Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 32
I veitingahúsi í borginni starfar
stúlka sem er þeim gáfum gædd
aö „sjá með” mönnum, eins og
þaö er kallaö, og segja fyrir um
óorðna hluti, stundum í tengslum
viö gesti staðarins.
Sagt er að vissir fjármálamenn
taki aðeins mikilvægar ákvarðan-
ir í fjárfestingu eftir að hafa fyrst
leitað álits þessarar stúlku, sem
fluttist til Reykjavíkur fyrir fáein-
umárum.
Dag nokkurn í haust fór einn af
langtíma áskrifendum Vikunnar
einsamall á viðkomandi veitinga-
hús og hugöist fá sér að borða. Það
varð honum undrunarefni þegar
stúlkan sem afgreiddi hann lagði á
borð fyrir tvo!
,,Eg hef aldrei viljað hætta á
neitt í þessu sambandi,” sagði
stúlkan þegar Vikan hafði sam-
band við hana eftir ábendingu
áskrifandans. „Þess vegna leitaöi
ég til sálfræðings strax og ég varð
vör við þennan hæfileika. Ég upp-
götvaöi hann í Júgóslavíu fyrir
fjórum árum, þegar ég fór til þar-
lendrar sígaunakonu að láta spá
fyrirmér.
Eg kemst iðulega ekki hjá því að
sjá fyrir ýmsa atburði í tengslum
við þá sem ég hef samskipti við í
vinnunni, þar á meðal þjóökunna
menn og stjórnmálamenn.
Eins verð ég fyrir áhrifum, oft
ótrúlega sterkum, þegar ég les
fréttir í blöðum, jafnt innlendar
f réttir sem erlendar. ’ ’
Þessi stúlka verður ekki bara
fyrir áhrifum þannig að hún
getur sagt fyrir um það sem veröa
muni heldur skrifar hún líka
ósjálfráða skrift þar sem ýmislegt
kemur fram sem eftir á að gerast.
Hún féllst góöfúslega á að skyggn-
ast inn í framtíðina fyrir Vikuna,
gegn stranglegri nafnleynd. „Eg
reyni eins og ég get aö dylja
þetta,” sagði hún. „Það er nóg að
vera talin skrýtin þegar mér verð-
ur óvart á í messunni, eins og til
dæmis að leggja á borð fyrir
þá sem enginn sér nema ég! ”
Þjóð á kross-
götum
Einhvern tíma á árinu kemur að
því að taka þarf mikilvæga
ákvörðun fyrir hönd allrar þjóðar-
innar. Hún er í sambandi við pen-
ingamál, nátengd alþjóðlegri
stofnun sem hefur úrslitavald um
sjálfstæði okkar í efnahagsmál-
um.
Flestir ráðherrar okkar verða
boðaðir á fund hjá þessari stofnun.
Þetta verður mjög óvænt og fjöldi
fréttamanna mun fara héðan með
þeim til að fylgjast með gangi
mála.
Aö loknum þessum fundi munu
hefjast harkalegar deilur hér.
Þess veröur krafist að Alþingi
verði rofið og efnt til nýrra kosn-
inga.
Einn maður mun verða til aö
taka af skarið þegar deilurnar
standa sem hæst. Honum mun
þegar í stað takast að afla sér mik-
ils fylgis. Hann mun leggja fram
sáttatillögu sem flestir geta fallist
á. Hún verður lögð fyrir Alþingi en
ekki samþykkt þar. Þetta allt
verður til þess að fjármál okkar
og efnahagsástand verður mjög til
umfjöllunar hjá alþjóðlegri fjár-
málastofnun áfram.
Afstaða þingmanna Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags varð-
andi kvótaskiptingu fiskveiöa
leiðir til þess að kjósendur hugsa
þessum flokkum þegjandi þörfina
þegar líöur að kosningum.
Sala ríkisfyrirtækja og hluta-
bréfa ríkisins í fyrirtækjum verö-
ur mjög á dagskrá fyrri hluta árs.
Þar er ekki allt sem sýnist og virð-
ist svo sem máliö í heild klúðrist
vegna andstööu ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins eða öllu heldur
samstöðu þeirra um að taka ekki á
þessu máli.
Upp kemur óvænt staða í mál-
efnum vinnumarkaöarins. Forseti
ASÍ mun beita sér fyrir sam-
komulagsgrundvelli við VSI þess
efnis að lægstu laun einungis
hækki í 14.000 krónur og að þau
laun verði undanþegin skatti.
BSRB mun ekki standa að þessu
tilboði heldur kljúfa sig út úr
viðræðunum. — Sáttasemjari
ríkisins kemur þarna mjög við
sögu og mun hann þurfa að beita
fjármálaráðherra fyrir sig til aö
leysa málið.
Alþingishúsið sjálft verður í
fréttunum rétt í þann mund sem
þingi lýkur í vor, kannski fyrr.
Þar er atburöur í uppsiglingu sem
lengi verður minnst. Þessi atburð-
ur á sér stað jafnt utan hússins
sem innan.
Samtök um kvennalista munu
leita eftir samstöðu við Bandalag
jafnaðarmanna í afvopnunar-
málum. Eftrirtektarverð ályktun
mun koma fram frá þessum
flokkum í því máli og mun reynt
að fylgja henni eftir á erlendum
vettvangi. Niöurstaða þeirrar
tilraunar kemur mörgum á óvart.
Ekki veröa kosningar um emb-
ætti forseta á árinu en miklar um-
ræður um kjörtímabil forseta og
hvort einfaldur meirihluti eigi aö
ráða í forsetakosningum.
Af stjórnmálum almennt hér
innanlands er það annars að segja
að í stjórnarliðinu verða fjór-
menningarnir Steingrímur, Hall-
dór, Sverrir og Albert hinir sterku
og mikið mæðir á þeim í öllu er
varðar stjórnaraðgerðir.
Þessir fjórir færast smám sam-
an nær hver öðrum í samvinnu og
samskiptum og mynda sterkan
stjórnarkjarna. Það sem meira
er, þeir munu standa af sér að
mestu þá gjörningahríð sem
stjórnarandstaðan magnar að
þeim. Þó munu þeir hver fyrir sig
á tímabili eiga úr vöndu að ráöa,
einkum fyrir þingslit í vor.
I stjórnarandstöðunni veröa
hvað mest áberandi þau Jóhanna
Sigurðardóttir, Guðrún Agnars-
dóttir, Steingrímur Sigfússon,
Stefán Benediktsson og Guörún
Helgadóttir. Sú síðasttalda á eftir
að baka samflokksfólki sínu tals-
verðan vanda í sambandi við at-
kvæðagreiðslu í tilteknu máli. En
margir verja hennar málstað,
bæði innan þings og utan.
Töluveröum þrýstingi veröur
beitt á ríkisstjórnina til aö fella
gengið. Þar verða ólíklegustu at-
riði notuö til rökstuðnings. Ekki fæ
ég þó séð að gengisskráning breyt-
ist til muna frá því sem nú er.
Samt finnst mér hreyfing og
gauragangur í kringum gjald-
eyrismál á öðru sviði, en það
snertir ekki beint gengisskráning-
una. Þó sýnist mér að eitthvað
verði gert til að tengja íslensku
krónuna nánar við bandaríska
dollarann en hingað til. Ekki get
ég útlistað þetta í smáatriðum en
fiskafuröir og orkumál koma
þarna viö sögu.
Iðnaður mun enn um skeið eiga
viö ramman reip að draga, eink-
um vegna innflutnings á sam-
keppnisvörum. Þegar líður á árið
veröur þó breyting þar á og hún
áhrifamikil. Þaö verður iðnaðar-
ráðherra sem á þar hlut að máli
upp á eigin spýtur. Hann mun sjá
sér leik á boröi í samhengi viö
átök og upplausn innan Efnahags-
bandalags Evrópu. Utflutningur
til landa Efnahagsbandalagsins
tekur fjörkipp viö þetta, og raunar
til fleiri landa, og iðnaðinum vex
fiskur um hrygg.
Þjóðkunnar
persónur —
embættisstörf
Forseti landsins mun gera víö-
reist á næsta ári og tekst á hendur
lengstu ferð sem íslenskur forseti
hefur farið til þessa. Hún mun
leiða til upphafs viðskipta íslend-
inga við þjóð eða þjóðir fjarri okk-
ur. Ég tel að þar verði um vöru-
skiptiaðræða.
Innan embættismannakerfisins
veröa talsverðar hreyfingar. Það
verða breytingar í stöðum ráöu-
neytisstjóra, innan Trygginga-
stofnunarinnar, lögreglustjóra-
embættisins, tollstjóraembættis-
ins og ný staða eða stofnun tekur
við yfirstjórn á meðferð fíkniefna-
mála. Fræðsla, beittara eftirlit
með innflutningi fíkniefna og
hraðari meðferð fíkniefnamála
mun líka líta dagsins ljós á árinu.
Þjóðkunnur prestur í Reykjavík
verður í fréttunum um mitt árið
og biskupsembættið á eftir að
koma við sögu í deilumáli.
Listir — tíska
— íþróttir
I listum er þaö helst að tvær nýj-
ar íslenskar kvikmyndir koma
fram á árinu og fær önnur þeirra
góðar viðtökur, erlendis ekki síður
en hér heima. íslensk leikkona
verður fræg fyrir leik í þeirri
mynd.
Fleiri ungir menn hasla sér völl
í knattspyrnunni á erlendri grund
32 Vikan 1. tbl.