Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 27
TEXTI: ÞÓREY
Fyrir um fimm árum gekk ungur piltur aö
nafni Rainer Kritzman aö ungri stúlku,
Gabrielle Susanne Kerner, á diskóteki og
spuröi hana hvort hún heföi nokkru sinni
sungið. Svarið var neitandi. En þremur dög-
um síðar var stúlkan Gabrielle Susanne,
kölluö Nena, komin með hljóðnema í
hendurnar og söng Ramones-lög fyrir Rainer.
Hann var alls kostar ánægöur með þaö sem
hann heyröi. Hann útvegaði síöan
trommuleikarann Rolf Brendel og bassa-
leikarann Wolfgang Jáger og til varð
hljómsveitin The Stripes.
Þetta var í smáborginni Hagen, fæöingar-
borg Nenu, og þar starfaði hljómsveitin The
Stripes við töluverðar vinsældir. Hún kom
fram í klúbbum og á tónleikum og fékk fljót-
lega samning við CBS plötufyrirtækið. I
kjölfarið kom hljómsveitin fram í sjónvarpi
og jók mjög hróöur sinn í Þýskalandi.
En hljómsveitin samdi alla tónlist sína með
enskum textum og hafði það lengi verið
ágreiningsmál innan hennar. Ýmislegt fleira
olli sundrungu og svo fór að lokum að hljóm-
sveitin The Stripes sprakk árið 1982. Nena og
trommuleikarinn Rolf Brendel (en þau höfðu
verið „saman” frá því að hljómsveitin tók til
starfa) héldu til Berlínar og stofnuöu þar nýja
hljómsveit sem nefnd var í höfuðið á Nenu.
Aðrir meðlimir voru Uwe Fahrenkrog-Peter-
sen á hljómborö, Carlo Kargesl á gítar og
Jiirgen Dehmel á bassa.
Á daginn vann Nena sem ritari á skrifstofu
en á kvöldin var unnið af fullum krafti viö
æfingar. Fyrsta plata hljómsveitarinnar,
Nur getráumt, var mánuðum saman í
hillum hljómplötuverslananna og seldist lítiö
sem ekkert. En eftir að hljómsveitin kom
fram í músíkþætti í sjónvarpi seldist platan í
þrjátíu þúsund eintökum strax á fyrsta degi
eftir útsendingu.
Síðan geröist nokkuð sem enn jók á
persónulegar vinsældir Nenu og öll
hljómsveitin naut góðs af. Nena lék aðalhlut-
verkið í kvikmynd sem nefndist Gib Gas —
Ich will Spass. Myndin er fjörleg ástarsaga af
ungu fólki, gleði og sorgum.
Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar, Nena,
(platan var kölluð Nena) komst í efsta sæti
þýska vinsældalistans og af henni sló lagið 99
Luftballons heldur betur í gegn.
Ohætt er að segja að Nena, bæði söngkonan
sjálf og hljómsveitin, sé nú með allra vinsæl-
ustu skemmtikröftum Þýskalands.
Söngkonan Gabrielle Susanne Kemer
fæddist 24. mars 1960 í Hagen. Foreldrar
hennar eru báðir kennarar. Hún er elst
þriggja systkina. Þegar hún var þriggja ára
fékk hún gælunafnið Nena. Þaö var þannig til
komið að hún var með foreldrum sínum í
sumarleyfi á Spáni og var þar kölluð „nina”
sem þýðir barn. Þegar heim kom festist
nafniö síðan við hana enda er það ólíkt þýðara
í munni en Gabrielle Susanne. Nena er lærður
gullsmiður en hefur ekki starfað mikið við iðn
sína eftir að músíkin fangaði hug hennar. Hún
býr nú meö Rolf í tveggja herbergja íbúð í
Berlín ásamt hundinum Baby. Uppáhalds-
hljómsveit hennar er Rolling Stones, en sér í
lagi heldur hún upp á Mick Jagger. Hún
skokkar og leikur veggtennis (squash) til þess
að halda sér í formi og hefur mjög gaman af
því að fara á skíði og dansa. Hún er glaðleg og
brosmild og lætur ekki velgengnina stíga sér
til höfuðs. Hún segist ekki vera nein
draumóramanneskja, en tilbúin til þess að
leggja hart að sér til þess að ná langt.
43. tbl. Vikan 27