Vikan


Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 43

Vikan - 27.10.1983, Qupperneq 43
hraðan á! Hún er að setjast inn í límúsínuna!” „Ég veit það.” Hann settist aftur niður, lokaði á eftir sér. „Eltuþau, Joyce.” „Ha?” „Vertu svo væn aö elta þau.” Með þreytulegu andvarpi setti hún vélina í gang og tuldraði: „Fyrst legg ég bílnum. Nú ek ég af staðaftur!” „Ekki missa af þeim, Joyce. En farðu heldur ekki of nærri.” Hún skellti í góm. „Hver er að segja að konur viti ekki hvað þær vilja!” HÚN LAGÐI af staö inn í kvöld- umferðina um leið og græna límúsínan ók miúkleea í burtu. „Væri þér sama þótt þú segöir bílstjóranum frá leyndardómin- um mikla?” spurði hún og vottaöi fyrir kaldhæðni í rödd hennar. „Fyrirgeföu, Joyce. Mig langar að vita hvert Margo er að fara meö þessum manni. Ég hef á til- finningunni að okkur sé farið að miða áleiðis.” „Kannski er Margo aö fara á stefnumót, Kevin.” „Nei. Þessi maður er ekki kærastinn hennar. Tókstu eftir einhver ju sérstöku viö hann? ’ ’ „Auðvitaö. Hann fór ekki út úr bílnum til að opna fyrir Margo. Hann er ekki vel upp alinn. Og hvaðmeðþað?” „Hann er í ljósbláum fötum, það ermálið!” Hún gaf honum hornauga undr- andi á svip. Hann leit ekki af grænu límúsínunni. „Ég skal leggja eftirlaunin mín undir að maðurinn þarna í bláu fötunum var í íbúð Margo fyrr í dag. Hún er þegar búin að gefa mér í skyn að þetta sé ekki elsk- hugi hennar. Joyce, þekkir Margo bílinnþinn?” „Þaðheld ég varla.” Hann seig neðar í sætið, sagði tortrygginn: „Af konu að vera sem hefur engar fyrirætlanir virðist Margo sannarlega vera aö fara eitthvað sérstakt.” „Hvaðgeri ég, Kevin?” „Aktu bara áfram. Eins lengi og þarf. Ég vona bara að Margo komi ekki auga á okkur, þaö er allt og sumt.. .” Það var erfiðara að elta límúsínuna eftir að þau voru komin út fyrir New York. Á norðurveginum þurftu þau að dragast meira aftur úr af ótta við aö þau sæjust. En sólin í vestri kom að góðu gagni. Bílstjóri Margo þurfti ekki síður en Joyce að einbeita sér meira vegna kvöld- sólarinnar sem skein í augu hans. „Hvað erum við komin langt, Joyce?” Hún leit á mælaborðið. „Næstum fimmtíu mílur. Ég vona aö þau stansi bráðum. Ég er að verða bensínlaus.” Hún hnyklaði brýnnar og hélt áfram: „Hvað ef þau eru bara að fara eitthvaö saman um helg- ina?” Kevin hafði flogið þetta sama í hug en hann hristi höfuðið. „Haga þau sér eins og elskend- ur, Joyce?” „Líkast til ekki. Heyrðu! Þau eru að f ara út af veginum! ’ ’ Kevin rétti úr sér þegar græna límúsínan beygði til vinstri inn í skóglendi. „Rólega nú, Joyce. Þetta gæti verið leiðarendi.” Þau eltu límúsínuna laumulega í næstum fimm mínútur eftir hliöarvegi milli snyrtilegra raöa fullvaxinna furutrjáa. Þegar þau voru komin um það bil tvær mílur inn í skóginn sagði Kevin Joyce að stöðva bílinn. Þau skildu Volkswageninn eftir, falinn í rjóðri, og gengu gætilega þangað sem Margo og félagi hennar höföu lagt límúsínunni. „Þau eru fyrir framan okkur,” hvíslaði Joyce og gægðist fram undan tré. „Eg heyri til þeirra.” Kevin pírði augun og horfði á manninn í bláu fötunum. Hann var meðalmaður á hæð, grannur, með sandlitt hár sem tekið var að þynnast, kíki um hálsinn og augun sáust ekki fyrir sólgleraugum. Margo gekk við hlið hans og að minnsta kosti líkamsbreidd á milli þeirra. „Við skulum fara nær,” andaði Kevin í eyra Joyce. „En ekki segjaneittmeira.” Þau skutust flóttalega á milli trjánna þangað til parið fyrir framan þau kom að háum eld- vamatumi. Maðurinn stansaði og tók að skima til hægri og vinstri. Kevin greip um Joyce og dró hana niður í grasið. Hann hélt henni fast í aö minnsta kosti tíu sekúndur áður en hann gægðist upp úr gras- inu. Maðurinn í bláu fötunum var kominn um það bil þriðjung leiðarinnar upp eftir rimunum á eftirlitsturninum. Margo reikaði eftir stígnum í gagnstæða átt, einbeitnisvipur á andliti hennar. JOYCE LYFTI höfðinu hikandi til að sjá hvað var á seyði. Margo hafði staðnæmst handan við turninn og horf ði upp eftir hon- um, skyggði annarri hendi fyrir augu, en félagi hennar tók ofan sólgleraugun, lyfti kíkinum og stillti hann. Svo starði hann stein- þegjandi í kíkinn á einhvern fjar- lægan blett. „Krampi!” hvæsti Joyce, engd- ist skyndilega til og frá. Margo og maðurinn með kíkinn hrukku í kút. Kevin skellti hend- inni yfir munn Joyce, huldi líkama hennar þegar með sínum og þrýsti henni niður í hátt grasið. Hann bærði ekki á sér í hálfa mínútu nema hvað hjarta hans barðist við hjarta Joyce. Líkami hennar var mjúkur og hlýr upp viö hann, augu hennar skelfd og störðu í augu hans þar til hann tók höndina frá munni hennar. Það fór um hann seyðingur, hann lyfti höfðinu, skildi í sundur grasið með hendinni þar til hann sá eftirlits- turninn. Maðurinn var aftur tek- inn til við kíkinn. Margo skyggði enn fyrir augun og var aftur farin aðhorfaáhann. Kevin laut niður að Joyce en þorði enn ekkert að segja. Skyndi- lega varð hann ákaflega var við lögun og snertingu líkama hennar í gegnum þunnan kjólinn. Nú horfði hún á hann með nýjum svip sem hún hafði ekki sett upp áður. Hann lyfti treglega þunga sínum af henni. Þau horfðust áfram í augu. Svo tóku þau eftir fótataki. Margo og félagi hennar gengu hættulega nálægt staðnum þar sem Kevin og Joyce lágu. „Jæja?” spuröi Margo eftir- væntingarfull. „Hvað heldurðu?” Meðan þau skálmuðu í gegnum grasið svaraði maðurinn hrjúfum rómi: „Ætliþaðgangiekki.” Skömmu síðar fór bílvél í gang. Kevin og Joyce settust upp, nægi- lega fljótt til að sjá grænu límúsín- una bakka á malarveginum, hverfa síðan bak við fururnar. Joyce andaði óþarflega þungt frá sér, slétti úr kjólnum meö höndunum. „Fyrirgefðu aö ég kramdi þig, Joyce.” „Það gerir ekkert til.” „Enginn skaði skeöur.” Með sjálfum sér var hann feginn þessu andartaki sem þau neydd- ust til að vera þétt saman. Hún virtist lesa hugsanir hans. „Hvað var að gerast þarna, Kevin?” „Ég vildi óska að ég vissi það. Við skulum sjá hvort við finnum eitthvaðaö gagni.” HÁLFTlMA síöar, eftir að hafa klifið eftirlitsturninn, meðan Joyce stóð þar sem Margo hafði staðið, vissi Kevin ekki meira en áður. Hann gekk vonsvikinn aftur að bílnum. „Þetta voru heilmikil læti út af engu! ” andvarpaði Joyce. „Viö skulum koma einhvers staðar við og fá okkur í glas á leið- inni til baka,” sagði hann viö hana. „Ég tók eftir krá um það bil ámiðrileiö.” „Ég yrði því fegin, Kevin. En mér þykir dapurlegt að viö skul- um ekki hafa fundið Laurel.” „Ég gerði mér of miklar vonir, Joyce. Ég var viss um að ég myndi finna Laurel hérna. Ég var heimskur! Ég hefði átt að tala við Margo í New York. Eg hefði átt að koma henni til að tala! ” Hann fann fyrir kunnuglegum sársaukasting. En Joyce var að minnsta kosti meö honum, hugs- aði hann þakklátur. Hann opnaði bíldyrnar fyrir henni. „Við vitum að minnsta kosti að náunginn í bláu fötunum er ekki náinn vinur Margo,”sagðihún. Þau óku aftur í gegnum skóginn og útáþjóðveginn. Þau voru á miklum hraða þegar Kevin áttaði sig á því að bíllinn sem skyndilega herti á sér fyrir aftan þau og ætlaði fram úr var græna límúsínan. I því að hún var að fara fram úr sá Kevin bílstjór- anum í ljósbláu fötunum og með sólgleraugun bregöa fyrir. Hann var einn, þungbúinn og sneri stýr- inu svo að hann neyddi Joyce til að beygja snöggt að vegarbrúninni. Hún hrópaði upp yfir sig um leið og hún missti stjórn á Volks- wageninum, ýlfrandi bremsurnar gátu ekki stöövað bílinn og hann braust í gegnum öryggisgrind úr málmi. Heimurinn snerist við um leið og þau ultu út af veginum, niður bratta brekkuna, skoppuöu og skullu niður í dalinn fyrir neðan. . . KEVIN VAR furðu lostinn yfir að vera á lífi og átti fyrst í stað erf- itt með að átta sig á af hverju hann væri á hvolfi. Bíllinn hafði lent á þakinu. Kevin barðist við að rétta úr sér, varð óglatt af bensínstybbunni. Hann vissi af Joyce, kyrri og þögulli, fastri við stýrið. En ótti hans vegna öryggis hennar marg- faldaðist þegar hann fann reykjar- lykt. Volkswageninn var tekinn að loga. 43. tbl. Vikan 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.