Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 51

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 51
Alfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur sem reynt er að segja fyrir um ókomna atburði. Þau birta einnig stjörnuspár fyrir árið, þar sem hver og einn getur lesið um mögu- leika sína til velferðar á sviði heilsu, einkalífs og í starfi. Þær eru mikiö lesnar. Ástæðan er sú að flestir vilja vita eitthvað um hvað þeir eigi í vændum, nýja áriö býður upp á ný tækifæri til að fá drauma upp- fyllta. Að strengja heit. Sumir vita vel af því að þeir eiga von á breytingum á nýju ári. Þeir hafa ef til vill skipulagt þær með löngum fyrirvara og horfa fram á veginn með eftirvæntingu og kannski kvíða. Tilvonandi foreldr- ar hugsa um að í lok þessa árs verði allt breytt hjá þeim þegar nýr einstaklingur hefur bæst í fjöl- skylduna og haft áhrif á innbyrðis samband hennar. Það er mikið um óskir og vonir um aö allt fari nú vel. Aðrir strengja heit um áramót. Þeir ætla að breyta einhverju í lífi sínu á nýju ári. Það má skipta slíkum heitstrengingum í tvo flokka: heit sem gerð eru með öðr- um og heit með sjálfum sér. Heit sem gerð eru með öðrum eru eins konar samningur um breytingar sem aðrir eru til vitnis um. Það geta verið breytingar á aðstæðum, til dæmis í fjölskyldu, sem framkvæma á á nýja árinu, breytingar á vinnustað eru líka algengar, til dæmis að hætta að reykja eöa breyta tilhögun á vinnu sem allir eru sammála um en biðu bara eftir réttu tækifæri. Að strengja heit með sjálfum sér er yfirleitt mun persónulegra og hefur oft mikla þýðingu fyrir þann sem í hlut á. Margir eiga innra með sér drauma sem þeir vilja láta rætast á nýja árinu. Þá langar til að breyta einhverju í lífi sínu og ákveða að gera nú átak. Oft á þetta við um breytingar á persónulegum tengslum við sína nánustu, að breyta sjálfum sér til betri vegar. Ef einhverjir erfið- leikar eru í sambúð og samskipt- um við aðra eru áramót gjarnan sá tími þegar persónuleg tengsl eru yfirveguð og reynt aö finna lausnir. Að breyta sér — er það hægt? Margir velta fyrir sér hvort það sé fremur blekking en raunveru- leiki að geta breytt lífi sínu og líðan. Þeir finna ef til vill að lífið er komið í mjög fastar skorður sem virðist erfitt að breyta. Að- stæður margra eru líka á þann veg að það tekur langan tíma og mikla orku að koma breytingum til leiðar. Það hefur þó gjarnan sýnt sig að fyrsta breytingin er hugar- farsbreyting. Þaö er merki um andlega heilbrigði að geta litið í eigin barm og sagt við sjálfan sig: „Ef ég vil breyta líðan minni verð ég að taka fyrsta skrefið sjálfur.” Nýársheit af því taginu lofa góöu. 4 Verð frá kr. 762,- Fjórhjóladrifinn Blazer — með háu og lágu drifi. Verð með fjarstýringu aðeins kr. 3650,- Póstsendum samdæaurs TÓmSTUnMHÚSID HF Louqauegi ISL S.S1S01 l.tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.