Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 50

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar Umsjón: Jón Ásgeir Sigurðsson Höfundar: Kjötiðnaðarmennirnir hjá Kjötbúð Suðurvers Vinnustaður: Kjötbúð Suðurvers Stigah/íð 45—47 Reykjavík Sæ/kerapylsa Ætíð skal fagnað frumleika í matargerðarlist. Það verður til dæmis að teljast til frumlegs framtaks að bregða út af venjunni hvað snertir pylsugerð hérlendis. Alltof lengi höfum við vanist pylsum og bjúgum sem ekkert breyttust að innihaldi eða bragðgæðum um úrabil. Kjötiðnaðarmenn Kjötbúðar Suðurvers í Reykjavík hafa fitjað upp ú nýjung sem þeir nefna ,,sælkerapylsuna". Hún er löguð úr kindakjöti, svínafitu, osti, kryddi og öðrum bragðefnum. Þeir sem hafa ferðast til útlanda munu þekkja þar ættingja af bragðsgóðra pylsna t Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Meist- ararnir í Kjötbúð Suðurvers settu sælkerapylsuna saman með hlið- sjón af erlendum ,,gourmet sausages’’ en byggja auðvitað fyrst og fremst ú langri reynslu af kjötiðnaði hér ú landi. Hér koma tvær tillögur Vikunnar að meðlæti. Fy/ltir Bríe-ostar 2 Brie-ostar (230 grömm hvor) 2 laukar, teningssneiddir 1 búnt graslaukur eða steinselja 1 teskeið paprika malað kúmen nokkrir dropar koníak eða úkavíti rauðlaukur tómatur salatblöð Tilreiðsla: Sneiðið ostana á þver- veginn þannig að þið hafiö tvo kringlótta hleifa. Holið helm- ingana svo að þeir myndi skálar. Lagið grófa blöndu úr innmat ost- anna, laukum, graslauk, kryddi og koníaki. Setjið blönduna í osta- helmingana aftur, skreytið meö rauðlaukshringjum, tómat- sneiðum og salatblöðum. Beriö fram ásamt sesamhrökk- brauði, nýju stangafranskbrauöi, smjöri og sælkerapylsum. Linsubaunir, súrkál og sælkerapylsur 1 meðalstór gulrót 2 laukar 1 matskeið smjör 1 heildós af linsubaunum (eða samsvarandi soðnar) 1 /2 bolli tómatsósa 1 matskeið vínedik 2 teskeiðar teningasósa 1 /2 bolli vatn 1 heildós súrkúl 2 stór epli 1 lúrviðarlauf svartur pipar krydd 4 sælkerapylsur Tilreiðsla: Glæriö smásaxaðan lauk og teningsskorna gulrót í smjöri. Bætið linsubaunum, tómatsósu, ediki, teningasósu og vatni saman við. Látið bullsjóöa. Setjið allt í smurt eldfast fat. Blandið saman súrkáli, fínt sneiddum eplum og kryddi og bætið í fatið ofan á linsublönduna. Leggið pylsurnar ofan á. Breiðið smjörpappír yfir allt saman. Látið krauma í ofni við 180 gráða hita í 45 mínútur. so Víkan n.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.