Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 4

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 4
ACE OF THE 80’s 1984 Hefurðu áhuga á fyrirsætustörf- um? Ef svo er geturöu komist milliliðalaust í samband við virt-. ustu umboðsskrifstofu heims, Ford Models í New York, með því að vera með í Ford-keppninni, sem nú fer af stað í þriðja sinn hér á landi. F ord Models fara nú af stað með fyrirsætukeppni sína, The Face of The 80’s, í fjórða sinn. Fyrsta keppnin var haldin í Monte Carlo árið 1980. Sigurvegari í þeirri keppni varö norska stúlkan Anette Stai, en andlit hennar kannast margir við, til dæmis af forsíöum Vogue. Islenskar stúlkur hafa verið meö í keppninni tvö síðustu ár, þær Inga Bryndís Jónsdóttir og Guðrún Osk Stefánsdóttir, sem tók þátt í keppninni í fyrra. I næstu Viku verður viðtal viö Guðrúnu Ösk og segir hún þar frá skemmtilegum dögum í keppninni íNew York. Ford Models þarf vart að kynna, svo þekkt er þessi stærsta og virt- asta umboðsskrifstofa heims. Hjá þeim hjónum, Eileen og Jerry Ford, hafa þær íslenskar stúlkur starfað sem hafa náð lengst sem fyrirsætur. Það eru þær María Guömundsdóttir, sem starfaði í fjölda ára hjá Ford en starfar nú sem ljósmyndari í New York, og Anna Björnsdóttir, sem við þekkj- um einnig úr kvikmyndum. Eileen hefur stýrt skrifstofu sinni í tæp 40 ár, eða frá árinu 1946, og hefur því oft verið nefnd guðmóðir tískuheimsins. Margar stúlkur hafa stigið sín fyrstu spor á framabrautinni undir hennar handleiöslu. Margar þeirra hafa síðar meir orðið þekktar leikkon- ur, til dæmis Jane Fonda, Ali MacGraw, Candice Bergen og Jennifer O’Neill, sem var einmitt kynnir í síðustu keppni, sem Guðrún Osk tók þátt í nú síðast- liðið sumar. Þekktustu fyrirsætur Ford Models nú, þær Cheryl Tiegs, Lauren Hutton og Christie Brinkley, sjáum við bæöi á síðum virtustu tískublaða heims og í kvikmyndum. Ekki má gleyma þeim Anette Stai og Reneé Toft Simonsen, sem urðu hlutskarp- astar í fyrstu tvö skiptin sem Ford-skrifstofan hélt fyrirsætu- keppni. Velgengni Reneé Toft Simonsen er hreint ótrúleg. Á þessu ári hefur þessi danska stúlka margsinnis verið á for- síðum Vogue blaöanna, þess þýska, enska, franska, ítalska og bandaríska. Hún hefur á þessu ári unnið sér inn um 600 þúsund dollara, eöa um 18 milljónir íslenskra króna. 4 Víkan X. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.