Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 41
Þýðandi: Anna
þaö var ekki svo einfalt að beygja
sig niður til að taka hann upp. Ég
mundi allt í einu eftir gamla
brandaranum um fimmkallinn
sem var límdur svo fast niður aö
enginn gat náð honum og þegar
menn fóru að reyna það lentu þeir
alltaf í að einhver falleg af-
greiðslustúlka sagöi: „Afsakið,
herra minn. En þessi peningur er
alveg fastur. Þú getur gefist upp
strax því hann er límdur með nýja
stórkostlega galdratröllatonna-
töfralímtakinu. Vantar þig ekki
einmitt túpu?” Ég svipaðist um í
kringum mig. Ég gæti auðvitað
veriö fyndinn líka og sagt: „Ég
held varla, ég lími peningana
mína svo sjaldan niöur í gólfið.”
En ég sá enga afgreiðslustúlku og
hugsaði með mér að þetta gerðist
ekki nema í bröndurum.
Ég ákvað að gera enn eina
atlögu og með liprum framherja-
brag sparkaöi ég í fimmkall-
inn. Hann hentist til og undir af-
greiðsluborðið. Þá sá ég að fólk
var fariö að horfa á mig. Ég ákvað
að gefast upp. Ég gat ekki, þrátt
fyrir barnatrúna á gildi peninga,
gert mig að fífli fyrir fimmkall.
Ég hraðaði mér aö kassanum,
borgaði vörurnar sem ég hafði
keypt og reyndi að hugsa ekki um
fimmkallinn. Á verðbólgutímum
ætti að vera auðvelt að sannfæra
sjálfan sig um að fimmkall geri
hvorki til né frá í lífinu. En rótgró-
ið uppeldi, þar sem manni er
innrætt annað verömætamat en
verðbólgukynslóðinni sem nú vex
úr grasi, gerði mér erfitt fyrir. Ég
fór á pósthúsið og athugaði í póst-
hólfið mitt, en enn angraði það
mig að hafa gefist upp við að
reyna að ná í fimmkallinn. Ég
sótti bílinn minn á Seðlabanka-
stæðið og fór upp Hverfisgötuna.
Klukkan var að verða fjögur. Ég
mundi eftir því að ég átti eftir að
fara í banka til að ná mér í
ávísanahefti. Það var föstudagur
og nú var aö duga eða drepast. Ég
reyndi að komast hratt upp
Hverfisgötuna en það virtist úti-
lokað. Klukkuna vantaði fjórar
mínútur í fjögur. Ég sá stæði rétt
fyrir neðan bankann minn, ég
kæmist í bankann ef ég næði því.
Ég varð að fá heftið. Á verðbólgu-
tímum, þegar verögildi pening-
anna rýrnar yfir eina helgi, verð-
ur maður að vera trúr uppeldi
sínu og meta gildi lítilla upphæða.
Auk þess átti ég eftir aö fá mér
eina. . . huggulegt borðvín auð-
vitað. Ég renndi í stæöiö og
hoppaði út úr bílnum. Klukkuna
vantaði eina mínútu í, ég leitaði í
vösunum og fann loksins einn lít-
inn pening, krónu, og setti sigri
hrósandi í stöðumælinn rétt áður
en stöðumælavörðurinn kom að
næstnæsta bíl við mig. Þá sá ég
gulan miða á stöðumælinum:
Gjald í stöðumæla er 5 krónur.
Stjörnuspá
Hrúturinn 21. mars 20. apríl
Þéráeftiraðfinnast
næsta vika heldur
daufleg miðað viö
þær síöustu sem hafa
verið mjög fjörlegar.
En þú þarft á þessari
hvíld að halda því á
næstunni mun reyna
mjög á þrek þitt.
Krabbinn 22. júni - 23. júli
Þér eiga eftir aö
berast mörg boö um
að vera mcð í alls
kyns verkefnum. En
þar sem þú ert að
vinna að mjög
þýðingarmiklu verk-
efni ættir þú ekki aö
þiggja neitt og
einbeita þér heldur
að einu.
Vogin 24. sept. - 23. okt.
Þaö er mikið aö gera
hjá þér á næstunni en
þú nýtur þess af því
aö þér gengur vel og
þú skilar þínu þannig
að allir eru ánægöir.
Þó peningaútlitið
virðist svart um tíma
rætist úr því.
Steingeitin 22. des. 28. jan.
Þér mistekst eitt-
hvert ætlunarverk
og þú tekur það mjög
nærri þér. Þar sem
þú veist ástæðuna
fyrir mistökunum
ættir þú aö nýta þér
gamla máltækið:
Reynslan er besti
skólinn.
Nautið 21. april -21. maí
Þú færð vitneskju
sem á eftir að hafa
mikil áhrif á einkalíf
þitt. Þú skalt reyna
að hafa gætur á
góöum vini þínum.
Líklegast er að hann
sé í vandræðum og
eigi erfitt meðaðkom-
ast úr þeim hjálpar-
laust.
Ljónið 24. júli 24. ágúst
Þú munt óvænt hitta
ákveðna persónu sem
þú hefur kviöið mjög
að hitta eftir langan
aðskilnað. Ef þér
mislíkar einhver um-
mæli sem þú heyrir
áttu skilyrðislaust að
láta álit þitt í ljósi.
Sporðdrekinn 24. okt. 23. nóv.
Því miður hefur þér
sinnast eitthvað viö
góöan vin og þú átt
erfitt með aö
jafna þaðaftur. Lík-
legast sýnir þú þess-
mn vini þínum ekki
nægilegan skilning og
ert of óþolinmóður í
hans garð.
Vatnsberinn 21. jan. 19. febr.
Þú hefur i bígerö aö
gera stóra hluti en
ert hræddur um að
ákveðinn aöili komi í
veg fyrir aö þér tak-
ist það. Þú vantreyst-
ir fólki allt of mikið
og kemst að því aö
allir vilja þér bara
vel.
Tviburarnir 22. mai 21. júni
Einhver vina þinna
hefur gert þér mikinn
greiða en það lítur út
fyrir að þú kunnir
ekki að meta þaö.
Þér hættir til að vera
vanþakklátur og
sjálfselskur og það
hefnir sín bara fyrir
rest.
Meyjan 24. ágúst - 23. sept.
Þú hefur allt of lítið
sjálfstraust og því
skaltu ekki verða
hissa þótt eitthvert
gullið tækifæri renni
þér úr greipum. Ef
þú skipuleggur tíma
þinn vel muntu koma
miklu í verk á næst-
unni.
Bogmaðurinn 24. nóv. 21.des.
Þú hefur lengi haft
mjög ákveðna skoöun
á ákveðnu máli og
enginn hefur getaö
haggað því. En nú
kemst þú aö
sannleikanum í mál-
inu og þá áttu alls
ekki að skammast
þín fyrir að skipta
um skoðun.
Fiskarnir 20. febr. 20. mars
Þú hefur haft
áhyggjur af heilsu
einhvers í fjölskyld-
unni. Þú getur andað
léttar núna, það er
ekkert alvarlegt á
ferð. Öviljandi
kemstu aö leyndar-
máli sem þú ættir aö
láta kyrrt liggja.
I. tbl. Víkan 41