Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 41

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 41
FRAMHALDSSAGA spilarann og settist síðan í hinn stólinn og horfði spyrjandi á hana. Síðan sagði hann án þess að þurfa að hækka röddina: „Þér er vel- komið að vera hér, það er pláss fyrir okkur bæði. Smokey hefur ekkert á móti því og ég held ekki að ég hrjóti. Gerir þú það?” „Eg hef ekki hugmynd um það.” Röddin var óörugg. „Það er ekki svo auðvelt að liggja á hleri gagnvart sjálfum sér.” „Eg er reiðubúinn að fella um það hlutlausan dóm.” „Ertu aö bjóða mér að búa meö þér, Adrian?” „Eins lengi og þurfa þykir. Ef þér líst á hugmyndina. Hvað finnstþér?” „Meðvissum skilyrðum?” Hann kinkaði kolli. „Vissulega eru skilyröi.” Hún horfði á arinhilluna. A henni stóð óinnrömmuð litmynd af Smokey, tekin með flassi innan- dyra. Hvítu deplamir á fótunum voru áberandi gegn dökkum bakgrunninum. „Það er að segja eitt skilyrði. Aö þú byrjir á því sem ég hef þeg- ar stungið upp á tvisvar.” Eftir andartaksþögn hló hún og strauk sér gegnum hárið. „Eg ætl- aði að gera það í hádeginu.” „En þú gerðir þaö ekki. Þú fórst út og lentir í steinkastinu.” „Nú, ég er þá einni reynslunni ríkari til að skrifa um. Helduröu virkilega að þetta sé gott ráð? ” „Trúðu mér, elskan,” sagði hann alvarlegur, „það jafnast ekkert á við það. Rithöfundar eru lukkunnar pamfílar.” „Og það kemur sér vel fyrir þig?” „Gæti vel verið. Og hvað sem ööru líður gæti það komið sér vel fyrir lögregluna.” „Þá geri ég þaö. Eg byrja í kvöld.” „Heima hjá þér eða mér?” Hún brölti upp úr armstólnum. „Ef þú kennir mér á eldhúsið skal ég hafa allt tilbúið með morgun- matnum.” Þau borðuðu í dagstofunni með diskana á hnjánum. Adrian hafði opnað dós með nautatungu og búið til salat samkvæmt eigin uppskrift, dularfulla en ekki bragövonda blöndu af hvítkáli, þurrkuðum ávöxtum og kartöflum í mayonaise. Þau hlustuöu á klið- mjúka tónlistina meðan þau borð- uðu. I horninu hinum megin við gluggann var sjónvarp. Adrian gerði sig ekki líklegan til að kveikja á því. Lindy hafði grun um aö það væri bilaö. Þvert yfir vegg- inn fyrir ofan gluggann var risa- stór, fornfálegur gardínukappi. Öðru hvoru horföust þau í augu. Tillitið var rólegt og vandræða- laust. Bæði virtust þau fylgja ákveöinni braut sem lögö haföi verið fyrir þau meö margra mán- aöa fyrirvara. Smokey sat á lágum kolli og horfði einarðlega á þau til skiptis, stundum áhyggju- full en oftast móðurlega malandi. Þess á milli brýndi hún klærnar á slitnum leðurkollinum. Lindy krafðist þess að fá að þvo upp. Þegar hún kom aftur úr eld- húsinu, þar sem hún hafði gert út- tekt á hinum ýmsu áhöldum og fyrirkomulagi, var Adrian að leggja bunka af vélritunarpappír við hliðina á ritvélinni sem hann haföi komið fyrir undir gluggan- um á borði sem leggja mátti sam- an. Hann leit glettnislega á hana. „Nú er tækifærið til aö bæta úr vanrækslusyndunum, elskan.” „Hvernig á ég að byrja?” spuröi hún. „Imyndaöu þér að þú sért að skrifa einhverjum bréf og lýsir því sem komið hefur fyrir þig að und- anförnu. Fljótlega kemst skriður á frásögnina. Vittu til.” Hann sá efasemdirnar í svip hennar og bætti við: „Eöa skrifa hjá þér nokkra punkta og ganga svo út frá þeim.” „Kannski er það auöveldara.” „Síðan getum við hreinskrifað það seinna. Meðan þú ert að kom- ast af stað meö þetta ætla ég að skreppa burt í svo sem klukku- tíma. Eg á ákveðið erindi, við- skipta- og félagsmálalegs eðlis, sem ég er staöráðinn í að hespa af. Það er í íbúðarblokk. . .” „Adrian, þú þarft ekki...” Hún sneri sér. við í stólnum sem hann hafði sett fyrir hana. „Auðvitað þarf ég ekki. En ég get fullvissað þig um að smárann- sóknarleiðangur og persónulegt samband mundi veita mér stór- kostlega útrás.” Hann sneri sér aö dyrunum. „Farðu að vélrita, elsk- an. Smeygðu inn einni og einni setningu um Smokey, hún ætlast til þess. Eg reyni að vera ekki of lengi.” I nærri tuttugu mínútur starði Lindy á ritvélina, algerlega tóm í höfðinu. Þetta hafði ekki komið fyrir hana síðan á skólaárunum þegar hún átti að skrifa ritgerðina um „Hvaöa þýðingu hefur Shake- speare fyrir mig?”Hún fylltist ör- væntingu og hamraði niður eina eöa tvær setningar. Þetta hafa verið hryllilegar tvær vikur. Það byrjaði svo lævíslega og alltaf síðan. . . Aftur leið tíminn og hún sat bara og starði á orðin. Henni var ljóst aö hægt mundi vera að bæta við setninguna. Hvert var þá vandamáliö? Hún leit á Smokey. „Eg er eins og fálmandi hálfviti,” tilkynnti hún. Kötturinn þvoöi vandlega á sér aðra framlöppina. Og allt í einu var Lindy farin að vélrita aftur. Þegar dyrnar opnuðust aftur horfði hún spyrjandi yfir pappírinn. „Ertu búinn að fara fram og til baka svona fljótt? ” Adrian var svolítið móðgaður. „Eg er búinn að vera burtu í hálf- an annan tíma. Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá er farið að skyggja. „Hann kveikti ljósin, gekk yfir aö glugganum og dró gardínurnar fyrir. „Hvernig gekk þér?” Framhald í næsta blaði. L3 3EDRUSHÚSGÖGN SEDRVJSHy§®9^ Hornsófi i siónvarpskrók eba stofu. Fast StoU^ebóau^ eðalágumbbkunt. ! stasröum. Pægiiegir fyru f°ta Sótasetunebhaum^_----- ýmsum í veika. v\ð tökum Athugtð . JJ,, upp j nv notub hús9°9n tU ve,»eMa««»'“Ss6’aSe" s,„i,elíaW“Wi",' solu » aa"n' Höfum einnrg gjörnu verbi. Sendurn i póst- kröfu. SEDRUSHUSGÓGN, Súðavogi 32, s. 84047. II. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.