Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 37

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 37
Sjötti hluti FRAMHALDSSAGA LEIKSOPPUR * HÖFUIVDUR: MARTIN RUSSELL TEIKNING: SIGRÚNHARÐARDÓTTIR ..Hlustaðu á mig, Belinda.” Hann talaði lágt og með þunga. »Eg veit hvernig þér líöur, þér er óhætt að trúa því. Ef ég héldi að Mta væri besta lausnin mundi ég fera meö þig heim til mín eins og skot. En skilurðu ekki? Það er Þetta sem hann vill. Hann er ^kveðinn í að leggja líf þitt í rúst. ” ..Enhvers vegna?” ..Hann hefur fengið það á heil- ann. Þú kærðir hann fyrir hús- stjórninni, settir bann á stereo- t®kin, þar með ertu óvinur númer eÚt. Þú hefur sært karlmannsstolt hans og hann hættir ekki fyrr en þaðsár ergróið.” ..Til hvers er þá aö berjast? Eg §®ti eins vel lagt upp laupana strax.” Nú heyrðist hundgá að neðan. Eacker leit spyrjandi á hana. Lindy sagði: „Þetta er Yorkshire- nundurinn hennar frú Dunremo. viÖ höfum sjálfsagt vakið hann. get ekki skilið, Adrian, til hvers er að spyrna við fótum ef það er fyrirfram tilgangslaust. ^nnaðhvort er að ná í lögreglu eöa fer af staðnum. Hvort finnst þérbetra?” ..Hvorugt.” ..Enlögreglanmundiþó. . .” ..Segðu mér hvað hún getur §ert? Banka upp á hjá honum og sPyrja hvers vegna hann hafi hent sniákvikindum inn um bréfalúg- 11113 hjá þér. Hann myndi hlæja IjPP í opiö geðið á henni og neita Við skulum horfast í augu við ^tta. Ef hann er ekki gripinn glóðvolgur höfum við engar sann- anir á hann. Þó við vitum hver sá »eki er er ekki þar með sagt að n®gt sé að ákæra hann. ” ..Hverniger þá. . .?” >,Hins vegar viljum við ekki að n3nn sleppi, eðahvað?” Hann yppti vonleysislega öxlum °g horfði á hana andartak. ..Viltu aö ég fari upp. Eg skal reyna aðkoma vitinu fyrir hann.” Hún greip í vonina. „Mundirðu þaö, Adrian? Gætiröu gert Það?” »Ef hann svarar þá bjöllunni. Lér, elskan. Vertu hjá í kaffi eftir :n hún þorði Eana dauölangaði ragövont koníakið ekki í eldhúsið. Þegar hún var orð- in ein hnipraði hún sig saman aft- ur milli púðanna og lagði á ráðin um smáframkvæmdir sem jafnóð- um urðu að engu vegna skelfing- arinnar sem læst hafði í hana klón- um. Hún var þurr í munninum og með höfuðverk. Hana langaði að hreiðra um sig í rúminu sínu en fannst jafnframt að þá myndi hún vera hræöilega negld niður og bjargarlaus. Hún hlustaði spennt. Henni fannst hún heyra tvisvar sinnum í bjöllunni uppi. Mundi Adrian reyna oftar eöa var hann kannski nú þegar að tala við hann lágri, ákveðinni röddu og beita persónu- töfrum sínum til hins ýtrasta? Hann ætti að vera kominn aftur. Hafði hann ef til vill gengið í gildru? Henni létti við að heyra fótatak- ið niður stigann aftur. Svo varð þögn en síðan heyrðust málm- smellir úr forstofunni. Loks yfir- vann hún hræðsluna og steig niður á teppið. Áður en lengra var kom- ið birtist Adrian og var þungbúinn á svip. „Ekkertvar uppi.” „Var hann ekki inni? ” „Eða opnaði ekki. Kannski. . .” „Kannskihvað?” „Hann gæti vel verið úti. Atti ef til vill eftir að hringja eitthvað.” Hún leit ósjálfrátt í áttina að svefnherberginu. „Það er einmitt þetta sem ég óttast,” sagöi hún dauf í dálkinn. Hacker strauk sér um hökuna og horfði á hana. „Eg er búinn að gera við bréfalúguna þína að inn- an.” „Var það það sem þú varst að gera? Þakka þér fyrir.” „Eins og er kemst ekkert inn. Hvernig væri að fá sér kaffi? ” „Agætt. Vilt þú búa það til?” , ,Segðu mér hvar allt er. ” „Líttu bara í kringum þig og þá sérðuþað.” Hann gekk í áttina að eldhúsinu. „Viltu gera smávegis annað fyr- ir mig, Adrian?” sagði hún. „Vissulega. Ef ég get.” „Það er ósköp auðvelt. Viltu vera hémaínótt?” Hann stansaði og horfði á hana. „Liði þér betur ef ég gerði það?” „Ef þú gerðir það ekki yrði Smokey hér einsömul og ég er viss um að hún hefði ýmislegt við það aðathuga.” Hacker klóraði sér í höfðinu. „Eg á þá ekki margra kosta völ. En ég vara þig við. Eg sef eins og rotaður selur hvað sem á dynur. ’ ’ 10. KAFLI Hún vaknaði við hávaða og stirönaði af hræöslu. Hún reyndi að ákveða hvort hún ætti að gera til- raun til að hreyfa sig eða leita skjóls í algeru hreyfingarleysi. Hún átti aðeins um þetta tvennt að velja og henni fannst það skelfi- legt. Hún starði á snyrtiborðið við gluggann og sá skuggamynd þess gegn ljósinu. Dagsljós, sólskin. Hún settist upp. Klukkuna vantaði tuttugu mínútur í átta. Hún þreif sloppinn sinn, fór í hann og stefndi á dyrn- ar. Um leið og hún opnaöi heyrði hún aftur hljóðið sem hún hafði vaknað við. „Dugleg stelpa, Smokey. Góð veiði í nótt. Haltu áfram. ” Hún gekk varlega yfir stofu- gólfið. Sófapúðamir voru snyrti- lega á sínum stað og ekkert var fært úr skorðum. Kattarkarfan var undir glugganum. I eldhúsinu var Hacker að vefja einhverju inn í dagblað. Smokey fylgdist nákvæmlega með hverri hans hreyfingu. Hún sat á eldhús- borðinu meðan hann vafði ein- hverju inn í mörg lög af blöðum og raulaði fyrir munni sér. Síðan sneri hann sér að ruslafötunni með pakkann og kom þá auga á Lindy þar sem hún stóð í gættinni og fylgdist brosandi með þeim. „Svefnpurkan. Vaknaðirðu við lætin í Smokey? Eg var hræddur um það. En henni tókst vel upp, ekki satt, Loðinsnotra? Allar þrjár liggja í valnum.” Hann ýtti pakkanum úr aug- sýn, gekk til hennar og skoðaði andlit hennar vandlega. „Líður þér betur í dagsljósinu? ” „Eg svaf yfir mig. Venjulega vakna ég klukkutíma fyrr. Má bjóða þér morgunmat?” Hann kinkaði kolh í áttina að brauðristinni. Það rauk úr henni. „Þetta og svolítiö kaffi frá í gær er ágætt. Hvað ætlar þú að fá þér?” „Það sama. A ég að sjá um það?” „Þitt eldhús.” „Eg er ekki viss um að Smokey sé sammála.” Hún strauk kettin- um um hálsinn og Smokey lét sig hafa það af miklu umburðarlyndi. „Hún er meö hugann annars stað- ar.” Lindy lét bolla og skálar á eldhúsborðið. „Heldurðu aö hún viljimjólk?” „Ég tók mér þaö bessaleyfi,” sagði Hacker og benti á hálffullan disk á gólfinu. „Þetta er góð og þægileg íbúð hérna, allt við hönd- ina. Það verður ekki mikið úr minni í samanburði við þessa. ’ ’ „Þú kannt samt vel við hana, er það ekki? Hvað ertu búinn að búa þar lengi?” „Ja... viö skulum nú sjá. Byrj- aði á blaðinu fyrir þremur árum. Eitt og hálft ár hjá Journal þar áður. Fjögur og hálft ár, bráðum fimm ár. Jú, sennilega kann ég vel við íbúðina. Vissulega.” „Hefur þú alltaf verið í blaða- mennsku?” „Nei, ég var í níu ár, níu eyði- lögð ár á auglýsingaskrifstofu. ” „Þaö er ekki þér líkt, finnst mér. Þó hefur það verið eitthvað skylt ritstörfum.” „Eg var að berja saman setn- ingar.” Lindy smuröi sér brauðsneið. „Er ekki blaðamennska þannig líka?” „Setningasmíði meö máln- ingu.” Hún hló. „Það mætti halda að hugurinn stefndi á hærra svið.” „Eins og hjá öllum, eða hvað? ” Hún hellti upp á kaffið, settist á eldhúskoll við hliðina á honum, setti marmelaði vandlega á brauðsneiðina og gætti þess að þekja öll horn. „Adrian, ég þarf að biðja þig afsökunar.” „Ahverju?” „Eg hefði aldrei átt að biðja þig að koma hingað í gær. Eg hagaði mér eins og óþægur krakki.” „Þú varst í uppnámi og engin furða.” „Þú verður að koma aftur í al- 11. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.