Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 19
Bay exinni sinni og skildi búkinn
eftir:
Fann hana svo vinnumaður
nokkur/og lét út spyrjast atburð-
inn./ Mælti: hérna liggur kven-
mannsskrokkur/ en höfuöið ég
hvergi finn.
Lem Prentiss, eigandi bankans,
var hræddur um aö Rewt myndi
fæla fólk frá bankanum. Því flýtti
hann sér út og rétti vísnasöng-
varanum dollaraseðil og bað hann
að hypja sig. Þá hraðaöi Rewt sér
aö vefnaðarvöruverslun Pevelles.
Þar er séð fyrir þörfum manna og
hrossa. Þangað kom hann meö
annan söng í hjarta sér, eitt eða
tvö erindi um til dæmis limlesta
elskendur eöa slys viö þreskingar.
Það nægði og Ralph Pevelle kom
hlaupandi út og þrýsti tveimur
peningum í lófa karlsins.
„Kærar þakkir, hr. Pevelle.”
„Snargeggjaða gamla fíflið
þitt! Ef þú vogar þér að koma
hingað aftur skal ég berja þig í
klessu.”
Frá búðinni hans Pevelles var
ekki langur gangur að Matstofu
Cosmos. Nick Cosmos var ekki
beinlínis yfir sig glaður við komu
hans. „Þú skalt fá að syngja þitt
síðasta, bölvaður!” öskraði hann.
Og Rewt söng. Hann tók fyrir
ákveðinn hluta af efnisskrá sinni
og í um það bil klukkutíma var
þröngvaö upp á bæjarbúa hugleið-
ingum um frægustu járnbrautar-
slys veraldar, bæklaöa farþega af
völdum vagnhlassins, föðurlaus
ungbörn, mannfjölda kraminn
undir flutningavögnum. Fólkið í
Loudon Falls fann að löngunin til
aö borða úti minnkaði snarlega.
Aö lokum borgaði Niek karlinum
lausnargjaldiö, sagði honum að
hann væri óþolandi plága og
spurði af hverju hann settist ekki
að einhvers staðar annars staðar,
til dæmis í Ástralíu. Hann sagöi
Rewt að hann hlyti aö vera
ættaður frá mykjuhaug. Við það
brosti Rewt örlítiö eins og hann
væri því hreint ekki ósammála.
Síðla dags hafði karlinn kúgað
út nægilegt fé til þess að geta
skroppiö í vínbúðina. Hann tæmdi
þá þennan eina vasa sem eftir var
á fötunum hans af krumpuöum
seölum og smámynt. „Þrjár flösk-
ur af brennivíni, takk fyrir,” sagði
hann við Art Morang. Stundum
bað hann líka um nokkra poka af
kartöfluflögum og dálítið af
þurrkuðu kjöti um leið (Rewt karl-
inn gerði öll sín innkaup í vínbúð-
inni). Síðan tók hann feng sinn og
hélt í uppáhaldsbæli sitt undir
járnbrautarbrúnni. Hann hélt því
fram að ekkert léti eins róandi í
eyrum og skröltið í lest yfir höfð-
inu.
Loudon Falls var almennilegur
staöur og reyndi því að láta gamla
manninn njóta þess að einhverju
leyti. Frú Andy Ames, kona út-
fararstjórans, leyfði Rewt að nota
baðherbergið hjá sér í þeirri veiku
von að hann kynni að notfæra sér
á skrokkinn á sér eitthvaö af því
sem þar var að finna. Hann gerði
það ekki, vildi það ekki. En þegar
kalt var um nætur skreiö hann þar
inn, hnipraöi sig saman í tómu
baökerinu og sötraði eitthvert
glundur. Hann söng hástöfum um
fræg sjóslys og vakti allt heimilis-
fólkið með vængjuðum hugsunum
drukknandi sjómanna. Og þar
sem The Lord of Baltimore sökk
með allri áhöfn innanborðs var
Rewt vísað á dyr. Seinna sagði frú
Ames að karlinn gæti skiliö eftir
sig hring í baðkerinu án þess að
fara í bað.
Næst var komiö að séra Paul
Ashley, manni sem lét góð málefni
til sín taka, ferðalög fyrir
farlama, kökubasara, varöveislu
sögufrægra muna. Prestinum
fannst Rewt sjálfur eins konar
sögufrægur gripur. Hann minnti á
vissan hátt á liöna tíö. Það þurfti
að styrkja gamla kvæðamanninn
eins og hrörlegt hús frá nýlendu-
tímanum. Og teboð hjá honum og
prestfrúnni (ákvað presturinn)
yrði sú stoð sem til þyrfti. Að
kynna áður óþekktar siðvenjur
fyrir karlinum. Te og smákökur í
staðinn fyrir ódýrt vín. Kristilegt
samneyti á heimilinu.
„Guð hjálpi okkur! ” hrópaöi frú
Ashley.
En jafnvel með guðshjálp gat
teboð fyrir Rewt ekki heppnast.
Karlinn gekk inn í húsið og hallaði
ískyggilega á stjórnborða. Fötin
hans lyktuðu af hinum ýmsu úr-
gangsefnum mannslíkamans.
„Setjist niður, hr. Chaney,
gjörið svo vel að setjast,” sagöi
frú Ashley í vandræðum sínum til
þess að karlinn (hann leit út eins
og fótur sem færöur hefur veriö í
öfugan skó) hætti að draga skíta-
tauma yfir persneska gólfteppið
hennar. Rewt tyllti sér á legubekk
sem virtist hörfa undan honum.
Skítug höndin á karlinum hrifsaði
smáköku. Kakan molnaði í duft.
Þaö varö löng þögn — í fyrstu.
Síðan sagði Rewt: „Það var nokk-
uð sem mig langaði aö spyrja
prestinn. . . ”
Séra Ashley beygði sig fram.
Hann fann að í loftinu lá trúarleg
spurn.
„Hvenær áttu hinir hógværu að
fá út arfinn sinn svokallaöa? Er til
sérstakt himnaríki fyrir veiði-
hunda?” Presturinn brosti. Hann
gat afgreitt svona spurningar
blindandi meö vinstri hendi.
„. . . mér var aö detta í hug
hvurt þú værir eitthvað skyldur
honum Jeb Ashley ? ”
Séra Ashley hristi höfuöið.
„Gamall kunningi minn, hann
Jeb. Bjó niðri hjá Jonesport. Besti
dádýraveiðimaður sem ég hef
kynnst. Hljóp uppi dýrin og lagði
til þeirra með hnífi. Hélt í viö þau
á fyrsta sprettinum, hélt lengur út
en þau. Við kölluðum hann Ashley
sprettlegg. Ertu viss um að þú
sért ekkert skyldur honum? ”
Aftur hristi presturinn höfuðið.
„Gjörðu svo vel að rétta mér aöra
smáköku, Dolly,” sagði hann við
konu sína.
„Þaö var eins gott. Það fór illa
fyrir honum, aumingja sprettlegg.
Fyrir tveimur árum fór hann út að
ganga með annan veiðihundinn
sinn. Stórhríðarveður. Hann var
með járnkeðju bundna um sig
miðjan til þess að hundurinn
slyppi ekki frá honum. Og veistu
hvað? Það spurðist ekkert til
þeirra fyrr en um voriö. Þá fundu
þeir hundinn bundinn viö beina-
hrúgu. Jarðneskar leifar hús-
bónda síns. Leit út fyrir að
hundurinn hefði haldið í sér líftór-
unni yfir veturinn með því að éta
líkJebs. . . ”
Presturinn hóstaði.
„Þetta var allt í blöðunum,”
bætti Rewt við. Svo leit hann for-
viöa á prestinn. „Skrýtið að guðs-
maðurinn, máttarstólpi mannfé-
lagsins, skuli ekki frétta svona
nokkuð.” „Ég efast ekki um það,
hr. Chaney,” sagði prestfrúin þá.
„Þaö er ekkert nema ofbeldi og
sori í dagblöðunum nú á tímum.
Ef ég ætti börn myndi ég halda
blöðunum frá þeim. . . klám og of-
beldi. . . jarðskjálftar og ég veit
ekki hvað. Maöur fer aö hugsa um
hvort við séum ekki öll villimenn
inn við beinið. . . ”
Þannig hélt hún áfram góða
stund. Loks sneri Rewt sér að
prestinum og sagði. „Þaö er
meiri kjaftur á konunni en rassgat
ágæs.”
Presthjónin buðu kvæðamann-
inum aldrei aftur heim. Þau sögðu
að sál hans væri þegar glötuð. Hún
vildi frekar velta sér í skít og
svaði en dvelja í upphæðum. Frú
Ashley varaði félaga sína í garð-
yrkjuklúbbnum stranglega við aö
bjóða Rewt nokkurn tíma heim. í
heila viku hafði hún skrúbbaö og
úðað og loftað út og enn hafði hún
ekki getaö losnað við hræðilegan
óþefinn af karlinum. Það var eitt-
hvað óguölegt við hann, sagði hún.
Þá var þaö sem Lem Prentiss
tók til sinna ráða. Hann samdi við
Bill Beal og ók Rewt út eftir, kom
honum fyrir á gámla Beal-bæn-
um. Þar voru tvær tylftir hektara
af súrum jarðvegi og grýttum
melum. Landiö var svo grýtt að
þaö var hægt að ganga landa-
merkja á milli án þess að stíga
nokkurn tíma fæti á gróöurmold.
Samt var þetta ein besta jörðin í
sveitinni. Og Rewt var beðirrn um
að yrkja jörðina. Lem sagöi hon-
um aö þaö væri göfugasta starf
sem til væri. Nágrannarnir lögðu
til plóg, eina á, hrútlamb, horna-
járn, gamla ryðgaöa dráttarvél,
girðingarstaura, klaufhamar og
eitthvert stórt amboð úr járni sem
enginn virtist vita til hvers væri.
„En ég er kominn af farandsöl-
um og flökkurum mann fram af
manni,” mótmælti Rewt þegar
Albion Hammett rétti honum sigð.
Tvær vikur liöu. Lem Prentiss
var á leiðinni til ekkjunnar hans
Magoons til þess að ræða við hana
mál viökomandi jarðeign eigin-
manns hennar sáluga. Hann sá
svarta reykjarbólstra leggja upp í
loft móts viö Beal-bæinn. Kjarreldur,
hugsaði hann.
Svo var þó ekki. Þegar hann
kom á staðinn var íbúðarhúsið fal-
iö í þykkum logum. „Rewt!” hróp-
aði hann. „Rewt!” Um síöir rölti
gamli maöurinn út úr húsinu,
glottandi eins og hann hefði ekki
hugmynd um eldinn. Og hann
sagði: „Daginn, Prentiss.
Hvernig gengur krökkunum í
skólanum?”
Ibúðarhúsiö á Beal-bænum
brann til kaldra kola.
Þá rann upp sá örlagaríki dag-
ur þegar leiðir þeirra Rewts og
1. tbl. Vikan X9