Vikan


Vikan - 27.10.1983, Síða 29

Vikan - 27.10.1983, Síða 29
Cellufíte eða appelsínuhúð MYNDIR: RAGNAR TH. TEXTI: SVEINBJÖRN GUÐJOHNSEN Er þetta sjálfskaparvíti eöa er þetta eitthvað sem er meðfætt og gengið hefur í erfðir? Nei, cellu- lite verður að teljast sjálfskap- andi fyrirbrigði sem myndast hefur á löngum tíma. Oft byrjar cellulite að láta á sér kræla hjá stúlkum á aldrin- um 12 til 13 ára. Orsök er þá oft- ast hreyfingarleysi og lélegt mat- aræði. Síðan eykst þetta með árunum og verður illviðráðan- legt. Cellulite er fita sem safnast hefur í poka á ákveðna staði þar sem lítil eða engin hreyfing er, þar af leiðandi lítil blóðhreyfing og hreinsun því lítil. Þessir staðir eru kallaðir dauðir punktar (sjá mynd nr. 1). Cellulite skiptist í tvær teg- undir. Annars vegar er mjúkt cellulite sem lýsir sér sem fell- ingar og fer brátt að lafa eins og pokar eða keppir. Þetta er und- anfari þess sem við köllum hart cellulite, en það myndar ákveðna áferð á hörundið (skinniö) sem við köllum „Jaffa áferð” og líkist áferð á appelsínuberki. Áferðin verður með tímanum þurr og hörð viðkomu. Smátt og smátt eykst svo undirlagið. Húðin strekkist og rifnar og skilur eftir sig ör sem við köllum slit. Allstór hópur kvenna þjáist af þessum úthtslýtum og á í miklu og tilfinnanlegu sálarstríði. Þá er oft gripið til skamm- sýnna aðgerða eins og að fara í svokallaða megrun sem er oft öfgakennd og áhrif lítil þegar til lengdar lætur, veldur jafnvel slappleika og vanlíðan. Síöan gef- ast konurnar upp og þá byrjar enn frekara sálarstríð. Þær byrja aö fela lýtin með víðum fötum. Einnig fækka þær ferðum sínum meðal almennings og þær verstu loka sig inni. Þó er stór hópur kvenna sem tekur þennan vanda alvarlega og vill gera æfingar heima. Hér aft- ar í blaðinu eru sýndar frábærar æfingar sem eiga vel við þá bar- áttu sem hefja þarf til að vinna niður cellulite. Einnig er ráðlegt að leita til þeirra líkamsræktarstöðva sem bjóða upp á þannig æfingakerfi að fyrst eru teknar gólfæfingar og síðan æfingar í tækjum. En hvað er það sem veldur þessum einkennum cellulite? 1. Slæmar matarvenjur. 2. Lélegt mataræði (ónóg vatns- drykkja). 3. Hreyfingarleysi. 4. Þreyta. 5. Mengun (eitranir). Meðferð á cellulite 1. Gera æfingar heima. 2. Leita til líkamsræktarstöðva. Sumar þeirra bjóða upp á gólfæfingar á undan tækjaleik- fiminni, en þetta hvort tveggja er nauðsynlegt við meðferð á cellulite. 3. Strangarmatarvenjur. 4. Hvíld. 5. Sauna. Ábendingar um mataræði 1. Skipuleggja matmálstíma. 2. Neyta grænmetis og ávaxta að vild. Gæta að því að þvo vel fyrir neyslu. 3. Sjóöa eöa grilla kjöt og fisk. Athugið að kjöt sé magurt. 4. Neyta aðeins sem nemur magafylli hverju sinni, ekki háma í sig. 5. Borða aldrei franskar, ham- borgara, djúpsteikt eða þess háttar skyndibitamat. 6. Allur sykur bannaður, hvort sem er í formi sælgætis eöa kökur. 7. Bann á alkóhóli. 8. Saltinntaka í eins Utlum mæh og unnt er. Athugið að salt bindur vökva í líkamanum. 9. Auka vatnsdrykkju, drekka 6 til 8 glös af vatni á sólarhring. Hvers vegna svona mikla vatnsdrykkju? Vökvi (vatn) í líkamanum verkar þannig hvað snertir cellu- lite: HitastilUr (kæling). Um leið og Ukaminn fer að erfiða hitnar hann. Þá byrjar líkaminn að láta frá sér vökva og um leiö losar hann sig við úrgangsefni. Þá kemur af vökvanum lykt sem við köllum svitalykt (oj bara!). 43. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.