Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 44

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 44
FRAMHALDSSAGA hallaði sér út og talaöi við ein- hvem út um opnar dyrnar. Síðan hraöaði hún sér eftir ganginum og hvarf inn í flugstjórnarklefann. Tvær mínútur liðu enn, svo birtist hún aftur í fylgd meö flugstjóran- um og aðstoöarflugmanninum og öll þrjú fóru út úr vélinni. „Hvað nú?” spurði maðurinn sem var að fara á ráöstefnuna í Tanga. „Nú er andskotans mælir- inn fullur! Hvað ætla þau aö láta okkur hanga svona lengi?” Hann stikaði reiðilegur eftir ganginum og rýndi út í sólskinið. Þau heyrðu að hann kallaði niöur til einhvers á flugbrautinni. „Ja hérna,” sagði Nigel Ponting daufur í dálkinn, „þessir kaupsýslumenn og asinn á þeim! Eins og hálftími til eða frá skipti máli!” „Þar er ég hreint ekki sam- mála,” sagöi Gussie Bingham hvasst. „Þaö er alltaf óþolandi að verða fyrir töfum. Og það verður eflaust ákaflega óþægilegt fyrir Tyson, sem tekur sjálfsagt á móti okkur. Hvað heldurðu að tefji okkur?” „Hvað svo sem það er, kæra frú, þá hlýtur það að vera huggun aö það er okkur áskapaö,” sagöi Nigel illkvittinn. „En viö verðum að treysa því að það sé ekki ein- hver stórvægileg vélarbilun, ann- ars verður okkur áskapaö aö bíða hér klukkustundum saman! ” Frú Bingham slapp við að þurfa að finna hæfilegt svar viö þessu kænlega skoti þegar Tanga- farþeginn kom aftur. „Einn Zanzibar-farþeginn virðist hafa veikst,” tilkynnti hann og gekk reiðilegur aftur í sætið sitt. „Ég get ekki ímyndað mér hvers vegna við eigum öll að bíöa þess vegna. Búast þeir við að viö bíðum þangað til honum líður betur? ” Þegar hér var komið sneri flug- freyjan aftur rjóð og áhyggjufull og flutti stutta tilkynningu: „Vin- samlegast takiö eftir. Ég er hrædd um að við tefjumst enn í — hm — fáeinar mínútur. Okkur þykir leitt aö valda ykkur þessum óþægind- um en við vonum að þaö líði ekki á löngu áöur en við — hm — förum á loft. Þið megiö reykja ef þið kærið ykkur um en vinsamlegast verið kyrr í sætunum.” Aftur upphófst samræöukliöur en dó út um leið og tveir flugvall- arstarfsmenn og ungur, evrópskur lögreglumaður í sterkj- uðum kakí-einkennisbúningi komu inn í vélina. Annar flugvall- armaðurinn talaði kurteislega og stutt í hátalarann: „Afsakið að við ónáðum ykkur en við þurfum að skoða vegabréfin aftur. Vinsam- legast hafið vegabréfið tilbúið. ’ ’ Dany sendi Lash æöisgengið og hrætt augnaráð en hann leit ekki á hana á móti. Hann dró fram vega- bréfiö sitt og rétti út höndina eftir hennar vegabréfi, enn án þess að líta á hana, og algjört tilfinninga- leysi hans herti hana svolítiö upp. Hún heyrði raddir og fótatak og skrjáfið í pappír þegar embættis- mennirnir gengu eftir ganginum, skoðuðu öll vegabréfin, báru þau saman viö lista og hripuðu hjá sér stuttar athugasemdir á lausblaða- blokk. „Holden,” sagði Lash stuttara- lega, rétti þeim vegabréfið sitt um leið og þeir staðnæmdust hjá hon- um. „Ungfrú Kitchell, einkaritari minn.” Dany þvingaði sig til aö horfast í augu við manninn og hvika hvergi undan og þó henni þætti hann standa þarna skelfilega lengi var þessu í rauninni öllu lokið á þremur mínútum tæpum. Þeir höfðu ekki spurt að nema einu: Sömu spurningar og þeir höföu lagt fyrir alla aðra í vélinni. „Hvar er hægt að ná í ykkur næstu tíu dagana?” Jafnvel ungi lögreglumaöurinn hafði heyrt um Tyson Frost og hafði lesið bækurnar hans. „Ennþá fleiri,” sagði hann og hripaði hjá sér heimilisfangið. „Hr. Frost virðist vera með heil- mikinn hóp af gestum. Hann er dásamlegur maður, finnst ykkur ekki? Ég hitti hann þegar hann fór hér um fyrir fáeinum mánuöum. Ég fékk líka eiginhandaráritun hans!” Pilturinn brosti út að eyrum, gekk til næsta farþega og Dany slakaði aftur á. Þetta var bara formleg skoðun eftir allt saman. Hún sneri sér til aö brosa til Lash en Lash brosti ekki. Þvert á móti virtist hann áberandi þungur á brún og þaö var einkennileg árvekni í fasi hans líkt og taugar hans og vöðvar væru spenntir. Þetta var sami svipurinn og hann hafði sett upp nóttina áöur og hann hræddi Dany. Mennirnir þrír komu aftur eftir ganginum, höfðu lokið eftirlits- ferðinni, og Larry Dowling sagði: „Hvernig líöur honum, foringi? — Hr. Abeid. Ég vona að þetta sé ekkert smitandi. Það virtist allt í lagi með hann þegar hann fór frá borði áðan. Er hann mjög veikur?” „Hann er dáinn,” sagði lögreglumaðurinn stuttur í spuna og fór. Þaö sló sem snöggvast þögn á hópinn, þögn sem ávallt fylgir slíkum tilkynningum, hvort sem þær eiga við vini eöa ókunnuga. Endir lífs. Millicent Bates rauf þögnina og sagði hátt og vantrúuð: „Dáinn? Eigiö þiö viö arabíska náungann sem kom með okkur í vélinni frá London? Hvílík endaleysa! Þeir hljóta að hafa gert mistök. Hvað, hann var af og til aö rabba við hr. Dowling alla leiðina frá Nairobi. Ég heyröi til hans. Hann getur ómögulega verið dáinn! ” „Hjartaö, býst ég viö,” sagði Larry Dowling vansæll. „Hann sagði að sér liöi ævinlega illa í flugvél. Hann var svolítið fölur á vangann. En hann getur ekki hafa verið flugveikur. Við höfum hreint ekkert hossast. Ég held að þetta hafi bara verið taugarnar. ” „Á meðan það er ekki bólusótt eða kólera eða einhver af þessum viðbjóðslegu austrænu sjúkdóm- um! ” sagði Millicent og hryllti sig greinilega. „Ég sagði þér aö við ættum eftir að iðrast þessarar Austurlandaferðar, Gussie! ” Dany heyrði að frú Bingham sneri sér snöggt viö í sætinu. „Segðu ekki svona þvælu, Milli- cent! Auövitað getur þetta ekki verið neitt smitandi. Ef svo væri settu þeir okkur öll í sóttkví! ” „Hvernig vitum við aö þeir séu ekki búnir aö því?” spurði ungfrú Bates. „Viöerum hér enn!” Enn þögnuðu allir í flugvélinni, meltu þetta með sjálfum sér. Á endanum var þögnin rofin þegar flugstjórinn og aðstoðarflug- maöurinn komu aftur og fimm mínútum síðar var flugvöllurinn í Mombasa að baki — minnkandi flekkur milli leikfangatrjáa. Dany sneri sér, leit aftur á Lash og sagði lágt og kvíðin: „Hefðu þeir í alvöru sett okkur í sóttkví hefði þetta veriðsmitandi?” „Ef það hefði verið smitandi hefðu þeir aldrei sleppt okkur burt.” „Ö. Já. Ég hugsaði ekki út í það. Ég býst við að þetta hljóti að hafa verið hjartaáfall. Eða slag út af hitanum.” „Ég efast um það,” sagöi Lash stuttur íspuna. „Af hverju?” „Þeir hefðu ekki haft fyrir því að skoða vegabréfin okkar allra og fullvissa sig um að þeir gætu náð sambandi við okkur aftur ef það væri eitthvað svo einfalt. Þeir halda að þetta sé eitthvað annaö.” Enn fannst Dany hún vera undarlega andstutt. Hún sagöi: „Ég veit ekki við hvað þú átt.” „Þá ertu heppin,” sagði Lash snúöugt og kom í veg fyrir allar frekari samræöur með því að halla sér aftur og loka augunum ákveðinn. Litlir skýjabólstrar svifu leti- lega í heitu bláu lofti og skuggar þeirra reikuöu langt fyrir neðan yfir ananasekrur klofnar af sísal og gildum, fölum, lauflausum baobab-trjám. . . Tanga og aftur biö: Núna styttri. Kvalafull bið. En þarna voru engir lögreglumenn sem biöu vélarinnar. Aftur rödd flugfreyj- unnar: „Vinsamlegast takið eftir. Skiltið segir til um hvenær á að festa sætisólarnar. . . ” Nú voru þau yfir hafinu, gler- kenndu hafi sem rann saman viö glerkenndan himin og hvergi strik sem sýndi hvar annað endaði og hitt tók viö: blátt og grænt, fjólu- blátt og ametýst-blátt, með fölum röndum reikandi strauma, litir sem bærðust og breyttust þegar skuggi flugvélarinnar smaug yfir djúpt vatn, kóralkletta, grýttan botn eða sandgrynningar. Pemba: græna eyjan, auðug af negul og dimm af sögum af nornum, árum og galdramönnum. Löng malarflugbraut og hafgolan skrjáfaöi í pálmalaufþaki og flétt- uðum hliðum litla kofans sem var notaöur undir flugvallarskrifstofu og biðsal. Amalfi Gordon, sem virtist eiga ámóta vel heima þarna og demantsskraut í skran- búð, staröi óttaslegin og vantrúuö á risavaxna, hægfara margfætlu sem skreið hin ánægðasta yfir rykugt gólfiö. Millicent Bates bar meö sér að verstu grunsemdir hennar væru orðnar veruleiki og „hvað sagði ég ykkur? ” mátti lesa úr svipnum. Gussie Bingham sat á blábrúninni á trébekk sem hún haföi fyrst haft rænu á að breiða á hreinan vasaklút og horföi líka á margfætluna með áberandi kvíöa- svip. Eduardo di Chiago, Nigel Ponting og arabann í hvítu fötun- um, sem stóðu saman í opnum dyrunum, bar við heita auðn sands og himins og voru aö tala saman á ítölsku. Og Larry Dowling veifaði nýja panama- hattinum sínum til að kæla sig og 44 Vikan 1. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.