Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 40

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 40
FRAMHALDSSAGA Hún sparkaði í múrsteinsmola, gekk af stað hröðum skrefum og skimaði allt í kringum sig. Eg skal ekki hlaupa, ákvað hún. Það er það sem þeir vilja. Þeir vilja gera migaöathlægi. Hún sá illa fyrir regnhattinum. Hún teygði sig upp, tók hann af sér og heyröi um leið málm smella við málm. Hún snerist á hæli, angistin uppmáluð. Stór hnullungur valt eftir stígnum í átt að henni eins og risastór marmarakúla. Hann rann eftir hallandi stígnum eins og tölvustýrður, á ofsahraða. Hálf- meðvitundarlaus horfði hún á hann þjóta framhjá sér, skella á girðingunni öðru sinni og svo það- an í niðurfallsrist, þar sem hann staönæmdist eins og fituhlussa sem mældi hana út. „Egkallaá. . .” Hún þagnaði. Þetta var til einskis. Hún kom varla nokkru hljóði upp. Skjálfandi píp sann- færði varla nokkurn mann. Hvað þá hana sjálfa. Hvað var nú langt að innganginum? Ekki hlaupa, Belinda. Hvemig sem þér líður taktu ekki til fótanna. Malbikið var sleipt undir fótum hennar og þaö var líka ástæða til að fara sér hægt. En smám saman jók hún hraðann, minnug þess að skotmark á hreyfingu væri erfið- ara viðfangs, glefsur úr bíómynd- um og bókum birtust í huga hennar. Hún fór að skáskjóta sér áfram. Um þrjátíu metra frá hliðinu var brekka, en því hafði hún aldrei tekið eftir fyrr, auk þess var beygja í brekkunni. Hér var hætta á ferðinni. Hún hafði ekki lengur vald á sér, gat ekki dregið úr hraðanum. LEIKSOPPUR Taskan hennar slóst út frá hliðinni og dró hana stööugt til vinstri eins og pendúll með togkraft. Hún reyndi að ná jafnvægi og jafn- framt valdi á sér. Henni tókst það og hún mældi út fjarlægðina að hliðinu. Skellurinn kom á vinstra læri hennar. Sársaukinn var rétt að berast til heilans þegar hún kastaðist endi- löng í drulluna og laufblööin. Hún fann rennandi vatniö við vit sín. Rístu upp úr þessu, skipaði hún sjálfri sér skýrt og ákveðið. Hún greip í grein, togaði í en missti og fann jörðina hverfa undir sér. Allt varð dimmt og bleytan umlukti hana. „Hvernig líður þér núna, elsk- an?” „Eg er reið.” „Já, en. . .” „Það er ekkert að mér líkam- lega, Adrian. Alveg satt. Bara marblettur á stærö við undir- skál.” Hún strauk sér varlega. „Eg er enn með moldarbragð uppi í mér. Engin meiri háttar meiðsli, en það er ekki honum að þakka. Eg fór beint heim og í bað, skipti um föt, hugsaði málið og kom síð- an aftur. Nú líður mér ágætlega. ” „En reið.” Adrian kláraði teið sitt og ýtti bollanum til hliðar. Síðan hallaði hann sér aftur á bak í stólnum, leit yfir kaffistofuna, sem á þessum tíma var lítið sótt, helst að sendlar skytust þar um. Hún horfði á andlit hans. Hann hafði aðeins hleypt í brýrnar en það voru einu merki þess að nokkuð væri að gerast innra með honum annað en að skoða sig um í kaffistofunni. Skyndilega hallaði hann sér fram aftur og setti oln- bogana á borðið á milli þeirra. „Þú ættir að finna til meira en reiði, Belinda. Eg segi þér það satt. Eitthvað verður að gera við þennan náunga.” Hún hélt áfram að horfa á hann. „Meinarðu að sá sem var að.. .” „Við þurfum ekki að ganga að því gruflandi. Við vitum hver er sökudólgurinn. Hvers vegna að láta sem eitthvað annað? ” „Eg var ekki að reyna það. Eg var bara hrædd um að þér fyndist að ég væri komin með þetta á heil- ann.” „A heilann? Eftir því sem ég fæ best séð er það hann sem er með eitthvað á heilanum. Þú ert í mikl- um vandræðum og ekkert dugir annað en að ráðast að þeim með oddi og egg. Við verðum samt aö taka okkur tíma til að leggja vandamálið rækilega niður fyrir okkur, eins og okkar virðuJegi leiðarahöfundur myndi orða það.” Hann leit á hana yfir boröiö. „Hvað ætlar þú að gera í kvöld? ’ ’ Hún lyfti höndunum. „Eg er bókstaflega hætt að gera nokkrar áætlanir fram í tímann. Eg lifi bara frá degi til dags og bý mig undir næsta áhlaup. Mér datt í hug ef eitthvað væri laust á Majestic- hótelinu. ..” „Það væri ómögulegt. Komdu heim með mér í kvöld. Við skulum boröa í ró og næði og hlusta á plötur. Við sækjum Smokey heim til þín. Eg er ekkert upptekinn svo við getum tekið okkur góðan tíma. Hvað segirðu umþetta?” Hún leit niður í bollann sinn og síðan upp aftur brosandi. „Mér finnst þú kunna geysigóð ráð til að hressa upp á uppgefnar stúlkur.” 11. KAFLI Lindy hugsaði með sér að í sam- anburði við hennar eigin íbúð væri íbúö Adrians lítiö annað en ein- staklingsherbergi með smákrók- um fyrir svefn- og eldunarað- stöðu. Þegar komiö var inn af stigapallinum á annarri hæð var gengið beint inn í litla dagstofu og þar inn af, handan við bogadregn- ar dyr, var rúmstæði á aðra hönd en eldunaraðstaða á hina. Baðið var svo þar inn af, á stærð við sæmilegan fataskáp. Hann sýndi henni þetta allt meö kæruleysislegri alvöru og kom henni síðan fyrir í stórum, fornum armstól við gluggann, með útsýni yfir á fjögurra hæða viktoríanskt múrsteinshús. Hann fékk henni glas með þurru sérríi og beygði sig síðan niður til að gefa Smokey mjólk á sinn disk. A diskinn var letrað köttur með gotnesku letri. Smokey tók nærveru þriðja aöil- ans með heimspekilegri ró og gekk virðulega yfir að rúminu og kom sér þægilega fyrir á rúmtepP' inu. „Vanþakkláta skepna,” sagði Adrian góðlátlega. „Sennilega þreytt. Þetta var erfið nótt, en ef- laust hefur hún skemmt sér kon- unglega.” Hann gekk yfir að innbyggðum skáp í einu hominu. Hann hafði að geyma plötur og plötuspilara. Hann renndi augunum yfir plötu- safnið og bætti síðan við: „Allt virtist með kyrrum kjörum heima hjá þér.” Hún svaraði ekki. Hann las a plötuumslag. „Melody in Crim- son, er það í lagi?” Hann sneri sér við með plötuna í hendinni. „Eg geri ráð fyrir að hann fái lítið út ur þessu nema þú sért á staðnum.” „Og sé ég á staðnum,” svaraði hún biturri röddu, „er ekki nema gólfplatan á milli okkar. ” Hann setti plötuna á. „Ef Þu dveldir hér fyndist honum eflaust að verið væri að storka sér.” Ljúfir tónar fylltu herbergið- Hún slakaði á. Tónhstin minnti hana á mjúka fingur sem struku óþægindin burt úr stirðn- uðum vöðvum. Adrian hlustaði stundarkom, stillti síðan tækin og hlustaði aftur, setti lokið á plötu- Skreytingar og gjafavörur , við öll \ tœki- IkSkn. færi '*:-Z \ Blómcibúöin vor Ansturveri Sími 84940 40 Vikan 11. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.