Vikan


Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 10

Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 10
TÁNINGAÁRIN Árin á milli fermingar og tví- tugs eru oft kölluð gelgjuskeiöið, unglingsárin eða táningaárin. Þessi ár ná yfir fjögur til sex ár í þjóðfélögum eins og okkar, það er að segja iönþróuöum ríkjum. I mörgum öðrum þjóöfélögum vara unglingsárin mun skemur og er það háð því hve flókin samfélögin eru hve þessi ár vara lengi. Því flóknari sem samfélögin eru þeim mun lengur vara unglingsárin. Allir muna mjög greinilega eftir þessum árum í lífi sínu. Þau eru sérstakt tímabil í ævi hvers og eins sem aldrei gleymist. Það er mjög mismunandi hvernig táning- ar eru á þessum árum. Sumir breytast ekki ýkja mikið en aðrir breyta svo að segja um hlutverk. Fullorðnir eiga til að segja að unglingurinn hafi orðið algjör um- skiptingur. Rólegt og meðfærilegt barn getur breyst í órólegan og óviðráðanlegan ungling. Þó svo að miklar breytingar eigi sér stað á þessum árum skiptir fyrri þróun barnsins yfirleitt alltaf máli fyrir hvernig unglingurinn er á táningaárunum. Það er hins vegar á þessum árum að persónu- leiki barnsins þroskast og tekur á sig endanlega mynd. Hvernig breytast flestir unglingar á táningaárun- um? 1) Langflestir unglingar þurfa að takast á við að veröa óháðir foreldrunum. Þeir þurfa ekki að gera það með því að vera í stöðugri andstööu en gjarnan með því að mótmæla skoðun- um hinna fullorönu og hafa sín- ar eigin skoðanir og meiningu á lífinu. Fullorðnir og börn geta vel verið vinir á þessum aldri, en táningurinn þarf aö skynja að hann geti haft sínar skoðan- ir í friði. Það hjálpar honum við að öðlast sjálfstæði. 2) Langflestir unglingar verða mjög háðir öðrum unglingum og það er nauðsynlegt fyrir þá að geta verið saman í ýmiss konar félagslegu tilliti. Með því að bera sig saman við aðra og taka tillit til óska annarra tán- inga verður auðveldara fyrir unglinginn að fjarlægjast þá fullorðnu og verða þeim ekki eins háður. 3) Unglingar verða mjög upp- teknir af útliti sínu á þessum árum. Líkaminn er skoðaður í krók og kring og minnsti hnökri getur valdið áhyggjum. Föt skipta miklu máli og hreinlæti keyrir oft fram úr hófi. Sumir eyða mörgum klukkutímum á dag í að snyrta sig og sjá um hreinlæti líkamans. Unglingur- inn er smám saman að venjast því að foreldrarnir eru að hverfa út úr myndinni þar sem þeir sáu um alla líkamlega um- hirðu og hætta brátt að sinna umönnunarhlutverki sínu. 4) Unglingurinn reynir sig í nýj- um og nýjum hlutverkum og fær áhuga á ýmsu í frístundum sínum sem hann hefur ekki fengist viö áður. Hann veit að það eru ekki mörg ár í það að hann þarf að sjá um sig sjálfur, ÍO Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.