Vikan


Vikan - 27.10.1983, Page 11

Vikan - 27.10.1983, Page 11
I bæði hvað varðar nám og vinnu, og að einhvern tímann þarf hann að verða fjárhags- lega sjálfstæður. Oft er ekki talað opinskátt um þessa hluti en unglingar finna hins vegar óbeint margar af þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra og til hvers ætlast er af þeim þegar þeir nálgast fullorðinsárin. Miklar tilfinningasveiflur Á táningaárunum er tilfinninga- líf mannsins mjög viðkvæmt. Unglingurinn getur sveiflast á milli mismunandi tilfinninga og stundum finnst honum sjálfum óþægilegt að finna hvað er erfitt aö átta sig á eigin tilfinningum og hvað hann vill. Oft verða ungling- ar yfir sig ástfangnir á þessum ár- um og geta skynjað að heimurinn sé að farast ef ástin er ekki endur- goldin. Unglingar eru gjarnan óöruggir hver gagnvart öðrum og líkja hver eftir öðrum til þess að reyna hvort allt sé í lagi með þá. Þá er oft ekki nóg að reyna að líkja eftir fata- tísku og ýmsum ytri stælum, en það verður einnig að reyna sig á víni, reykingum og því sem fyrir- myndirnar kunna að taka upp. Foreldrarnir eru þá ekki lengur fyrirmyndir og öllu sem þeir stinga upp á er ýtt til hliðar og sagt að þeir skilji ekki hvað sé um aðvera. Að vera foreldri unglings Margir foreldrar kvarta yfir því hvað táningaárin reynast erfið. Fjölskyldumál Þeir verða oft fyrir því að barnið hefur breyst í þá átt sem þeir geta á engan hátt viðurkennt. Foreldr- ar eiga einnig erfitt með að taka því orðbragði sem margir mæta af hálfu unglingsins. Oft er mikið ósamræmi í afstöðu foreldra til táninga. Þeir skilja ekki nægjan- lega vel að unglingurinn þarf að vera í andstöðu til að geta öðlast sjálfstæði. Hitt er annað mál aö oft verður að reyna að finna ein- hverja málamiðlun til þess að heimilislífið geti gengið áfram án sífelldra árekstra. Ef samkomulag á að vera gott á milli unglings og foreldra er nauð- synlegt að annar vilji ekki fá vilja sínum framgengt á kostnað hins, það er aö segja samskiptin ein- kennist ekki af valdabaráttu. Foreldrar ráða að flestu leyti yf- ir börnum sínum fram aö ungl- ingsárum. Þeir hafa oft unnið í baráttu við barnið þegar barnið hefur viljað eitthvað sem foreldr- arnir hafa ekki viljað. Þaö er ekki algengt að böm séu höfð með í ráðum þegar á að ákveða eitthvaö innan fjölskyldunnar. Foreldrar ákveða oft fyrir börnin og þeir geta þaö því að barnið á allt undir þeim og er algjörlega háð þeim. Margir fræðimenn hafa haldið því fram að andstaða unglinga gagnvart foreldrum beinist eins mikiö að þeim uppeldisaöferðum sem þeir hafa verið beittir og að foreldrunum sjálfum. Það er sem sé valdbeitingin sem unglingarnir gera uppreisn gegn. Unglingurinn vill ekki láta stjórna sér lengur. Hann hefur öölast styrk og hann ætlar hann að nota. Eina leiðin til þess að minnka árekstra milli foreldra og ungl- inga er að báðir séu fúsir til þess að fara í þess háttar samvinnu að valdbeiting sé ekki nauðsynleg. Unglingar þurfa oft að skynja að boö og bönn foreldra koma til vegna óöryggis og hræðslu hinna fullorðnu við táningaárin. For- eldrar þurfa einnig að gera sér grein fyrir að meðal þess sem unglingur í uppreisn á verst með að þola eru yfirheyrslur um hvað hann hafi veriö að gera, með hverjum hann hafi verið, hvert þeir hafi farið og svo framvegis. Til að komast að samkomulagi og finna málamiðlun á erfið- leikum milli unglinga og foreldra þarf oft utanaðkomandi aðila, því að málin eru stundum í slíkum hnút að ekki er hægt fyrir foreldra og börn að ræða saman. Margir vita ekki að starfrækt er ráðgjöf fyrir unglinga í Reykjavík. Hún heitir „Unglingaráðgjöfin” og þjónar öllu landinu. Þangað geta bæði unglingarnir sjálfir leitað og foreldrar þeirra. Unglingaráð- gjöfina er hægt að finna í síma- skránni. 43. tbl. Vikan IX

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.