Vikan - 27.10.1983, Page 30
Mengun
(eitranir)
Eitranir — hvaðan berast þær?
Þær berast með ýmsu móti eins
og til dæmis frá matarumbúðum
(plasti), með mat eða sem loft-
mengun. Flestir kannast við að
finna málningarlykt, ýmiss konar
iðnaðarlykt, útblásturslykt frá
bílum, hárlagningarlykt. Einnig
getur eitrun borist með eða í mat
eins og úr tóbaki, kaffi, te, kakói,
ýmsum matarlitum, salti, vara-
lit, reyktum mat. Sumir tyggja
gjarnan eldspýtur, aðrir naga
blýanta, en kannski er versta til-
fellið sápur sem „étnar” eru með
ýmsu móti, oftast vegna þess að
borðáhöld eru ekki skoluð nógu
vel eftir þvott, einnig eitranir
með ávöxtum sem úðaðir hafa
verið með skordýraeitri.
Erlendis eru dýr alin á lyfjum
til þess að auka vöxt þeirra en
það vill síðan halda verkun
áfram eftir að fæðunnar hefur
verið neytt, dæmi eins og
Ameríkurassinn frægi, hamborg-
ararassinn. Svona mætti lengi
telja. Áhrif hverju sinni eru
hverfandi lítil en þegar grannt er
skoðað er ansi margt sem komið
getur til greina.
En til þess að mega nú eitthvað
þarf að vinna til þess. Það er
hægt meö því að skipuleggja og
vanda fæöuval og viðhalda lík-
ama og sál með líkamsrækt.
Úrvarnar benda á hina svokölluöu dauðu punkta.
N.
30 Vikan 43. tbl.