Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 15

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 15
Enginn sannfærir mig um að besta aðferðin sé að setja saltfiskinn í strigapoka. áruin hafa komiö til okkar á færi- bandi, munu ekki aukast í fram- tíðinni nema við gerum eitthvað sjálf til að auka þau. Við verðum að gera ákveðnar breytingar, við verðum að vera samkeppnisfær og því verðum við að gera stór- átak í rekstrarmálum. Við verðum að leggja ríka áherslu á að vera með góða vöru, vandaða vöru og góða þjónustu. Og við verðum að selja hana, ekki bara hér á landi heldur einnig erlendis. Þetta þýðir að hér gerist nokkurs konar iðnbylting, hugmyndafræði- leg bylting.” Erum við undir slíka byltingu búin? Hvað með menntakerfið? Hefur það undirbúið jarðveginn nægilega vel? „Ég held að að sumu leyti höfum við ekki lagað menntakerf- ið nægilega vel að þörfum atvinnu- lífsins. Það eru stórar greinar, til dæmis í iðnaðinum, sem skipta þó nokkuð miklu máli en eru þannig í stakk búnar að það er ekki boðið upp á eitt einasta námskeið innan skólakerfisins sem hentar starfs- mönnum þessara fyrirtækja. 1 Finnlandi þarf saumakona að fara í þriggja mánaða þjálfun áður en hún fer inn í verksmiðjuna. Hér á landi gengur hún inn af götunni og byrjar að framleiða á fyrsta degi! Ég held að ástæðan fyrir því sé ekki sú að við séum svo miklu fær- ari á því sviði en aðrir! Ég er heldur ekki viss um að Háskólinn mennti fólk endilega á þeim sviöum sem við þurfum mest á að halda. Ég tel að þar menntist of margir á sumum sviðum og of fáir á öðrum. Það er til dæmis skortur á jarðfræðingum á Norðurlöndum vegna olíufunda í Norðursjó. Við gætum hugsanlega flutt út jarðfræðinga. I Bandaríkjunum er skortur á rafmagnsverkfræðingum. Það vantar alls staöar tölvufræðinga. Við erum með það sveigjanlegt menntakerfi að við ættum að laga það að okkar þörfum. Hér er enga menntun að finna fyrir verð- andi sölumenn. Og svo við nefnum nærtækt dæmi er ekki boðið upp á neina fræðslu fyrir verðandi verk- stjóra í fyrirtækjum. Fiskvinnslu- skólinn hefur sinnt þar ákveðnu hlutverki fyrir sjávarútveginn en enga slíka menntun er að finna í öðrum starfsgreinum. Aðalgallinn er sá að það er ekki lögð nægilega mikil áhersla á menntun þeirra sem eiga að vinna úti í atvinnulífinu.” Nú ert þú ekki eingöngu með hugann við vandamál íslensks iðnaðar og atvinnulífsins heldur sinnir lista- og menningarlífi af lífi og sál og varst einn af stofn- endum íslensku hljómsveitarinn- ar. Hvernig blandast þetta tvennt? „Þetta blandast mjög vel. Nú, þegar ég stóð að því ásamt fleirum að stofna íslensku hljómsveitina bar ég þá von í brjósti að það væri hægt að reka listastarfsemi á Islandi með svipuðum hætti og fyrirtæki, það er að segja án þess að fá ríkis- styrki. En það kom í ljós að fyrir- tæki og stofnanir voru ekki tilbúin að veita þessari starfsemi stuðn- ing. Það hvarflar að manni að allir séu orðnir gegnsósa af þeirri hugmynd að ríkið eigi að sjá um þessa hluti! Það hefur margsýnt sig að listir blómstra ekki í slíkum hugsunarhætti. Og ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir að styðja við bakið á listum verður þetta enn meir hlutverk ríkisins. Ég hefði talið mjög jákvætt ef við gætum rekið listastarfsemi á sama hátt og gert er í Bandaríkjunum. Þar eru það fyrirtæki og einstaklingar sem veita fjárhagslegan stuðning þeim stofnunum sem standa að listum. Þannig held ég að skapist miklu heilbrigðari tengsl milli listastofn- ana og neytenda. Neytendur verða tengdari því sem er að gerast þegar þeir bera fjárhagslega ábyrgð á starfseminni. Þeir fá meiri áhuga og hafa þar af leiðandi meiri ánægju af listum á þann hátt. Við þekkjum þetta mjög vel hér á landi, úti á landsbyggðinni. Þar er allt unnið í áhugamennsku og það er sama fólkið sem flytur list- ina og nýtur hennar. Ég vonaði aö þetta væri hægt með Islensku hljómsveitina en það kom í ljós að sú var ekki raunin. Nú eru margir sem halda því fram að þeim peningum sem renna til listalífs sé betur varið í að styðja við bakið á at- vinnuvegunum. Hver er þín skoðun á því? „Ég tel auðvitað að við þurfum aö byggja upp atvinnulífið og það þýðir auðvitaö að það kostar mik- ið og stór hluti þjóðartekna verður að fara í slíka uppbyggingu. En ég tel að samhliða því megum við ekki gleyma að byggja upp nú- tímalegt þjóðfélag. Ef við reiknum með að nýfætt barn lifi til 75 ára aldurs, byrji að vinna 25 ára og hætti 65 ára, vinni um það bil 220 daga á ári á þessu tímabili, 40 tíma á viku, þá kemur í ljós að þetta barn mun eyða 10% af ævi sinni í vinnu. 90% utan vinn- unnar! Þessu megum viö ekki gleyma. En atvinnan er að sjálf- sögðu undirstaða alls hins og sá tími sem fer í hana fer minnkandi. Við munum byrja seinna og seinna að vinna, verðum lengur og lengur í skóla, förum fyrr og fyrr á eftirlaun, vinnudögum á ári mun fækka, sumarleyfi lengjast og vinnutími á hverjum degi stytt- ast! — Við verðum því að fram- leiða mikið þann tíma sem við erum við vinnu. Og það verður að duga til að skapa okkur ánægju- legt umhverfi og ánægjulegt líf hin 90%afævinni! Auðvitað er alltaf spurning hversu miklu á að eyða á hverju sviði. Ég tel að æskilegast væri að allir fyndu eitthvað við sitt hæfi. Það er búið að byggja upp mikil íþróttamannvirki, fólki finnst það sjálfsagt. Við byggðum Þjóðleik- hús og nú er verið að byggja Borgarleikhús. Það er talað um að byggja hljómleikahöll. Það eru byggðir upp vegir inn um öll öræfi fyrir náttúruunnendur. Við verðum aö reyna að byggja upp þannig þjónustu og umhverfi hér á landi að fólki geti liðið vel utan vinnutímans, á sama hátt og því þarf að líða vel í vinnunni. Við megum því ekki fórna tíu prósentunum fyrir 90 prósentin eðaöfugt!!” I. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.