Vikan - 27.10.1983, Page 8
Patton (sjá fyrri opnu) er enn ekki nema tíu mánaða og ennþá á
skólaaldri. Hér leikur hann listir sínar fyrir eigandann.
rækta hunda af great-dane-kyn-
inu. Þessi ræktun hefur staöið í ein
40 ár því aö móöir mín byrjaöi
meö hana og síðan tók ég viö af
henni. Viö höfum flutt inn hunda
frá Bandaríkjunum til aö bæta
kynið. Meö því aö vanda valið á
hundunum sem aliö er undan
batnar kyniö stöðugt og þaö er
einmitt þetta sem íslenskir hunda-
eigendur eru nú að reyna að gera.
Hundabú í Englandi geta veriö
þrenns konar, bú þar sem einungis
er stunduð ræktun eins og er hjá
mér, blönduö bú þar sem bæöi er
ræktaö og hundar eru teknir til
gæslu ef eigendur þurfa aö bregöa
sér í burtu og svo bú þar sem
aðeins er hundagæsla. Þau eru
mjög nauösynleg því Englending-
ar eru miklir hundamenn og flest-
ir eiga hunda, annaðhvort sem
gæludýr eöa varöhunda. Hundur-
inn er besti vinur mannsins og
hefur veriö þaö frá upphafi vega.
Ég hef svolitlar áhyggjur af því aö
Islendingar hafa hálfvegis skilist;
frá hundinum einhvern tíma fyrr
á árum og nú er þaö skoöun ýmsra
hér aö ekki sé rétt aö eiga hunda.
Þaö er sorglegt aö þessir for-
dómar skuli ríkja hér í garð
hunda.
Á margan hátt er ekkert betra
en að hafa hund. Þaö er gott fyrir
börn að alast upp með hundum og
þaö nýjasta sem við lesum um í
Englandi nú er aö læknar halda
því fram að þegar fólk kemur
heim af sjúkrahúsi eftir veikindi
sé fátt betra en eiga eitthvert
gæludýr aö koma heim til, helst
hund, en ef ekki þá kanarífugl þó
ekki væri annað. Þeir sem eigi
gæludýr eigi von á skjótari bata,
blóðþrýstingurinn lækki og fólk
veröi rólegra. Dýrunum fylgir
sem sagt nokkurs konar lækning.
Dýr eru hluti af manninum.”
llla upp alin
börn — illa upp
aldir hundar
— En sumir eru á móti hundum
af því að þeir geta bitið.
„Fólk verður áhyggjufullt ef
hundur bítur en það ætti aö hafa
hugfast aö hundurinn er
varðhundur í eðli sínu og gætir
húsbónda síns og fjölskyldu hans
og sömuleiðis að þaö er eigandan-
um að kenna ef hundurinn bítur
ekki réttan mann en engan veginn
hundinum sjálfum. Annaö er þaö
aö þegar dagur er aö kvöldi kom-
inn má ekki búast viö of miklu af
hundum fremur en fólki. Þeir geta
verið orðnir þreyttir. Sumir eiga
mjög góða hunda og mjög góð og
þæg börn en aðrir eiga börn sem
enginn vill hafa nálægt sér. Á
sama hátt og fólk elur börnin sín
illa upp getur uppeldi hundsins
oröiðslæmt.”
— Fær fólk sér gjarnan hunda í
Englandi til varnar gegn glæpa-
mönnum?
„Eins og þið vitiö hér færast
glæpir í vöxt í Englandi og fleiri og
fleiri kaupa sér stóra hunda sem
varðhunda, en auövitað líka sem
félaga. Great dane-hundamir eru
vinsælir til þessara hluta vegna
þess aö þeir eru einnig góðir fjöl-
skylduhundar. Þeir elska fólkið
sitt, eru öruggir meö börnum, en
þeir eru stórir og hræöa auðveldlega
í burtu óboðna gesti. Viö ættum aö
minnast þess að frá upphafi haföi
maðurinn með sér hund, meira
aö segja í hellunum þegar hann
sat og ornaði sér viö eldinn. Hann
var ekki aðeins meö hundinn til að
gæta búsmalans heldur líka og
ekki síöur til aö gæta f jölskyldunn-
ar og eigna sinna. Hví skyldi þetta
vera öðruvísi í dag?
Annars vakti þaö nokkra athygli
í Englandi ekki alls fyrir löngu að
tvær konur á svipuðum slóðum
voru myrtar. Þær höföu báðar
veriö meö hunda meö sér. Hund-
arnir virtust hafa hlaupiö í burtu
frá konunum þegar á þær var
ráðist og án þess aö veita þeim
nokkra aðstoð. önnur konan var
meö labrador en hin meö setter.
Mér hefur dottið í hug að verið
gæti að hundamir hafi þekkt
moröingjana og því ekki ráöist til
varnar.
Labradorhundar eru mikið
notaöir viö löggæslustörf heima.
Sérstaklega eru þeir notaðir viö
eiturlyfjaleit. Lögreglan notar
aftur á móti schefferhunda gegn
óróaseggjum eöa ofbeldismönn-
um. Hundar eru taldir mjög gagn-
legir bæöi til aðstoðar lögreglu og
her. Svo eru blindrahundamir
Baldur, reffilegur íslenskur hundur.
Labradortlkin Abba brosir blftt í mynda-
vélina.
sem hjálpa mörgum. Það hlýtur
aö vera margt blint fólk hér á
Islandi og gæti því verið þess viröi
aö fá hingað hunda fyrir þetta
fólk. Slíkir hundar kosta aö því er
ég best veit um 1000 sterlingspund
(42 þúsund íslenskar krónur). Þeir
eru mjög vel tamdir. Fyrst eru
þeir hafðir á venjulegu heimili til
eins árs aldurs. Þar venjast þeir
fólki og öllu því sem er aö gerast á
venjulegu heimili. Síðan fara þeir
til þjálf unar og fara ekki til endan-
legra eigenda sinna fyrr en þeir
eru um þaö bil 18 mánaða gamlir.
Blinda fólkið veröur aö koma á
þjálfunarstöðina og dveljast þar
með hundinum í nokkra daga áöur
en þaö fær hann heim meö sér.
Þaö er gert til aö fólkið læri skip-
anirnar sem hundurinn hlýðir.
Þessir hundar eru mjög vel þjálf-
aðir og opna blindum leiðir sem
þeim annars væru algjörlega
lokaðar.”
Dýrt að
rækta hunda
— Era hundar dýrir í Englandi?
„Dýrir, það fer eftir því hvaö þú
kallar dýrt. Allt er í raun orðið
dýrt nú á dögum. En til að gefa
hugmynd um verðið get ég nefnt
að hvolpar af smáhundakyni kosta
um 100 pund (4200 íslenskar krón-
ur). Millistærö af hundum, dober-
man, dalmation og labradorar,
myndi kosta um 120 til 150 pund
(5000—6300 kr.) og stórir hundar
8 Vlkan 43. tbl.