Vikan


Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 47

Vikan - 27.10.1983, Blaðsíða 47
FRAMHALDSSAGA troðið því harmóníkuleikarinn lék draumkennt vangalag. Ein þjónustustúlkan kom aðvíf- andi. „Afsakaðu, herra minn. Áttu pantað?” Setningin dó á vörum hennar þegar hún þekkti hann. „Þetta er í lagi, Isabel,” full- vissaði hann hana. „Þetta er heimsókn. Ég rata á skrifstof- una.” I því að hann var að ganga framhjá henni sagði hún: „Ertu búinn að finna Laurel, hr. Driscoll?” „Nei, Isabel, það er ég ekki.” „Mér þykir það leitt,” sagði hún innilega. „Ég var ekki sérlega samvinnuþýð, var það?” „Gleymdu því. Er Cabarelli við?” Hún kinkaöi kolli. „Hann er að reyna að finna Laurel, veistu! ” Hann klappaði henni á öxlina. „Ég trúi þér, Isabel. En heyrðu annars, sér hr. Cabarelli alltaf þjónustustúlkunum fyrir akstri heim?” Hún hikaði. „Nei. En hann ók Laurel alltaf heim í íbúðina hennar. Hún — hm, er erlendur gestur, ef á það er litið. Ætli hr. Cabarelli hafi ekki fundist hann bera sérlega mikla ábyrgð á henni.” Isabel gekk í átt að viðskipta- vini. Kevin tók hugsi á sig krók framhjá dansgólfinu og gekk að dyrunum sem á stóð einkaskrif- stofa. Tony Cabarelli hlaut að hafa séö hann í gegnum gægju- gatið. Hann lauk upp í sama mund og Kevin lyfti hendinni til að banka. „Komdu beint inn, hr. Driscoll.” Kevin gekk inn. Tony Cabarelli fór út. Vincent Cabarelli var í hvítum smókingjakka eins og venjulega en svört þverslaufan hékk laus niður á skyrtubrjóstið með blúnd- unum og kraginn var fráhnepptur. Hann lyfti glasinu sem hann hafði í hægri hendi, bandaði í átt að stól með þeirri vinstri. „Eitthvaö að drekka, hr. Driscoll?” „Nei, þakka þér fyrir.” Kevin settist. Hann sagði Vincent Cabarelli umbúðalaust frá öllu sem hafði gerst frá því að hann fór af skrifstofu hans. Italinn ýtti frá sér glasinu, þuklaði dökka hökuna eins og hann væri óánægð- ur með raksturinn. Hann virtist áhyggjufullur. „Hvað var þetta með eftirlits- turninn?” Kevin yppti öxlum. „Ég botna ekkineittí neinu.” „Ertu viss um aö allt sé í lagi með Joyce Lomax? Það er kona semsegir sex.” „Við erum bæöi ákaflega heppin að vera á lífi, hr. Cabarelli.” Ital- inn stóð upp úr stólnum sínum, stakk höndunum í buxnavasana og tók að skálma um teppið meðan hann talaði. „Geturðu þekkt náungann aftur ef þú sérðhann?” „Ég myndi áreiöanlega þekkja hann. En ef ég næ einhvern tíma í hann ætla ég að tryggja mér að enginn annar þekki hann.” Vincent Cabarelli stansaði, horfði rannsakandi á hann. „Já, því skal ég trúa, hr. Driscoll. Hann virðist erfiður. Og sömuleiðis þessi Margo Cardenas. Ég hef heyrt hitt og annað um hana. Hún hefur haldið sig á vafa- sömum stöðum, stöðum sem ekki væri hægt að búast við að finna heiðvirða konu á. Ætlarðu að gera eitthvað við hana, hr. Driscoll? ” „Ég hef í hyggju að heimsækja hana um leið og ég fer héðan. Það eru ýmsar spurningar sem hún þarf aðsvara.” „Þú hefur ekki bíl núna, hr. Driscoll. Þú getur fengið einn af mínum bUum.” „Ég gæti ekki gert það.” „Auðvitað geturðu það. Það er auka-Plymouth fyrir aftan. Ég skal láta sækja hann fyrir þig.” Hann tók upp símann og talaði stuttaralega við einhvern. Kevin fann sig knúinn til að spyrja aftur. „Af hverju ertu að þessu öllu, hr. Cabarelli?” „Skollinn hafi það, hr. Driscoll, þú þarft aðstoð. Ef ég væri í þínu landi vona ég að þú myndir gera það sama fyrir mig. ” Hann sat á skrifborðsbrúninni og svipur hans breyttist. „Við þurfum að komast að því hver náunginn í græna bílnum er. Tókstu númerið?” Kevin hafði skrifað það í dag- bókina sína á leiðinni norður frá New York. Hann sagði Vincent Cabarelli númerið og sá yggldi sig. „Þetta er ekki héðan úr ríkinu. Náunginn er þá kannski utan- bæjarmaöur.” Kevin nefndi þá fyrirætlun sína að fara til klæðskerans á mánu- dagsmorguninn. I'ramhald 1 næsta blaöi. Fást í betri snyrtivöruverslunum og apótekum. Pantiö í síma 52866 og fáiö sendan frítt nýja snyrtivörulistann. Sendum snyrtivörur í póstkröfu úr næstu verslun. RM B. M AGNÚSSON ■»111 HOLSHRAUNI 2 - SIMI 52866 - P.H 410 ■ HAFNARFIRÐI 43. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.