Vikan


Vikan - 27.10.1983, Page 13

Vikan - 27.10.1983, Page 13
Enn er hægt að nota peysuna góðu en nú sem hhita af kvöldklæðnaði. Svarta pilsið fann Esther í Popphúsinu og fer það líka ágætlega við svörtu mokkasíurnar sem Esther notar mikið við alls kyns klæðnað. Vel klædd á vetrardegi. Eftir að hafa skoðað og mátað dágóða stund í versluninni Benehon á Skóla- vörðustígnum varð þessi þrílita peysa fyrir valinu. Við hana gat Esther svo hugsað sér dökkgráar sokkabuxur af þykkari gerðinni þegar kólnaði aðeins í veðri og enn var gripið í pilsið góða í töskunni. Kona velur sér TEXTI: GUÐRÚN BIRGISDÓTTIR MYNDIR: RAGNAR TH. Diskólínan, pönkið, dýra línan, lopapeysustællinn eða druslutískan: það er óhætt að halda því fram að landinn geti fatað sig upp eftir því sem smekkur hvers og eins segir til um því nóg er af fataverslunum og úrvalið fjölbreytt, en það er gamla pyngjan sem oft segir stopp þegar horft er á gínuna í búðarglugganum klædda því nýjasta frá hvirfli til ilja. En þótt pyngjan sé ekki alltaf full er ekki þar með sagt að fataskápurinn þurfí að standa tómur ef þess er gætt að hægt er að taka sér prjóna í hönd, nú eða rykið er dustað af saumavélinni og svo sem eins og einu pilsi rennt þar í gegn. Vikan brá sér í búðir með Esther Steinsson í leit að fatnaði fyrir veturinn, en þar sem pyngjan var ekki full í þetta sinn var Esther búin að sauma pils og prjóna sér peysu og því var auðvitað stungið ofan í tösku þegar haldið var af stað á bæjarröltið. 43. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.