Vikan


Vikan - 27.10.1983, Side 14

Vikan - 27.10.1983, Side 14
Húfa, trefill og vettlingar tilheyra vetrarfatnaði á Fróni og ekki úr vegi að iáta þrenninguna fara vel við það sem maður á fyrir. Báðar peysurnar sem Esther valdi sér við heimasaumaða pilsið sóma sér vel með rauða settinu. Ágætt að eiga peysu til skiptanna við flauelspilsið og ekki sakar að hún passi einnig við þykku sokkabuxurnar þegar hægt er að fara að ganga í þeim. Nóg var úrvalið í Benelton en svo má líka grípa í prjónana og gera sér eina heimatilbúna. Bleikir skór voru mikið í tísku síðastliðið sumar og ekki dugir að leggja þá til hliðar og kaupa nýja þegar minnka fer í pyngjunni. I Popphúsinu lá þessi fallega bleika peysa og trefill. Þetta fer vel við gráu flauelsbuxurnar og með jakkanum með ullarfóðrinu er kominn glæsilegur klæðnaður, eða hvað finnst ykkur? 14 Vikan 43. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.