Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 19
HHdur Gústafsdóttir
Síminn hringir, ég þýt á fætur,
þríf upp tóliö og segi já, skrækri
röddu. Hæ, er sagt hinum megin
og þaö er hann. Eg verö undarleg í
hnjáliðunum, fikra mig að næsta
stól og sest. Hann talar frjálslega
og óþvingað um daginn og veginn,
rétt eins og hann hafi þaö aö at-
vinnu, loks spyr hann hvort ég ætli
ekki út í kvöld. Jú, ég ætla út.
Hann segir aö sig langi til aö hitta
mig í Þórskaffi í kvöld og ég er til í
þaö. Svo legg ég tóliö hægt á sím-
ann, sit áfram í stólnum og velti
fyrir mér af hverju ég sé alltaf
éins og fest upp á þráð í hvert
skipti sem hann hringir. Eg hef
hitt hann í nokkur skipti og ekki
virtist hann vera taugaæstur eöa
með skjálfta í liöamótum, alla-
vega bar hann sig betur en ég. Þaö
getur ekki verið nema um þrennt
að velja, hugsa ég efins, hann
leyni tilfinningum sínum, hafi
engar í minn garö eöa sé óútreikn-
anlegur. Eg vel síðasta kostinn og
þegar ég stend upp er ég góö í
hnjáliðunum.
Tíminn silast varla áfram og
nálgast hægt kvöldið. Eg þvæ mér
og skrúbba, snyrti og bursta eins
og ég sé að fara í allsherjar
læknisskoðun. Að endingu er ég
tilbúin og má vel viö una. Skunda
af staö og þaö er margt um mann-
inn í þessu yfirfulla danshúsi enda
komin helgi. Eg smýg í gegnum
þröngina og litast um eftir góöu
sæti. Jú, þarna í hominu sest ég og
læt fara vel um mig. Eg horfi á
fólkið en sé hann hvergi. Viö hlið
mér sitja góöglaöir piltar sem
fara aö gera sig heimakomna,
gantast við mig og spyrja hvort ég
sé ekki á lausu í kvöld. Þeir reyn-
ast vera læknanemar á öðru ári og
eru töluvert góöir meö sig. Eg fer
strax aö aumka tilvonandi sjúkl-
inga en þá birtist hann. Hann sest
hægt og yfirvegað við hliðina á
mér, læknanemarnir leita á önnur
miö.
Viö tölum slitrótt um eitt og
annað og ekki neitt þegar hann
segir skyndilega: Eg ætla að
labba einn hring og þú þarft ekk-
ert endilega að vera hérna þegar
ég kem aftur. Hvaö áttu viö? segi
ég hálfrugluð. Hann ypptir öxlum
og segir: Þú ræöur, og hverfur í
mannþröngina. Eg sit eftir sem
lömuö. Atti ég að sitja hér þangað
til honum þóknaðist aö koma aft-
ur? Eitthvað rís innra með mér
eins og flóöbylgja og segir: Til
fjandans með hann og í guðanna
bænum skiptu um sæti. En ég fæ
mig hvergi hrært, sit eins og ég sé
límd meö jötungripi við sófann.
Eg fer að velta fyrir mér hvort ég
sé eins og tvær manneskjur sem
veröi aö vera á öndveröum meiöi
hvaö sem tautar. Þetta er óþægi-
leg reynsla og þarna eru þessar
tvær mannverur í mér búnar aö
hakka hvor aöra í sig þegar hann
hlassar sér viö hliðina á mér aftur
og segir: Þú fórst ekki. Nei, hvísla
ég og samtalið verður hálf-
stuttaralegt en um síöir og til aö
lífga upp á okkur spyr ég hvort við
ættum ekki aö fá okkur snúning.
Viö rísum á fætur og látum berast
meö straumnum meö barinn á
aöra hönd en básana á hina. Við
mjökumst í áttina og þegar viö
stöndum viö jaðar dansgólfsins
snýr hann sér að mér og viö horf-
umst í augu sem snöggvast. Eg
sogast inn í himinblá augun og þar
sé ég allt sem ég vil sjá og mér
líður vel í fyrsta skipti í kvöld. Þá
segir hann kæruleysislega og í
undarlegu ósamræmi viö augun:
Eg verð að fara heim, þarf að
vinna í fyrramálið. Víltu sofa hjá
mér? Eg hrekk viö og stari á
hann, svo dey ég dálitla stund og
sekk niður úr gólfinu, gliöna öll í
sundur og líð út í óravídd himin-
geimsins. Líkamshlutarnir svífa
sinn á hvora reikistjörnuna og ég
vona aö þeir komi aldrei aftur. Eg
get ekki staöiö hér. 0, ég vildi aö
ég væri einhver önnur. Flóöbylgj-
an rís og hnígur. Líkamshlutarnir
þjóta meö ljóshraða utan úr
geimnum og smjúga inn í líkam-
ann aftur, ég lifna við og styn upp
jái svo vart heyrist.
Við þokumst að fatageymslunni.
Þar er sama mannþröngin, en
siðgæöinu gert mishátt undir
höföi. Allt frá því að menn standa
stífir af kurteisi meö bindin keyrð
aö hálsinum og að sjálfsögðu alls-
gáðir til manna með bindin 1
vösunum, haldandi á jökkunum,
flaksandi skyrturnar opnar niöur
á bringu og tilviljun ein hvar
útlimirnir lenda í það og það skipt-
iö. Þeir eru harðastir aö bjóöa í
partí. Eg þarf aö bíða smástund
eftir yfirhöfninni og um þaö bil
sem mér er rétt kápan hefur ein-
hver náungi ákveðiö aö gera
gluggakistu úr bakinu á mér og ég
kemst með harmkvælum í yfirfat-
ið og geng hálflotleg út úr þessum
skemmtistaö.
Viö klöngrumst upp í gamla
Fólksvagninn hans og ökum sem
leiö liggur heim til hans, en hann
býr í gömlu hverfi ekki ýkja langt
frá Tjörninni. Þegar viö stígum út
úr bílnum og nálgumst húsiö
finnst mér merkilegt að flest
námsfólk sem ég þekki reynist
búa í gömlum húsum og helst uppi
á þriöju hæö eöa undir súö. Þessi
bjó undir súðinni. Viö spilum plöt-
ur og höfum svipaðan smekk sem
virðist vera eitt af því fáa sem
tengir okkur verulega saman.
Þannig njótum við tónlistarinnar
um stund. Eg óska aö hann segi
eitthvað hlýlegt en þaö gerist ekki.
Þá segi ég loks: Hvað finnst þér
um mig? Hann lítur á mig þegj-
andi og segir svo: Þaö er til einsk-
is. Eg íhuga þetta góöa stund og
mér dettur í hug: Til hvers aö lifa
ef það er ekki mér í hag? Eg skil
ekki svarið og mér líöur eins og
stropuðu hænueggi, lít undan og
augun hvarfla tómlega um her-
bergið þar til þau staðnæmast við
lítinn ferkantaöan spegil hægra
megin viö dyrnar. Eg rís seinlega
á fætur og dregst aö speglinum.
Skyldi ég hafa breyst í ófreskju?
Eg þori ekki aö nálgast hann
nema frá hlið, hálft andlitiö birt-
ist, ég stíg skrefið til fulls. Eg er
eins og ég á aö mér, nema ef vera
skyldi aö ég væri eitthvað þreytu-
legri. Mér léttir ósegjanlega og ég
sest klaufalega til fóta á dívan-
bríkina.
Hann liggur makindalega uppí
og segir: Ætlarðu ekki að hátta?
Mér sortnar fyrir augum og nú
hringsnýst eitthvað inni í mér af
miklum krafti, það ólmast og
hamast og brýst loks upp í háls og
hrópar: Gerðu eitthvað, kona,
gerðu eitthvað! Eg sé mig þjóta
upp, grípa spegilinn, mölbrjóta
hann á hausnum á honum og æpa:
Farðu til helvítis og lengra ef þú
kemst. Eg hangi í gluggatjöldun-
um og slít þau niöur, sveifla mér í
ljósakrónunni fram aö dyrum, ríf
hurðina upp á gátt og skelli henni
harkalega á eftir mér svo hvín í
dyrastöfunum. En ég sit áfram
dösuð á rúmbríkinni og fálma eftir
tölunni á blússunni minni.
Viö hrökkvum upp síðla nætur.
Eg dríf mig í fötin og hann býöst
til að fylgja mér heim. Eg afþakka
boðið um leiö og við komum í
dimma forstofuna á neöstu hæö.
Hann kveikir ekki, tekur mig 1
faöm sér og segir að viö getum
ekki hist aftur. Svo stjakar hann
mér góölátlega út um dyrnar og
hurðin fellur að stöfum. Eg geng
niður tröppurnar og út i svalt
næturloftið, ósjálfrátt gríp ég um
kápukragann og herpi að. Eg er
eins og hálfdofin þegar ég arka
yfir Grímsstaöaholtið. Eg viröi
Hallgrímskirkjutum fyrir mér og
velti fyrir mér hvernig turninn
hafi veriö tekinn réttur, viö hvað
var miðað. Er til kílómetralangt
hallamál? Eg herði gönguna og
hlusta á skóhljóöiö. Þaö segir:
ekki hist, ekki hist. Eg breyti um
takt og það segir: aldrei meir,
aldrei meir. Mér ofbýður.
Þá blasa Kjarvalsstaöir við. O,
hvað þaö hlýtur aö vera
dásamlegt aö geta afsett allt sitt
hugarangur á striga. Sé maöur
reiöur málast eldgos, sé maöur
glaður, fallegt landslag, sé maöur
blíður málast engill og svo fram-
vegis. Brosið hans brýst fram og
ég hleyp viö fót, er rétt komin aö
húsinu sem stendur viö Bólstaöa-
hlíð. Hér hef ég leigt undanfarið
hálft ár. Eg skýst upp tröppurnar
og opna herbergisdyrnar óstyrk-
um höndum, smýg innfyrir og læt
fallast aö huröinni, held niðri í
mér andanum og er stíf af æsingi.
Eg ákveö að hugsa ekkert fyrr
en á morgun. Eg má ekki við því
núna, verð að sofa og ég lofa að
pæla alvarlega í þessu á morgun.
Afklæðist í skyndi, fer í gömlu
góöu náttfötin, hendi mér upp í
rúm og stari tóm og úrvinda upp í
hvítmálað loftiö. Eg sný mér hægt
til veggjar, spenni ósjálfrátt
greipar og fer vélrænt meö faöir-
vorið, en þaö kemur ekki aö sök
því himnafaöirinn þekkir mig of
vel til að taka þaö óstinnt upp,
þetta hef ég gert frá því ég var
barn og sérstaklega ef mér hefur
liðið illa innan í mér eins og nú. Eg
legg aftur augun í leit aö hug-
hreystandi guðsorði en sé þá inn í
djúpu bláu augun og þá veit ég að
þaö eina sem ég á eftir er
minningin, minningin ein.
13
IX. tbl. Vikan 19