Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 17
Vísindi fyrir almenning
Múgæði
A14. og 15. öld skaut einkennilegur faraldur
upp kollinum hér og þar á Italíu. Fólk hóf að
dansa villt og krampakennt og hélt áfram þar
til það hneig niður af ofþreytu. Nokkrir döns-
uðu sig til dauða. Álitiö var að fólkið heföi
fengið dansveikina vegna kóngulóarbits
tarantúlu.
Fyrir nokkrum árum gerði grunsamlegur
sjúkdómur vart við sig meðal stúlkna í vefn-
aðarverksmiðju í North-Carolina í Banda-
ríkjunum, meðal einkenna var kláði. Konurn-
ar sögöu sjálfar að þær hefðu verið stungnar
af skordýri. Þessi ályktun er jafnröng og sú
fyrri. Bit ítölsku tarantúlunnar er eitrað en
maöur deyr ekki af því og það’ leiðir svo
sannarlega ekki til dansveiki af nokkru tagi
(en að áliti læknisfræöinnar veldur þaö alvar-
legum sjúkdómi í miðtaugakerfinu). Enginn
hefur heldur getaö fundið nokkra líkam-
lega skýringu á tarantismanum svokallaða
sem breiddist út frá bænum Tarantos og ekki
bara innan landamæra Italíu heldur líka til
annarra hluta Evrópu. Seinni tíma ágiskun er
aö hræðslan við pestir og stríð hafi komið
fram í þessari örvæntingarfullu hegðun.
I vefnaðarverksmiöjunni í North-Carolina
var heldur ekki hægt að kenna skordýri um öll
sjúkdómstilfellin. Tveir sálfræöingar, Alan
Kerckhoff og Kurt Back, komust aö þeirri
niðurstööu að skordýrið hefði einungis verið
til í ímyndun kvennanna. Þeir nefndu skor-
dýrið „júníbjölluna”, eftir bók sem þeir skrif-
uðu um tilfelliö „the june bug”. Það sem aö
þeirra áliti kom sjúkdómnum af stað var
að konurnar höfðu gegn vilja sínum unnið
mikla eftirvinnu í júní vegna framleiðslu-
stöðvunar. Viö þaö urðu þær taugaspenntar
og ekki bætti úr skák að flestar þeirra áttu
smábörn heima sem voru látin sitja á hak-
anum.
Þetta eru tvö dæmi um múgæði, annaö
harmleikur — hitt ekki eins alvarlegt. Æði,
eða móðursýki, er gamalt nafn á sjúkdómi og
er notaö eða var notaö um fólk sem fær sjúk-
dóm sem það hefur ekki í rauninni þótt það
sýni öll einkenni. Þessi einkenni geta verið
allt frá krampa til lömunar og blindu. Þegar
talað er um múgæði þýöir þaö að svona
ímyndaðir sjúkdómar geti líka verið smitandi
og breiðst út eins og faraldur. Margir banda-
rískir sálfræðingar halda því fram að fyrir-
bærið sé ekki óalgengt og ætti þess vegna aö
vekja um það umræðu, ekki endilega læknis-
fræðilega heldur sem hættumerki um að þjóð-
félagslega sé ekki allt með felldu. Til aðgrein-
ingar frá persónulegri sálrænni truflun, sem
venjulega er kölluö móöursýki, er múgæðið
eitthvað sem getur smitað heilbrigt fólk. I
þessu tilfelli er einnig hægt að tala um flótta,
þótt ekki sé hann áformaður, frá einhverju
óbærilegu. I rannsóknum á fyrirbærum af
þessu tagi frá síðari árum hefur streita alltaf
verið orsökin og oftast eru mörg streitu-
einkenni samofin.
í blaöinu „Archives of General Psychiatry”
hafa þeir Gary Small og Armand Nicholi, sál-
fræðingar viö Harvardháskóla, lýst tilfellum
sem þeir skilgreina sem múgæði i skóla í Nor-
wood í Massachusetts. Það var er nemendur
söfnuöust saman til morgunsöngs í lok maí.
Þá veiktist drengur í 5. bekk og það leið yfir
hann. A næstu mínútum uröu einnig nokkur
börn nálægt honum lasin. Og fyrirbærið
breiddist út. 34 nemendur þurfti að leggja á
sjúkrahús. Um 50 aðrir fengu meðhöndlun í
skólanum. Heilbrigðiseftirlitið hóf leit að
smitbera. Það var leitaö í drykkjarvatninu, í
skólamatnum og loftræstingarkerfinu — en
án árangurs. Samtímis byrjuöu þeir Small og
Nicholi sína eigin rannsókn. Þeir fundu það
sem þeir álitu ótvíræða sönnun um sálrænt
smit.
Einkennin líktust þeim sem koma fram við
múgæöi: svimi, öndunarerfiðleikar, höfuð-
verkur, uppköst og magaverkur.
Öll börnin urðu fljótt heilbrigð aftur. Sál-
fræöingarnir tveir bentu einnig á nokkrar
greinilegar orsakir fyrir faraldrinum. Skóla-
stjórinn, sem var vinsæll, ætlaöi aö hætta,
sjötti bekkur átti próf í vændum og auk þess
skólaferöalag sem allir hlökkuðu til og
sem var fyrir flesta fyrsta ferðin að heiman.
Slík tilfinningaleg streita er nóg til aö leysa
múgæði úr læðingi. Skólar verða sérstaklega
oft fyrir þessu.
I skóla í Alabama fengu til dæmis árið 1973
95 nemendur og 3 kennarar óútskýranlegan
kláöa og önnur einkenni. I sambandi við
mænusóttarfaraldur uröu 118 nemendur í
enskum stúlknaskóla allt í einu veikir, en
enginn af mænusótt. Eitt lekandatilfelli í
skóla í miövesturhluta Bandaríkjanna kom af
stað 84 tilfellum móðursýkislekanda.
Verksmiðjur eru annað hættusvæði. Sál-
fræðingurinn Michael Colligan við National
Institute of Occupational Safety and Health í
Bandaríkjunum er sérfræðingur í iðnaðar-
múgæði. Hann segir í grein í „Science news”
að ótti við mengun og eiturefni, óbeit á yfir-
mönnum og vinnunni sjálfri, ekki síst til-
breytingarlausri vanabundinni vinnu, allt
þetta séu þættir sem valdi streitu og geti leitt
til sálrænna sjúkdóma er fari um eins og
eldur í sinu. Færibandavinnan er algengasta
orsök sálrænna sjúkdóma. Oft fléttast fleiri
streituþættir saman og enginn þeirra þarf aö
vera sérstaklega augljós. Jafnvel minnihátt-
ar mengun getur valdið þunglyndi á löngum
tíma. Tilfinningastreita getur smám saman
minnkað mótstööuaflið gegn líkamlegri ert-
ingu.
Ef margir á sama vinnustað veröa lengi aö
þola slík óþægindi getur sináræði eins og til
dæmis óþægileg lykt orðið neistinn sem kveik-
ir báliö. Ef viðkvæmum einstaklingi fer að
líða illa getur það nægt til þess aö aörir fara
að tengja sínar duldu óþægindatilfinningar og
hugsanleg einkenni viö þessa vondu lykt og
svo verða þeir líka veikir.
Harry Bökstedt
Einkaréttur á ísiandi: Vikan
Colligan kemst aö þeirri niðurstöðu að við
verðum að reikna með múgæði sem mögu-
leika þegar leitað er að ástæðunni fyrir óút-
skýranlegum farsóttum. Það ætti að vera
jafnsjálfsagt að safna upplýsingum um
streitu eins og aö leita aö sýklum og eitri.
Það sem mælir gegn þessu er að sjúkdóms-
lýsingin múgæði gæti verið afsökun til að gera
ekkert við hugsanlegri mengun á vinnustaö.
Colligan álítur aö meiri hætta sé á aö litið
verði framhjá sálrænum streituþáttum ef
alltaf er einblínt á líkamleg umhverfisvanda-
mái.
1. tbl. Vikan 17