Vikan


Vikan - 27.10.1983, Síða 45

Vikan - 27.10.1983, Síða 45
Blíða blandaðist löngun hans til að vernda hana. „Joyce, ástin mín, mér þykir fyrir þessu með bílinn.” Skyndilega varð hún máttlaus og tárin tóku aö streyma um leið og hún byrjaði að kjökra. Hann kraup enn á annað hnéð, þrýsti henni að sér, hélt um axlirnar sem kipptust til. „0, Kevin! Ég er búin að vera svo eigingjörn . . . svo hugsunar- laus. . .” „Svona, Joyce. Það þarf ekki.. .” „0, víst. Víst!” Hún teygöi sig upp, renndi öðrum handleggnum aftur fyrir háls hans, vangi hennar votur við vanga hans. „Ég hef ekki áhyggjur af and- skotans bílnum, Kevin! Allur þessi tími . . . og þú veist ekki hvar Laurel er. . . aö ganga af vit- inu af áhyggjum. . .” „Joyce, ástin mín.” HANN STRAUK tárin af vöngum hennar. Svo kyssti hann hana. Hann fann saltbragð. Varir hennar voru hlýjar og mjúkar og rakar. Þegar þau áttuðu sig bæði á því sem hafði gerst kyssti hann hana aftur, blíðlega en sannfær- andi. Hann horfði enn inn í tárvot aug- un þegar hann lyfti henni á fætur, smeygöi jakkanum sínum eins og skikkju um herðar hennar. I því að hann var að þerra blóð og tár af vöngum hennar með vasaklút mundihanneftirnokkru: „Veskið þitt?” Hún hristi höfuðið, virtist standa á sama. Hann horfði hnugginn á logandi bílinn. Hula af olíukenndum reyk hvíldi nú yfir honum og logarnir höfðu borist í skraufþurrt kjarrið í kring. „Var eitthvað verðmætt í tösk- unni þinni, Joyce?” Hún yppti öxl- um um leiö og hún gekk af stað. „Aðallega kreditkort. . . fáeinir dollarar. . .” Hún haltraði, tók eft- ir nöktum fæti sínum. „Er hinn skórinn minn nokkurs staðar sjá- anlegur, Kevin?” Hann leitaði hratt en án árang- urs. Joyce andvarpaði heimspeki- lega. Fötin fyrir feröalanginn H€RRn'RÍKI Snorrabraut Simi 13505 Glæsibæ Simi 34350 Hamraborg Kopavogi ____Simi 46200 Mióvangi - Hafnarfirói Simi 53300 43. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.