greiða mér eins og hún verð ég að segja að ég minni mjög á hana. Eg ákvað aö hræöa bróður minn til að semja við mig og tók upp á því að fylgjast með honum og birtast í kjólnum hennar mömmu á eyðilegum stööum þegar hann var í slæmu ástandi eftir sukk og svínarí. Þetta hefur greinilega verkað á hann eins og til var ætlast. Eg þekki mitt fólk og vissi vel að hann þurfti ekki mikið til aö bugast. Þegar ég sá hann koma aö húsinu mínu var ég einmitt að klæða mig upp. Arnold haföi komist að því hvar hann átti aö vera um kvöldið og ég ætlaði að sitja fyrir honum og þetta bréf hafði ég ekki fengið. Eg hef ekki hugmynd um hvar hann hefur fengiö þetta eitur, sem hann var undir áhrifum af, en ég veit að minnsta kosti að hann fékk þaö ekki hjá mér. Eg dreif mig niöur í kjallara í fötunum þegar ég sá hann koma og vissi að útidyrnar voru ólæstar. Mér fannst prýðilegt að þurfa ekki að fara út í rigninguna til að hræða hann þetta kvöldið, geta bara gert það heima. Svo fór sem ég hélt, hann fór inn, þegar hann uppgötv- aöi að dymar voru olæstar, og svo lét ég bara til mín heyra niðri í kjallara til aö lokka hann þangað. Eg hafði tekið öryggið út og svo sá hann mig og veinaði og ég lét mig hverfa, faldi kjólinn og setti hárið aftur upp í mína venjulegu greiðslu. Eg hafði ekki hugmynd um aö hann hefði drepist í kassanum og auðvitað gat ég ekki farið að leita að honum þar. Ef hann heföi verið þar hefði leikurinn veriö ónýtur og ef hann væri farinn, til hvers þá að leita?” „Já, en af hverju í ósköpunum sagöirðu okkur ekki þessa sögu?” „Heldurðu að þið hefðuð trúað henni? Ha? Hefðuð þiö trúað henni? Nei, ég er hrædd um ekki. Það er bréfið sem bjargar þessu og staðfestir söguna. Þið getið séó hjá mér kjólinn og ég held að hver einasti ættingi okkar myndi sam- sinna því að í honum og með greiösluna hennar mömmu er ég mjög lík henni.” Öll atriði sögunnar komu heim og saman við það sem Edith hafði bent á — öll nema eitt lítiö smá- atriði. Eitrið hafði verið fengiö hjá Edith. Pillubox, sem hún hafði talið skaölaust, fannst í skápnum heima hjá henni, töflur sem merktar voru sem svefntöflur. Þaö varð aldrei fullsannaö hvort Herbert hefði vísvitandi tekið of margar töflur eða bara gripið það sem hendi var næst, hugsunar- laust, áður en hann fór hina afdrifaríku ferö í kjallarann. Edith og Arnold Band giftu sig og fluttu til Vínarborgar þar sem þau lifðu notalegu lífi í nokkur ár en þá sneri Edith aftur til heima- lands síns einsömul og gerðist píanókennari. Heimsfrægðin lét standa á sér og hjónabandið fór í vaskinn en Edith sneri sér smátt og smátt meir að viöskiptum og þótti allra manna slyngust í þeim. Hún lést í hárri elli árið 1959. 24 Vikan II. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.