Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 33

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 33
I I I I og eru þar fleiri lönd til nefnd en Evrópulöndin. Myndlistarmaöur, þekktur af verkum sínum, flyst til Vestur- heims, þar sem honum býöst starf hjá heimsþekktri stofnun. Hópur listamanna, kór eða hljómsveit, fer utan ásamt þekkt- um söngvara. Þessi atburður veröur mikiö í fréttum meöan á feröinni stendur og veröur meira aö segja sýnt frá honum í beinni útsendingu í sjónvarpinu! Framleiðsla á innlendum tísku- fatnaöi tekur mikinn fjörkipp og þegar líða tekur á árið verður haldin mikil sýning á íslenskri framleiðslu þessarar greinar. Ull og skinnavörur veröa þar mjög í sviðsljósinu og leiöir þetta til mik- illa pantana frá erlendum tísku- húsum. Hætt er við að viö lendum í erfiðleikum meö aö fullnægja eftirspurninni vegna hráefna- skorts. Svarti liturinn er alls ráðandi í kvenfatnaði og mun það eiga sinn þátt í mikilli eftirspurn hér eftir hvers kyns skinnavörum. Verslun — viðskipti — ferðalög I heild má segja aö ekki sé bjart framundan í verslun og viðskipt- um, utan þeirra umsvifa sem skapast fyrir frumkvæöi opin- berra aöila, svo sem í útflutningi. Framan af ári mun fólk hafa hægt um sig í allri eyðslu og líta til aögeröa stjórnvalda, sem hvetja munu til sparnaðar um leiö og þau brydda á tilfærslum og nýmælum sem eiga aö koma fólki til góða þegar líður á árið. Kaupsýslumenn munu líka beita aögæslu í umsvifum sínum og hvaö innkaup snertir munu þeir gera sér far um að leita hagkvæm- ustu tilboða og leggja sig eftir þeim tegundum sem eru á bestu veröi og kaupa í því magni sem hagkvæmast er. Þetta mun draga úr fjölbreytni vöruflokka og sam- keppni í verslun harönar. Nokkur fyrirtæki hætta rekstri en þau sem þrauka áfram notfæra sér nútíma tækni til aö komast yfir erfiöleik- ana, svo sem aö gera nákvæmari fjárhagsáætlanir yfir allan sinn rekstur og leita lægstu tilboöa í kynningum og auglýsingum, þar sem þær skila sér best. Feröalög landsmanna dragast saman, einkum yfir hásumarið. Fólk mun frekar hyggja að dýrari og vandaðri ferðum þar sem „allt” er innifalið. Það munu eink- um vera þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur sem kaupa þessa ferðapakka. Þau lönd sem einkum veröa í tísku þetta áriö eru Sviss, Austurríki og Bandaríkin. Lúxus- siglingar, þar sem allt er selt í ein- um pakka, veröa líka eftirsóttar. Ferðamannastraumur til lands- ins verður vaxandi og munu erlendir ferðamenn eyða hér meira fé en áður hefur þekkst. Ráðstefnur verða nokkrar á árinu og er ein þeirra áberandi frétta- efni. Hún fjallar um einhvers kon- ar vísindi hugans. Þar eru miklir lærdómsmenn á ferö. Árferði — náttúra Við eigum eftir að fá íslenskan vetur, ekki fer hjá því. Bæði sunnanlands og norðan verður kalt og það svo um munar. Snjór liggur ekki langt fram á vor þótt talsverður snjór verði um allt land. Sumarið veröur blautt sunnan- lands en bjart annars staöar, eins og svo oft áöur. Hvergi verða af- gerandi hlýindi, utan hvað Austur- land verður aðnjótandi hitabylgju um mitt sumarið. Engar meiri háttar náttúru- hamfarir eru boðaðar en snjóflóö og afleiðingar þeirra gera nokk- urn usla. Við megum eiga von á villviðra- köflum eftir áramótin og Veður- stofan ætti að gera átak í upplýs- ingaöflun og efla viðvaranir þegar snögg veðrabrigði ber að á þessu tímabili, raunar allt til loka ein- mánaðar. Til nýmæla má telja að hafist verður handa um ræktun kornteg- undar hér á landi í ríkari mæli en áður hefur þekkst og grænmetis- tegundum fjölgar í gróöurhúsa- rækt. Erlend yfirsýn — stjórnmál Þar er fyrst til að nefna að á ár- inu 1984 verður vart við tilhneig- ingu fólks til að flytja úr stórborg- um. Þannig mun í lok ársins koma í ljós aö íbúafjöldi nokkurra stór- borga, bæði í Evrópu og vestan- hafs, hefur minnkað eða ekki auk- ist sem áöur. Þarna er aðallega um að ræða miðstéttafólk og fólk með lágar tekjur sem flytur til landbúnaöar- héraðanna í von um að geta skap- að sér lífsviðurværi með sjálfstæð- um hætti í tengslum við land- búnaðarframleiðslu og þjónustu við hana. 1 pólitísku tilliti eykst einkum þeim stjórnmálaöflum ásmegin sem standa yst til vinstri eða hægri, vegna úrræöaleysis hinna hefðbundnari flokka við að leysa langtímavandamál á sviði efna- hagslífs og meðferðar orkulinda. Á þessu mun fyrst bera í Banda- ríkjunum. Þetta mun hins vegar leiða til þess að Bandaríkjamenn gera átak til að leysa heföbundna orku af hólmi fyrr en áætlað hafði verið. I Evrópu eykst spennan til mik- illa muna fyrir þrýsting Sovét- manna á þjóðir Vestur-Evrópu að lýsa yfir hlutleysi og standa utan varnarbandalags. Ekki sé ég merki þess að samn- ingaviðræður milli Bandaríkja- manna og Rússa hefjist á ný um afvopnunarmálin í sama formi og á þessu ári. Það hallar æ meir í þá áttina að þessi tvö risaveldi semji um annars konar úrlausn. Sú lausn er meðal annars fólgin í brottflutningi varnarliðs Banda- ríkjanna frá stöðum sem nú telj- ast mikilvægir NATO-staðir í Vestur-Evrópu. Síðar, þó ekki á þessu ári, leiðir þessi lausn til þess að öll Evrópa verður á áhrifa- svæði Sovétmanna. Hryðjuverkahópar hafa sig mjög í frammi framan af árinu en markvissar aögerðir á Vestur- löndum verða til að draga mjög úr umsvifum þeirra. Uppeldisstofn- un fyrir hermdarverkamenn verð- ur upprætt og það sem þar kemur í ljós verður ekki til að auka dálæti Vesturlandabúa á stjórninni í Kreml. A árinu munu ekki færri en þrír erlendir þjóðhöfðingjar safnast til feðra sinna. Ekki sé ég hverjir það verða en tveir þeirra eru í Evrópu. Efnahagsbandalag Evrópu heldur áfram að eiga í erfiðleikum og í marsmánuði blandast varnir Evrópu og gasleiðslan mikla frá Síberíu í umræðurnar. Bandalagið klofnar meira eða minna eftir fundinn í mars. Það verður vatn á myllu okkar íslendinga og útflutn- ings okkar um stund. Átökum linnir verulega í Austurlöndum nær og Iran kemst í mikla úlfakreppu vegna þrá- hyggju varðandi hækkun á olíu- veröi. Á írlandi verður mjög ófriðlegt og hermdarverkaöldur ríða yfir. Þetta leiðir til þess að deilur verða í breska þinginu og deilt um hvort Bretar eigi ekki að sleppa alger- lega hendinni af Norður-írlandi. Það verður ekki til lykta leitt á ár- inu. X. tbl. Vikan 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.