Vikan


Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 20

Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 20
Texti: Árni Daníel NOKKRAR FRÁSAGNIR AF VÍSINDUM, UPPGÖTVUNUM, TÆKNIAFREKUM OG ÖÐRU SLÍKU Uppfinningar í eid- húsinu Margar stærstu uppgötvanir í tækni og vísindum hafa veriö gerðar í eldhúsinu heima hjá upp- finningamönnunum, í frítíma þeirra, en ekki í risastórum stofn- unum með fjölda starfsfólks og mikið af flóknum tækjum. Þetta kann að koma mörgum á óvart en dæmin sanna fullyrðing- una. Litljósmyndir, ljósritun, flug- vélar, LP-plötur, allt er þetta árangur af vinnu venjulegs fólks sem var í vinnu hjá sjálfu sér. Transistorinn, sem fyrst var þró- aöur á rannsóknarstofum Bell- fyrirtækisins, var álitinn gagns- laus og óhagnýt uppfinning og fyrstu tilraunirnar með transist- ora ollu mönnum vonbrigðum. Þá komu bílskúrsuppfinninga- mennirnir til sögunnar, þeir John Bardeen og Walter Brattain, og þeir urðu upphafsmenn tæknibylt- ingar sem átti framhald sitt í kísil- flísinni og virðist vera á góðri leið með að gjörbreyta tækni og um- hverfi mannsins. Þeir Bardeen og Brattain notuðu mjög einföld og ódýr áhöld, áætlaöur kostnaður varumlO.OOO kr. En hvað með hávísindin, hávís- indalega eölisfræði og annað slíkt? Sama sagan er uppi á ten- ingnum einnig á þessu sviði. Hraö- allinn, eitt af grundvallartækjum hátækninnar, var ekki fundinn upp í risastórri vinnustofu með fjölda aðstoðarmanna. Þvert á móti. Scientific American lýsti at- burðinum á þennan hátt: „Venjulegur tréstóll stóð á borð- inu í eðlisfræðitilraunastofunni . . . báðum megin við stólinn voru fatahengi, með víra festa við krókana þar sem fötin voru venju- lega hengd. Á milli þessara fata- hengja hékk vírinn. ’ ’ Svifnökkvarnir, skipin sem svífa yfir sjóinn á loftpúða, voru fundnir upp af Christopher Cock- erell, rafeindaverkfræðingi sem gerðist bátasmiður. Hann bjó til frumgerð svifnökkvans úr tveimur blikkdollum og hárþurrku sem sett voru á eldhúsvogir. Kenningin um Kodachrome lit- filmur var sett fram 1912, en ekki tókst að gera nothæfa filmu fyrr en tveir áhugaljósmyndarar, fiöluleikararnir Leo Godowski og Leopold Mannes, fóru að gera til- raunir á eldhúsborði Mannes í Rochester í New York fylki í Bandaríkjunum. 1923 höfðu þeir lokið verki sínu og búið til nothæfa litfilmu. Og rakvélin? Frístundauppfinn- ingamaðurinn King Gillette er hetjan í þeirri sögu. Hugmyndina að rakvél sinni fékk Gillette við rakstur morgun einn árið 1859. Hann flýtti sér út í búð og keypti ýmis einföld áhöld og stál úr klukkufjöður. Úr þessu gerði hann fyrstu Gillette-rakvélina. Gillette var áður venjulegm- sölumaður en hann græddi óhemju á þessari ein- földu uppgötvun. Það voru stúdentar sem fundu upp ísskápa og litfiltera. Allar gerðir af sjálfvirkum byssum hafa verið fundnar upp af einstakling- um sem unnu á eigin vegum og komu ekki nálægt hernaði. Sjálf- virka símakerfið er verk útfarar- stjóra! Meðal frumherja rayon- iðnaðar voru bankastarfsmaður og glerblásari og sellófanpappír var fundinn upp af litara. Enn aðr- ar uppfinningar, rennilásar, raf- eindasmásjár, vökvastýri, loft- ræstingarkerfi, allt eru þetta verk einstaklinga fremur en stórra fyrirtækja. Jafnvel geimtækni hefur mikið til verið hönnuð af einstaklingum. Sennilega er ódýrasta upp- finningin þó afstæðiskenning Al- berts Einstein. Hann þróaði kenningu sína meðan hann vann 20 Vikan 43. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.