Vikan - 27.10.1983, Page 48
44. tbl. 3.nóv.
í boði YSL:
Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum blaðamönnum gefst fœri á að
fglgjast með brambolti hinna frœgu og ríku af færi. Eitt slíkt gafst þó í sumar
— Vikan hafði það gott í einn sólarhring í boði hins heimsþekkta Yves Saint
Laurent. Farið var í matarboð og garðveislu, horft á tískusýninguna og fglgst á
allan máta með hállumhœinu í kringum kgnningu á nýja ilmvatninu PARIS.
Atburðirnir verða í máli og myndum í nœstu VIKU.
Búmerang
Þetta leikfang, sem fyrir árþúsundum var svo vinsœlt um flest byggð ból en
dagaði svo uppi í Ástralíu, er nú að koma aftur til Vesturlanda og vinsældirnar
vaxa stöðugt. Við segjum frá þessu skemmtilega tœki í nœstu Viku og birtum
meira að segja verkteikningu.
Friðarhátíð í Höllinni
/ haust var haldin mikil friðarhátíð í Höllinni. Við œtlum okkur ekki að
endurtaka boðskapinn en í nœstu Viku bregðum við í bókstaflegri merkingu upp
myndum affólkinu sem hátíðina sótti. Þar verður ekki margt sagt annað en það
sem myndirnar segja.
Rafmagnsbílar
Gísli prófessor Jónsson, sem lesendum Vikunnar er í fersku minni síðan hann
tókþátt í Sparaksturskeppni Vikunnar og DV í vor leið, lumar á fleiru en góðri
kunnáttu í að aka spart á bensíni. Hann hefur undanfarið ekið á rafmagnsbíl
sem Háskólinn á og gert athuganir á því sviði. í nœstu Viku segir hann frá
reynslunni af rafmagnsbílnum.
48 Vlkan 43. tbl.