Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 45

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 45
horfði annars hugar á innrammað plakat sem hvatti þá sem hugðu á feröir til að „fljúga meö BOAC”. Það voru átta aðrir farþegar af ýmsu þjóöerni þarna í heita litla kofanum. Feitlaginn þýskur kaupsýslumaður, sænskur ferða- maður með dýrar myndavélar hangandi á sér, tveir breskir for- ingjar úr hernum í fríi, parsi, aldurhnigin indversk hjón og bandarískur borgari — hr. Lashmer J. Holden yngri — virtist enn einu sinni vera sofnaður. Hvernig getur hann blundað svona, hugsaði Dany hneyksluð, þegar við veröum innan skamms komin til Zanzibar og ef þeir hafa frétt eitthvað þar bíður lögreglan kannski eftir okkur á flugvell- inum? Ef mamma verður þarna aö taka á móti okkur þekkir hún mig strax, jafnvel með gleraugun og þessa viðurstyggilegu hár- greiðslu. Hvað ef hún segir eitt- hvað fyrir framan vegabréfa- skoðunina og tollinn áöur en við getum komið í veg fyrir það? — 0, ég vildi óska að þetta væri allt afstaöiö! Hvernig getur hann sofið? Lash opnaði annað augað, drap tittlinga hátíðlega til hennar og lokaði auganu aftur. Dany stokk- roðnaði eins og hefði hann staðið hana að því að hugsa upphátt. Hún sneri einbeitt baki við honum um leið og Nigel Ponting kom aðvíf- andi og kynnti arabann. „Hér er maður sem þú veröur bókstaflega að hitta. Seyyid Omar-bin-Sultan. Hann á bókstaf- lega himneskt, himneskt hús í Zanzibar. Satt aö segja tvö — eöa eru þau þrjú? Hvað um það, ef þig langar til að skoða eyjuna veröur þú að lokka hann til að fylgja þér. Það getur enginn sagt þér jafn- mikið og hann. Hann bókstaflega er Zanzibar!” Seyyid Omar brosti og hneigði sig. Enskan hans var reiprenn- andi eins og ítalskan hafði verið og hann talaði hana naumast meö nokkrum hreim. Hann minnti á engan hátt á samlanda sinn, hr. Salim heitinn Abeid, því húð hans var engu dekkri en Marchese di Chiago og hann var töfrandi og skemmtilegur í samræðum. Lash lauk ekki upp augunum aftur fyrr en kallað var á farþeg- ana aö fá sér sæti í flugvélinni, en í því þau fóru út úr litla kofanum með pálmalaufþakinu tók hann um handlegg Dany og tafði fyrir henni, gekk hægt þangað til hin voru komin á undan. „Hlustaðu vel,” sagði Lash hraðmæltur og í hálfum hljóðum. „Þegar viö erum komin þangað skaltu eyða svo miklum tíma sem þú getur áður en þú ferð út úr flug- vélinni. Vandræðastu með farangurinn — hvað sem vera skal. En þú skalt sjá til að þú verðir allra síðust í röðinni. Ég verð að hitta móður þína fyrstur — ef hún er á flugvellinum — eða stjúpa þinn — eða bæði. Annars sitjum við í súpunni áöur en við getum deplað augunum tvisvar. Náðir þú þessu?” Dany kinkaði kolli. Og svo voru þau einu sinni enn komin í sætin sín og horfðu á uppljómað skilti þar sem stóð: „Reykingar bann- aöar. Festið sætisólar.” Pemba skrapp fyrr en varöi saman í lítinn dökkan blett á blárri víðáttu og framundan var eitthvað sem fyrst virtist ekki áþreifanlegra en skuggi af skýi á glitrandi hafinu. Zanzibar. . . . Dimmblátt hafið vék fyrir glæsi- legri grænku sandrifja og grynn- inga og þau lækkuðu flugiö og þutu yfir ekrur með negultrjám og pálmarjóður, yfir appelsínugaröa og húsaþyrpingar. Lash rétti út höndina og tók um hönd Dany, greip þétt um hana og uppörvandi og svo kom skellur og hnykkur og þau óku á ofsahraða eftir flugbrautinni og staðnæmd- ust loks fyrir framan langt, hvítt húshjá óteljandi trjám. Lash losaði sætisólina í síðasta sinn og sagði: „Leggjum í ’ann!” Og fór. Dany vissi aldrei hvað hann sagði við móður hennar og Tyson sem bæði voru á flugvellinum að taka á móti vélinni. Hann hafði haft tæpar fimm mínútur, örugg- lega ekki meira, en hann virtist hafa notað þær vel. „Elskurnar!” kallaöi Lorraine, heilsaöi gestum sínum um leiö og þeir komu fram fyrir skilrúm þar sem þeir höfðu staðiö í biöröð til að sýna vegabréf sín og leyfi og fá þau stimpluð. „Mikið er yndislegt að hitta ykkur öll. Elf! Mikið er unaðslegt aö hitta þig, elskan. Og Gussie! Gussie, þú lítur dásam- lega út. Og brjálæðislega smart. Halló, Millicent. Eddie! — Það eru mörg ár síðan við hittum þig síðast! Æ, jæja, mánuðir þá, en r JVuiV-^ JVIates Iii*iiii_»iiu_> iashion to a iinilonn world " * Nauðsynlegir þeim sem vinna við mikið fótaálag, t.d. á sjúkrahúsum og í verslunum Innlegg sem fellur sérstaklega vel að. Sjúkraskór fást nú í litum Skinnið innan í skónum dregur úr raka. Ekta mokkasíur. / Fyrsta flokks leður. Sérstaklega mjúkir sólar sem draga úr álagi á fótum við vinnu. Handsaumaðar mokkasíur. V, Ibmediahf. BORGARTÚN 20 SÍMI27S11 SENDUMI PÓSTKRÖFU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.