Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 38

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 38
Vikan og tilveran Ég er frá frekar litlum staö og þar búa nokkuö margir ættingjar mínir. Þegar ég fór aö vera meö núverandi manninum mínum var ég komin talsvert yfir „venjuleg- an” giftingaraldur. Ég var búin aö stofna eigiö heimili og var í góöri vinnu. Hann kom á þennan staö til aö vinna. Hann er mörgum árum yngri en ég en við fundum fljótt aö við áttum margt sameiginlegt. Viö uröum góðir vinir og þróaðist þaö síðan upp í aö viö ákváöum aö gifta okkur. Ekki get ég sagt aö ættingjar mínir hafi tekið þessu vel. Þeim fannst aldursmunurinn óeölilega mikill og ekki í „rétta átt”. Samt voru þeir aldrei neitt óalmenni- legir viö okkur, en maöur vissi svo sem hvaö klukkan sló. Það var aldrei sagt hreint út en manni fannst jafnvel aö þaö væri gefið í skyn að hann væri að næla sér í þægilega tilveru, af því ég var búin aö koma mér vel fyrir. Þaö var auðvitað algjör fjarstæöa, hann var í vel launaðri vinnu og fullfær um aö koma sér sjálfur fyrir. En vinkonur mínar, sem voru ekkert sérlega margar, því þegar þær fóru að eignast börn fjar- lægöist ég þær og þær mig, þær tóku þessu beinlínis illa. Viö vorum ekki boðin velkomin í hóp gifta fólksins og „duttum út”, ef svo má segja, úr öörum hópum. Okkur fannst það ekkert gera til, viö höföum hvort annað. En viö höfðum alltaf bak viö eyrað aö flytja búferlum, helst til annars lands. Eftir tveggja ára hjóna- band létum viö veröa af því. Viö könnuöum margt, meöal annars aö fara til Ástralíu því margir Islendingar fóru einmitt þangaö á þessum árum í leit aö nýrri framtíð eins og við. En við ákváöum aö fara styttra og settumst aö í landi þar sem Islendingar hafa ekki sest aö í stórum stílí atvinnuleit.Við rufum öll tengsl við fyrri vini (þá sem eftir voru) og byrjuöum upp á nýtt. Við gerðum ekkert til aö hafa samband viö íslendingana í landinu heldur settumst við aö á staö úti á landi (stórum á íslensk- an mælikvarða) og komum mjög fljótt undir okkur fótunum þar. Við höfðum gegnum kunningsskap frétt af atvinnu sem hentaöi manninum mínum mjög vel og ég fékk líka mjög vel launaöa vinnu þarna. Viö erum barnlaus og sættum okkur vel við það þegar ljóst varö að svo yrði. Við erum ákaflega samrýnd. Þetta gaf okkur svig- rúm til aö koma okkur mjög vel fyrir og viö bjuggum glæsilega og höfðum þaö mjög þægilegt, vorum talsvert út á viö og þaö verður að segjast eins og er aö viö flutninginn til þessarar borgar urðu algjör umskipti á okkar lífi. Viö eignuöumst fullt af vinum (eöa þaö héldum viö) og vorum alltaf í skemmtilegum félagsskap, héldum boð og hittum vinina á veitingahúsum. Þaö var mjög skemmtilegt að geta veriö virkur í skemmtanalífi eftir fábreytnina heima og svo er loftslagið þarna allt annað en heima og í alla staði einhvern veginn miklu léttara að lifa. Vinnudagurinn var stuttur á íslenskan mælikvarða, þarna var hægt aö fá mjög vel launaða vinnu og við vorum svo heppin aö geta gengið í svoleiöis vinnu. Við uröum ágætlega kynnt í vinnu, enda held ég aö Islendingar séu miklu vinnusamari en margir Evrópubúar, að minnsta kosti í þessu landi. Okkur virtist allt ganga okkur í haginn. Við bjugg- um þarna í 3 ár og okkur fannst lífiö alveg dásamlegt. Ég held ég geti sagt að það ber ekkert á and- úö í garö útlendinga þarna, þrátt fyrir þaö sem við seinna reyndum, ég verö aö taka það skýrt fram. Eg sagöi áöan aö við hefðum eignast mikið af vinum. Við vorum alveg blinduö af vinsældunum og ég held að við höfum látið það koma fram í þeim fáu bréfum sem við skrifuðum heim. Ég býst viö aö ég hafi ekki staðist að bera saman hvaö góöir vinirnir okkar þarna úti væru miðaö viö þá sem heima voru. Ég var ennþá leið vegna þess hvernig okkur var tekiö þegar viö giftum okkur. Svo einn daginn urðu mikil um- skipti í okkar lífi. Viö höfðum tals- vert verið að reyna að hugsa um tilveruna og vinina okkar og hvaö fólkiö sem viö umgengumst væri innilegt, kannski eina fjölskyldan sem viö hefðum eignast um ævina. Ég veit ekki hvaö hljóp í okkur en viö ákváðum aö láta spyrjast aö viö hefðum tapaö öllum okkar eigum og værum stórskuldug eftir eitthvert meiri háttar brask (það voru allir í braski þarna hvort eð var). Það var mjög auðvelt aö láta svona sögur fara af staö. Við ætluðum bara að athuga hvernig fólki yröi viö. Þaö sem viö upp- götvuðum varö þyngsta áfall sem ég hef nokkurn tíma orðiö fyrir. „Vinirnir” hurfu eins og dögg fyrir sólu. Enginn hafði samband viö okkur aö fyrra bragði, á barnum okkar vorum við hreinlega sniðgengin. Ég hefði aldrei trúað því aö fólk gæti verið svona ómerkilegt — og þaö út af peningamálum. Hvort sem þaö komst nú á hreint seinna, að við hefðum verið aö gabba, eöa ekki er víst um þaö aö við fólkið þarna 38 Víkan l.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.