Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 14

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 14
A þorrablóti í Amsterdam: Þorramatur skreyttur á Suðurlandavísu Texti og myndir: Sigrún Hárðardóttir Hvar sem landinn fer og þvælist reynir hann ævinlega að minnast gamalla siða á þorranum og sautjánda júní. Amsterdam er nú í þjóðbraut frá íslandi og í Hollandi er tals- verður hópur íslendinga til lengri eða skemmri tíma. VIKAN var þar með á þorrablóti fyrr í vetur. Islendingar búsettir í Hollandi fjölmenntu í Manhattansalinn á Hótel Ameríka í Amsterdam laugardaginn fyrstan í febrúar. Þaö voru sviöahausar, hákarl og brennivín ásamt öðrum þorramat sem drógu til sín fólk hvaðanæva af landinu. Þó hefur kannski harö- fiskurinn haft hvað mest aödrátt- araflið, en margan landann var fariö aö lengja eftir honum eftir margra mánaöa og jafnvel ára út- legðfráFróni. Eitthvað virtist blessuðum holl- ensku kokkunum veitast erfiölega aö bera fram þetta lostæti og þeg- ar kokkurinn birtist meö hákarl- inn í undirskálarstórum sneiöum og spurði hvort nóg væri að gert, um leið og hann hélt fyrir nefiö á sér, brá stórsöngvarinn okkar, hann Jón Þorsteinsson, sér fram í eldhús og tók aö sér hákarlsfram- reiösluna. Mönnum varö starsýnt á lang- þráö veisluborðið er réttirnir tóku að tínast inn einn af öörum, skreyttir á Suðurlandavísu með vínberjum, banönum og blómum sem reyndust vera appelsínur, sítrónur og annað þess konar fínirí. Viö hátíðlega viöhöfn marseruðu svo tveir kokkar inn með gríöarstórt koparfat meö loki sem undarlegur fnykur fylgdi. Lokinu var lyft virðulega af og við blasti harðfiskurinn langþráöi, soðinn og brasaður með lauk og smjöri. Við ætlum ekki að orð- lengja vonbrigði landans en reyndu þó margir að smakka á 14 Vikan ll.tbl. þessum nýja harðfiskrétti sem reyndist ekki betri en lyktin lofaði og mæli ég ekki með þessari fram- leiðsluaðferð. En það er að segja úr eldhúsinu að kokkarnir héldu hér komna skreið og lögðu harð- fiskinn í bleyti í sólarhring áöur en þeir hófu matseld með áöur- greindum árangri. Það vakti athygli mína hversu óvenju fjölbreyttir síldarréttir pryddu veisluborðið og fékk ég þær upplýsingar að síldin hefði verið fengin hjá Silfursíld í Kópa- voginum en Guðlaugur Thorar- ensen og Elísabet Eymundsson höfðu útbúið hana hér í samein- ingu og óska ég þeim til hamingju með árangurinn. Brennivínið reyndist komiö frá London og hefði víst veriö heldur þurr þorr- inn án þess. Islendingafélagið hér var stofnað í desember 1980 og eru haldnar samkomur 17. júní ár hvert auk þorrablóts í febrúar. Fundir, fyrirlestrar og kvik- myndasýningar á vegum félags- ins stytta veturinn og töluvert samband er við Islenska hestaeig- endafélagiö hér. Taliö er að um 200 Islendingar séu hér núna og er þetta ákaflega samheldinn hópur. Það er mál manna að ekki beri síst aö þakka það ættmóðurinni, sem svo er kölluð, en hún heitir Heiða Hólm og kom hingaö árið 1946. Hefur landinn leitað til hennar á 37 ára tímabili og hún ætíð tekið Islendingum opnum örmum. i W ------:-----------------------1------------ Og hér höfum við íslendinga- móðurina í Hollandi, Heiðu Hólm. Hún er gift Hollendingi sem hefur gengið undir nafninu Holli meðal íslendinganna, af þvi hann er Hol- lendingur, og eru aðrir hollenskir makar islendinga sárfegnir að hafa ekki verið fyrstir i mægðum þjóðanna. Þrjú börn eiga þau Heiða og Holli: synina Pétur og Sturlu og söngkonuna Viktoriu Spans sem er mörgum okkar góð- kunn. Með Heiðu á myndinni er b veislustjóri kvöldsins, Árni ■ Eymundsson sölumaður. I Hér eru þeir nafnarnir Jón Þorsteinsson söngvari og Jón Kristinsson verkfræðingur, formaður íslendingafélagsins. Sumir brugðu á leik er líða tók á kvöldið og voru ekkert að sýta það þótt brennivinið væri til þurrðar gengið heldur skelltu sér bara í bjórinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.