Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 25
og neyddi mig þannig til að líta
upp. „Þykir þér vænt um börn,
Brigitte?” spurði hann blíðlega.
„0, já! ” Ég roðnaði enn meir og
yppti öxlum. „Af hverju spyrðu?”
Röddin brást mér. Ég þvingaði
mig til aö halda áfram. „Víst líst
mér vel á Francois en hann hefur
bara miklu meiri áhuga á Marie-
Claireenmér. . ."Égþagnaði.
„Enginn ræður hjartanu,” sagði
hann hlæjandi. „Elsku Brigitte
mín. Ég er hreykinn af að geta
kallað mig ágætan sálfræðing. Ég
lét ekki glepjast af þessum litla
leik hennar frænku þinnar eitt
andartak.”
„Hvaöaleik?”
„Henni fannst Francois hæfileg
bráð. Hún veit aö hann er hátt
settur í fyrirtæki mínu, fyrirtæki
sem hann erfir einn góðan veður-
dag.” Augu hans glömpuðu. „Því
það er eitt sem Marie-Claire er
mikilvægara en allt annaö: pen-
ingar!”
Ég ansaöi engu. Alexandre
þarfnaðist engra svara. Ég var
hissa á því að þessi maður, sem ég
hafði skömmu áður dæmt sem
glámskyggnan flagara, var í
rauninni skarpskyggn með ágæt-
um.
„Ég legg hausinn að veði fyrir
því að frænka þín hefur engan
áhuga á bömum.”
„Ég vil nú heldur halda mínum
haus.” Sjálf hefði ég verið tilbúin
að taka tvíburana að mér þá þeg-
ar. Alexandre virtist lesa hugsan-
ir mínar því að hann sagði með
tvíræðu brosi: „Ef við erum á
sama máli gætum við kannski
ráðið okkar ráðum dulítið.”
„Og hvemig þá? Það er ekki
hægt að hagræða örlögunum. Lát-
um hlutina hafa sinn gang án þess
að...”
Hér sá hann ástæðu til að taka
fram í fyrir mér. „Leyfðu mér að
minnsta kosti aö segja þér hvað ég
hafði í huga. Þegar við förum út
að borða á föstudaginn ætla ég að
koma Marie-Claire í skilning um
að Francois sé ekkjumaður og
*
tveggja barna faðir. Það ætti að
kæla hana eitthvað. Á hinn bóginn,
þegar hún kemst að raun um að ég
er auðugur maður, skilur hún
ábyggilega hvert best er að beina
sjónum sínum.”
„Þúheldur að Marie-Claire..
„Frænka þín svífst einskis til aö
öðlast verðugan sess. Ekki einu
sinni að giftast manni (hann
hneigði sig lítillega) sem er
fimmtíu og þriggja ára.”
„Langar þig til að giftast Marie-
Claire? ’ ’ hrópaði ég heimskulega.
„Svo sannarlega ekki, Brigitte
mín litla! Ég hef þegar gengið í
gegnum tvo skilnaöi og ef ég hefði
í hyggju að giftast í þriðja sinn,
heldur þú ekki að ég hafi öðlast
nógu mikla reynslu til að forðast
eina ófæruna enn? Því það yrði
svo sannarlega ófæra ef ég álp-
aðist til að flækja mig í neti
frænku þinnar.”
„En...”
„En ég get þó alltaf haft áhrif á
hana og leyft henni að halda
að. ..”
„Þetta er hvorki drengilegt né
heiðarlegt,” greip ég fram í.
Augnaráð hans varð harð-
neskjulegt. „Gagnvart konum
eins og Marie-Claire... Heldurðu
virkilega að hún geti sýnt af sér
minnstu hjartahlýju, minnsta
skilning? Nei... Ég sá í gegnum
hana við fyrstu sýn. Smálexía ger-
ir henni ekkert til.”
Allt þetta gerðist fyrir tveimur
árum. Ekki óraði mig fyrir því að
kvöldið hjá Katcharoffhjónunum
myndi gjörbylta lífi mínu. Fyrir
18 mánuðum giftist ég Francois og
varð nýja mamma tvíburanna,
sem ég féll marflöt fyrir þegar í
stað. I næsta mánuöi á ég von á
mínu fyrsta bami. Stelpa eða
strákur? Það skiptir mig engu.
Það sem skiptir mig máli er að ég
hef aldrei elskað eins heitt og
þessi síðustu tvö ár.
Við Francois tilbiðjum hvort
annað. Marie-Claire hefur aldrei
skipt neinu máli. Hún hengdi sig á
Francois hjá Katcharoff og hann
átti í vandræðum með að losna við
hana án þess að vera ókurteis.
„En sannleikurinn er sá að ég sá
enga aðra en þig, ástin mín,” seg-
ir hann oft. „Þú varst svo töfr-
andi, feimin og yndisleg. Og augu
þín sögðu mér allt sem segja
þurfti.”
Ég hef ekkert frétt af Marie-
Claire. Hún varð svo ævareið að
hún aftók með öllu að vera við-
stödd brúðkaup okkar. Hún komst
ekki hjá því að skilja að Alexandre
hafðileikiðáhana.
Hvernig fór þessi fimmtugi,
heillandi kvennamaður eiginlega
að þessu?
Ég hef ekki hugmynd um þaö.
Ég aftur á móti er brjálæðislega
hamingjusöm. Og á hverjum
morgni, þegar ég vakna við hlið
míns heittelskaða Francois,
þakka ég hamingjunni fyrir að
hafa hitt mann eins og hann.
Skreytingar og
gjafavörur
w , við öll
‘?ki:
^ fœri
\ \\ Uf
4
Blómabíiöin
vor
Austurvrn
Sími 84940
43. tbl. Vikan 25