Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 29
Tilraunasvæði
Rússa
Ekki eru Bandaríkin ein um að
prófa eldflaugar. Sovétmenn hafa
sitt tilraunasvæði og reyndar hafa
gengið um það sögur að þeir hafi
skotið niður kóresku farþega-
þotuna 007 í september síðastliðn-
um vegna þess að á þeim slóðum
hafi þeir einmitt í þeirri andrá
verið að flugprófa nýja eldflaug
sem gengur undir nafninu PL-5.
Nákvæmar upplýsingar um
flugið frá Vandenberg-herstöðinni
til Kvajalein liggja ekki á lausu.
En samt er vitað að oftast er verið
aö prófa gæði eldflauganna —
gæðaeftirlit. Herforingjarnir vilja
vita hvort eldflaugarnar virka
eins og til er ætlast.
Af handahófi er valin einhver
Minuteman III eldflaug, sem
þegar hefur verið komið fyrir í
skotstöð einhvers staðar í Banda-
ríkjunum. Þessi tegund er algeng-
ust af langdrægum eldflaugum og
ber þrjár sprengjuflaugar sem
hægt er að miða á hvert skot-
markið fyrir sig. Sprengibúnaður-
inn er tekinn úr sambandi og
flaugin flutt til Vandenberg-her-
stöðvarinnar í Kaliforníu. Síðan er
eldflaugin undirbúin fyrir brottför
og öll loftför og sjóför vöruð við.
Þegar allt er reiðubúið hefst til-
raunin. Eldflauginni er skotið á
loft rétt eins og um kjarnorkustríð
væri að ræða. Fimmtíu tonna
þung eldflaugin skýst á loft og
stýrikerfin aftan viö sprengju-
flaugarnar stjórna ferðinni.
Hraðamælar sýna breytingar á
hraðanum og gýrómælar hver
stefnan er og hvort flaugin hallast
of mikið. Tölva tekur viö þessum
upplýsingum og stjómar eld-
hreyflunum í samræmi við þær, í
því skyni að halda eldflauginni á
réttri braut.
Þrír aflhlutar eldflaugarinnar
senda hana á loft á tveim mínút-
um. Þegar gangi eldflaugahreyfl-
anna í þriðja hlutanum lýkur
rennur upp sú stund þegar hægt er
að sjá hvort skotiö tekst. Eld-
flaugin á að vera komin á réttan
stað úti í geimnum, á réttum
hraöa og með hárrétta stefnu.
Hægt er að hætta við skotið á
þessum tíma, en ekki síðar. Þegar
þriðji hlutinn skilur við eld-
flaugina er of seint að iðrast. Eftir
eru aðeins þeir hlutar sem inni-
halda stjórnkerfið og sprengju-
flaugarnar. Á þeim eru raunar
litlir mótorar sem gera kleift aö
rétta stefnuna af svo að sprengju-
flaugarnar hitti skotmörkin betur.
Tuttugu mínútur líða frá því að
eldflaugin tekst á loft og þar til
hún fellur í sjóinn við Kvajalein.
Skjóta-leita-skjóta
Tilraunirnar gefa bandaríska
hernum kost á að prófa ýmsar teg-
undir vopna sem ætlað er að
granda eldflaugum (ABM-vopn).
Sáttmáli milli Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna frá 1972 takmarkar
að vísu slík vopn við 100 á hvort
stórveldið en bannar ekki tilraunir
með nýjar geröir slíkra vopna.
Bandaríkin verja miklum pening-
um í hönnun og tilraunir með
ABM-vopn, til að „mæta sovésku
ógninni” ef notuð eru orð hers-
höfðingjans sem stjórnar vörnum
Bandaríkjanna gegn óvinaeld-
flaugum. Núna er verið að prófa á
Kvajalein gagneldflaugakerfi sem
byggir á skjóta-leita-skjóta að-
ferðinni. Fyrst er skotiö á eld-
flaugar utan gufuhvolfsins, síöan
leitað að sprengjuflaugum sem
gætu hafa komist frá burðareld-
flaugunum inn í gufuhvolfið og
þær skotnar niöur.
Skotmarkið úti í geimnum er
fundiö með innrauðum kíki sem
gerir mönnum kleift aö sjá heitan
útblásturinn frá eldflauginni úti í
köldum geimnum. Þessi kíkir er
svo næmur að með honum er hægt
að sjá mann í 1500 kílómetra fjar-
lægð.
Vígbúnaðarkerfi sem byggðist á
þessum tækjum mundi senda
gagneldflaugar búnar svona kíkj-
um út í geiminn og láta þær
granda langdrægu eldflaugunum
fyrir utan gufuhvolfið. Verið er aö
hanna eldflaugar sem verða
búnar ratsjártækjum til að finna
þær sem hafa sloppið inn fyrir
gufuhvolfiö.
Kvajalein-eyjaklasinn er
umdeildur. Gagnrýnendur segja
aö tilraunirnar miði að því að gera
Bandaríkjunum kleift að ráðast á
Sovétríkin að fyrra bragði og það
valdi truflun á jafnvægisástand-
inu sem ríkt hafi. MX-flaugar geti
leyst af hendi slíka skyndiárás og
síðan sjái ABM-flaugamar um aö
eyðileggja þær eldflaugar and-
stæðingsins sem eftir standi.
Eyjarskeggjar á Kvajalein lifa
ekki neinu sældarlífi. Múgmenn-
ingin í herstöðinni stingur í stúf
við fátækrahverfið í Ebeye, þar
sem 8000 manns búa um sig á
nokkur þúsund fermetrum. Á eyj-
unni er ekkert ferskvatn að finna,
engin holræsi, enga menntaskóla
og litla atvinnu að fá.
Eyjaklasinn tilheyrir Marshall-
eyjunum sem Bandaríkin stýra
samkvæmt ákvöröun Sameinuðu
þjóöanna. Herstöðvarnar verða að
líkindum áfram á eyjunum, jafn-
vel þótt margir eyjarskeggjar
vilji framar öllu losna við þær. Þó
gætu málin breyst ef kæmi til
kjarnorkustríðsátaka.