Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 4
ACE OF THE 80’s
1984
Hefurðu áhuga á fyrirsætustörf-
um? Ef svo er geturöu komist
milliliðalaust í samband við virt-.
ustu umboðsskrifstofu heims,
Ford Models í New York, með því
að vera með í Ford-keppninni,
sem nú fer af stað í þriðja sinn hér
á landi.
F ord Models fara nú af stað með
fyrirsætukeppni sína, The Face of
The 80’s, í fjórða sinn. Fyrsta
keppnin var haldin í Monte Carlo
árið 1980. Sigurvegari í þeirri
keppni varö norska stúlkan Anette
Stai, en andlit hennar kannast
margir við, til dæmis af forsíöum
Vogue.
Islenskar stúlkur hafa verið
meö í keppninni tvö síðustu ár,
þær Inga Bryndís Jónsdóttir og
Guðrún Osk Stefánsdóttir, sem
tók þátt í keppninni í fyrra. I
næstu Viku verður viðtal viö
Guðrúnu Ösk og segir hún þar frá
skemmtilegum dögum í keppninni
íNew York.
Ford Models þarf vart að kynna,
svo þekkt er þessi stærsta og virt-
asta umboðsskrifstofa heims. Hjá
þeim hjónum, Eileen og Jerry
Ford, hafa þær íslenskar stúlkur
starfað sem hafa náð lengst sem
fyrirsætur. Það eru þær María
Guömundsdóttir, sem starfaði í
fjölda ára hjá Ford en starfar nú
sem ljósmyndari í New York, og
Anna Björnsdóttir, sem við þekkj-
um einnig úr kvikmyndum.
Eileen hefur stýrt skrifstofu
sinni í tæp 40 ár, eða frá árinu
1946, og hefur því oft verið nefnd
guðmóðir tískuheimsins. Margar
stúlkur hafa stigið sín fyrstu spor
á framabrautinni undir hennar
handleiöslu. Margar þeirra hafa
síðar meir orðið þekktar leikkon-
ur, til dæmis Jane Fonda, Ali
MacGraw, Candice Bergen og
Jennifer O’Neill, sem var einmitt
kynnir í síðustu keppni, sem
Guðrún Osk tók þátt í nú síðast-
liðið sumar. Þekktustu fyrirsætur
Ford Models nú, þær Cheryl
Tiegs, Lauren Hutton og Christie
Brinkley, sjáum við bæöi á síðum
virtustu tískublaða heims og í
kvikmyndum. Ekki má gleyma
þeim Anette Stai og Reneé Toft
Simonsen, sem urðu hlutskarp-
astar í fyrstu tvö skiptin sem
Ford-skrifstofan hélt fyrirsætu-
keppni. Velgengni Reneé Toft
Simonsen er hreint ótrúleg. Á
þessu ári hefur þessi danska
stúlka margsinnis verið á for-
síðum Vogue blaöanna, þess
þýska, enska, franska, ítalska og
bandaríska. Hún hefur á þessu ári
unnið sér inn um 600 þúsund
dollara, eöa um 18 milljónir
íslenskra króna.
4 Víkan X. tbl.