Vikan


Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 42

Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 42
Hann hristi höfuðið, bætti við af alvöruþunga: „Þaðhlýturaðvera meira en það. Ég fór á salernið af ásettu ráði, Joyce. Þegar ég var þar inni smeygði gestur Margo sér út.” „Ertu viss?” „Ég sá það af framkomu hennar við mig eftir á.” Hún horfði í augu hans meðan hann minntist blíð- legs koss Margo. „Og sömuleiðis,” hann leit undan, „þegar ég kom þangað fyrst, tók ég eftir opnu korti á kaffiborðinu.” „Korti?” „Yfir New York. Margo var snögg að færa það burt þegar hún kommeðkaffið.” „Hvað er svona ógnvekjandi við götukort, Kevin?” „Það var mikið undirstrikað með rauðu bleki og hringjum.” „Af hverju?” „Ég veit ekki af hverju. En einn af þessum rauöu hringjum var nákvæmlega þar sem Laurel er meðíbúð.” „Kevin! ” Áhyggjur komu í stað tortryggni hennar. Hann drakk viskíið sitt og hún snerti hönd hans. „Hvað merkir þetta allt? ” „Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið, Joyce. Ég varð aö ræðaþetta viðþig.” „Að sjálfsögðu. En...” „Mér skjátlaðist í morgun, Joyce. Margo Cardenas var að hvetja námsmennina til óspekta. Ég sá það ekki þá — það var of mikið á seyði, gæti ég trúað. Og Margo laug að mér að hún hefði aldrei hitt Laurel utan skólans. Hún glopraði því út úr sér að þær hefðu snætt saman fyrir skemmstu. Joyce, ég hef það ónotalega á tilfinningunni að Margo sé einhvern veginn flækt í hvarf Laurel.” Joyce virtist áhyggjufull. „Ef til vill ættum við að leita til lögregl- unnar, Kevin.” „Nei! Ekki ef Laurel er í hættu. Komdu nú, við skulum fara á fund Vincent Cabarellis. Honum hefur kannski orðið eitthvað ágengt. ” ÞAU HÖFÐU lokið viö kvöldverð- inn áður en Vincent Cabarelli haföi tíma til aö taka á móti þeim. Hann dró kurteislega fram stól fyrir Joyce og sló henni gullhamra fyrir útlitið. Kevin var óþolin- móður. „Geturðu sagt mér eitthvað frekar, hr. Cabarelli?” Italinn andvarpaði. „Ekkert frekar en þú veist nú þegar, hr. Driscoll. En ég er búinn að senda út orösendingu á götuna. Ef Laurel er einhvers staðar í New York frétti ég af því. Samböndin mín eru betri en lögreglunnar þegar um það er að ræða aö finna fólk. Hefur þú eitthvað aö segja mér, hr. Driscoll?” Kevin hikaði þangað til Joyce rak á eftir honum. „Segðu hr. Cabarelli frá Margo Cardenas, Kevin. Það gæti komið aðgagni.” Hann sagði honum upp alla sögu. „Þá ráðlegg ég þér, hr. Driscoll, að ganga beint til verks viö þessa Cardenas-konu. Spyrðu hana hvem andskotann hún meini.” Það vottaði fyrir kvíöa í rödd Vincent Cabarellis. „Margo sagðist ekki hafa neitt að gera þessa helgi. Ég get rétt eins farið og hitt hana nú þegar. Joyce, máég....” Joyce var þegar staöin upp, hélt á bíllyklunum. „Hafið samband,” hvatti Vincent Cabarelli þau um leið og hann fylgdi þeim út. „Ég skal líka spyrjast fyrir um Margo Card- enas...” Margo Cardenas, meö dökk sól- gleraugu, var að ganga niður tröppurnar að innganginum á háhýsinu þar sem hún bjó. „Henni virðist liggja á,” tók Joyce eftir. „Vertu róleg, Joyce. Ég næ henni áður...” Hann fraus, kom- inn hálfa leið út úr bílnum. Margo stefndi á rennilegan, grænan bíl sem lagt hafði verið fáeinum bíl- um framar en Volkswageninum. I því að Kevin hikaði varaði Joyce hann við. „Þú verður að hafa 42 Vikan 43. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.