Vikan


Vikan - 27.10.1983, Page 39

Vikan - 27.10.1983, Page 39
Þýðandt: Anna VERKALÆKNIRINN Enga smámunasemi, takk! — Afsakið að ég trufla, herra stjórnarformaður, ég ætla ekkert að vera neitt aö hengja mig í smá- atriði, en í þessu yfirliti, sem þið hafið dreift til hluthafa, stendur að 37 milljarðar og 46 milljaröar geri 73 milljaröa. Ætli þaö geti ekki verið að átt sé viö 83 milljarða? rauðum leir, var með hræðilega frurnstæða grímu, hlébarðaskinn um lendarnar, hálsfesti úr krókódílatönnum og var með spjót meðferðis. Spjótsoddurinn var tálgaður úr mannsbeini. Hann gaf einum mannanna úr ættbálknum sínum fyrirmæli um að flytja flet veiku, hvítu konunnar út á opna svæðið framan við tjaldbúðirnar svo að hægt væri að dansa umhverfis það, og síðan gerði hann sig líklegan til að blanda töfralyf. Hann hélt góðan vörð um at- vinnuleyndarmálin sín en þrátt fyrir það komst prófessor Knox að því að í töfralyfinu voru meðal annars sjö þurrkuð og mulin froskalæri og leður- blökuauga. Þennan kynjadrykk bar hann fram í hauskúpu af górillu. Síðan gaf hann sig dansinum á vald og fylgdi eftir tryllandi hljómfalli frumskógartrommunnar í kring- um rúm hvítu konunnar, meðan hann þuldi óskiljanlegar særing- ar til að hræða vondu andana á brott. Þegar bumbuslátturinn náði hápunkti lagði hann krókódílatannafestina um háls- inn á hvítu konunni, bar töfra- lyfið á hana og otaði haus- kúpunni að henni. — You drink, mamsib. cheerio! sagði hann á swahili. — Heavens no! greip prófessorinn fram í, snertu þetta ekki! Þetta er húmbúkk! Þetta kringlótta sem flýtur ofan á er leðurblökuauga! Þetta er grátt gaman, allt saman . . . þú kem- ur þessu aldrei niður! Prófessorsfrúin lét allar aðvaranir mannsins síns sem vind um eyru þjóta. Hún tæmdi úr kúpunni til síðasta dropa — og morguninn eftir var hún orðin hitalaus. Tveim dögum síðar lék hún á ald oddi, frísk eins og kóngóskur zumbohuana-fiskur. — Jæja, hvað segirðu þá? sagði hún sigri hrósandi við manninn sinn. — Eg held því nú enn fram að þessir menn séu ekkert annað en árans skottulæknar. Hitinn hefði áreiðanlega lækkað, líka án hjálpar M’Kwongwis. Átta dögum síðar fékk prófessor William Knox sama hræðilega hitabeltissjúkdóminn og konan hans hafði haft. Hann fékk 41,9 stiga hita og var í bráðri lífshættu. — Majorie, sagði hann, út- vegaðu lækni handa mér . . . áður en það er um seinan. Klukkustund síðar var fletið hans flutt út á bersvæðið utan við tjaldið og svarti töfra- læknirinn M’Kwongwi dansaði undir dyni frumskógar- bumbanna í kringum hitasjúka hvíta manninn. Hann bar sömu hroðalegu grímuna og málninguna og áður. Spjótinu með mannsbeininu var sveiflað yfír höfði hans og hann var smurður í framan og síðan var honum rétt górilluhauskúpan með töfraseyðinu. — You drink, bawna, bottoms up! sagði töfralæknirinn áswahili. — Aldrei! hrópaði prófessorinn og varð litið á leður- blökuaugað sem synti ofan á seyðinu góða. — Drekktu þetta, William, nauðaði prófessorsfrúin, annars verður þú bæði dauður og graf- inn í dögun, og hvað þá með tveggja hala ólívugræna, rana- rauða fílíleðurdýrið sem ég er með hérna í eldspýtustokknum? Kubuza er nýbúinn að fínna það í apabrauðtrénu. Þessar áhrifamiklu upplýsing- ar veittu prófessor Knox lífsþrótt á nýjan leik. Hann hleypti í sig öllum þeim kjarki sem hann átti til, lokaði augunum og drakk þessa viðurstyggilegu mixtúru. Um nóttina lækkaði hitinn 1 37,1 gráðu og daginn eftir var hann sprækur eins og bechuana-sump- fiskur. — Stórkostlegt! sagði hann æstur þegar M’Kwongwi kom til að frétta hvernig hvíta mannin- um liði. — Lyfíð þitt er einstakt, svarti vinur! Ég verð að fá uppskriftina að því! — M’Kwongwi skal gefa bawna uppskriftina ef bawna gefur M’Kwongwi litlu kawakango! sagði töfra- læknirinn. Hann benti á strekktan magann á sér og sagði: Kawakango er umm á bragðið! Kawakango var nafnið sem bantúmenn notuðu yfír fílíleður- dýrið. Prófessor Knox átti erfitt með að taka ákvörðun. Rana- rauða, tveggja hala fílíleðurdýrið var verðmætasta djásnið sem leiðangurinn hafði komist yfír til þessa. . en lyf M’Kwongwis var ef til vill enn meira virði. Það varð úr að M’Kwongwi fékk fílíleðurdýrið og prófessorinn uppskriftina að þessu einstaka lyfí töfralæknisins. Hann páraði uppskriftina með næstum ólæsilegum táknum á trjábörk og þar stóð: „UPPSKRIFT: Sjö muldar og þurrkaðar froskalappir, páfagaukagúanó eftir smekk, auga úr leðurblöku, hnefafylli af þurrkuðum rauðum maurum, flóðhestaþvag, fínhakkaður dá- dýrshali, biti af apaeyra . . . og 500.000 einingar af penslíni. Forstjórinn var drifinn af löng- um stjórnarfundi beint á skurðar- borðið, þar sem hann lenti í mjög erfiðri botnlangatöku. Þegar hann vaknaði eftir svæfinguna lá skeyti áborðinu hans: Stjórnin hefur samþykkt með sjö atkvæðum gegn sex aö óska þér góðs bata! Herra Vínarschnitzel og herra Sauerkraut ákváðu á hádegis- verðarfundi að fara fram á nafn- breytingu og jafnframt að breyta nafninu á fyrirtækinu sínu úr Vín- arschnitzel og Sauerkraut í Schmidt og Schmidt. Allt gekk það greiðlega þar til morguninn eftir aö nýja skiltið var komið upp. Þá var hringt og spurt eftir herra Schmidt. „Hvorn herra Schmidt viljið þér tala við?” sagði síma- stúlkan vingjarnlega, „Sauer- kraut eða Vínarschnitzel?” Það var um daginn að ég rakst á hann Eirík vin minn, bjartsýnis- manninn mikla. Hann var auðvit- að búinn að fá nýja bráösnjalla hugmynd: — Eg er ákveðinn í að fara að rækta kartöflur í Sahara-eyði- mörkinni, sagði hann. Þá fæ ég uppskeru f jórum sinnum á ári. — Naaah! sagði ég. Hvernig má þaðvera? — Nú, enginn vandi aö setja niður og svo sker ég bara lauk of- an á og þá fá kartöflurnar svo í öll augun aö þær gráta og gráta og gráta og svo tek ég upp. — Hvert ert þú eiginlega að fara, Pétur? — íklippingu. — I miöjum vinnutímanum? — Já, hárið vex nú í vinnutím- anum. - Ekkiallt? — Nei, ég hafði nú heldur ekki hugsað mér aö láta klippa það allt. 43. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.