Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 20

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 20
Ike Cadwalladens lágu saman. Ike var áttatíu og fimm ára og einn allsherjar æðahnútur. Hann var meö einhvem sjaldgæfan sjúkdóm sem geröi þaö aö verkum að hann blundaði á augabragði. Augnlok- iö á auganu sem hann sá enn meö var fest upp með einhverju tóli sem leit út eins og tannstöngull. Endrum og sinnum skrapp tólið úr. Og þá datt hann út af hvar sem hann var staddur. Ike var á leiðinni til Toms Gerold járnsmiðs til þess aö láta draga úr sér síðustu geifluna þeg- ar litla tólið datt úr, splink! Og Classic ’38 Desoto druslan hans hentist yfir kantsteininn, upp á gangstéttina og skall á Rewt sem var í óöa önn aö góla fyrir við- skiptavini á Cosmos kvæði um drukknandi smábörn. Það heyrð- ist lágvær hvellur og Rewt kastað- ist upp í loftið. Hann lenti hinum megin viö götuna, nálægt minnis- merkinu um syni bæjarins sem létust í borgarastyrjöldinni. Þar lá hann sjálfur nær dauöa en lífi. En Ike bara hraut með trýnið á bílnum ofan í sérréttinum hans Edge Boatwrights. Einhver tók kvæðamanninn upp og skutlaði honum yfir til læknisins. Læknirinn plástraði, vaföi og saumaði og meira að segja sagaði (sögðu sumir). Allan tímann velti hann því fyrir sér hvort hann ætti að þiggja mútuféö af Ralph Pevelle og láta gamla manninn deyja eölilegum, kristi- legum, kvalafullum dauðdaga. En að lokum settti hann Rewt saman að nýju — að mestu leyti. En hvort hann setti hann rétt saman er annað mál. Bæjarbúar höföu sína skoðun á því. „Ertu eitthvað verri, George. Læknirinn er heiðarlegur og vandaður maður. Hann hefur svarið Hippókratesareiöinn og allt það. . . ” „. . . hann skrúfaði hausinn eiginlega öfugt á. Og sérðu hrygg- inn á honum. Jesús minn almátt- ugur, henn er kengboginn eins og kringla.” „Hvaö er að heyra! Það var druslan hans Ike sem gerði þetta. . . ” „Aðeins læknir gæti gert þetta svona. Kvöldið sem slysiö varð sá ég hálfan bæinn fara heim til læknisins. Ralph Pevelle var einn þeirra. Lem Prentiss. Albion Hammett. Heldurðu að þeir hafi farið þangað til aö votta samúö sína?” En hver sem ástæðan var þá var Rewt Chaney nú ekki nema skugginn af hinum áöur óþolandi sjálfum sér. Það var dapurlegt að sjá hann dragast um bæinn. Hann haltraði á báðum fótum. Hann sneri höföinu alltaf í austur, jafn- vel þótt afgangurinn af honum væri á leið í vestur. Nokkrir bæjarbúar komu óbeðnir til hans og gaukuöu einhverju að honum. Og stöku sinnum var matar- böggull settur undir járnbrautar- brúna. Samt reyndi hann aö syngja eins og hann haföi sungiö á árum áður. Hann kom sér fyrir á tröpp- unum við bankann hjá Lem á venjulegum tíma eða fyrir framan matstofuna og hóf upp raust sína með einu af drápskvæöunum: Eg syng ykkur sögu hins fríða mans/sem drukknaði í lygum unnustans. Hann komst í gegnum eitt eöa tvö erindi en þá hætti hann í miðju kafi. Hann leit niður til jaröar eins og hann byggist viö að finna þar þaö sem hann hafði gleymt. Síðan gekk hann burtu og hengdi haus- inn dálítið, sorgmædd og yfirgefin mannvera. Sumir töldu aö bíllinn hefði rekiö minniö gjörsamlega úr höfðinu á honum. Dag einn var Andy Ames aö smyrja móður matvörukaup- mannsins Joe Morang þegar Rewt staulaðist inn í útfararstofuna. Karlinn hafði meðferðis gráan kámugan strigapoka og tæmdi úr honum á boröið við hliðina á líkinu af gömlu frú Morang. Ut hrundu smápeningar í haugum og nokkrir velktir seðlar. „Ég hef sparað þetta saman,” útskýrði Rewt, og nú vil ég láta grafa mig með glans.” Andy hafnaði aldrei svona til- boði. Hann hafði reiknað með ómerktri fátækragröf handa Rewt. Þetta kom honum þægilega á óvart. „Ég er viss um aö við getum komiö einhverju í kring, hr. Chaney,” sagði hann. „Já, áreiðanlega. Þú getur fengið fallegan reit meö útsýni yfir ána. . . ” „Mér er alveg sama um reitinn eða útsýnið.” „Jæja, en hvað með kistu? Hvemig kistu viltu fá? Ég býst við að þú viljir eitthvað flott. . . ” „Mér er líka alveg sama um kistuna. Ég vil bara fá að liggja í’ðí.” „Liggja í’ðí?” „Jamm. Fylltu kistuna af besta Jamaíkarommi sem þú nærð í. Það er það eina sem ég vil. En það veröur að vera þaö besta.” Andy pírði augun á peningahrúguna fyrir framan hann. Hann sagði: „Ég skal athuga hvaö ég get gert. . . ” Rewt hlýtur að hafa fundið það á sér að endalokin nálguðust. Það leið ekki á löngu frá því aö hann kom til Andys þar til hann hné niöur á bankatröppunum. Hann hafði verið að reyna að komast í gegnum eitt af uppáhalds myllu- slysakvæðum sínum. Pomp, pomp, þær féllu til jaröar./ Þær voru dauðar, brennd- ar og marðar./ Eitt hundrað manneskjur biöu þar dauða/ er myllan eyddist í loganum rauöa. „Sástu þetta, George? Pomp, pomp. Datt niður sjálfur. Full- snemma dags til að drekka sig út úr, meira að segja fyrir hann. . . ” „Drekka sig út úr, andskotinn. Maðurinn lítur út fyrir aö vera. . . hanner. . . dauður.” „Mér sýnist hann nú ekki vera neitt öðruvísi en hann er vanur. . . ” En hann var dauður. Fólk byrjaði að safnast saman í kring- um hann til þess að ganga úr skugga um það. Andy Ames varö að berjast í gegnum þvöguna til þess að komast að samanhnipruðu líki karlsins. Hópur af hugulsömu fólki fylgdi líkinu að útfararstof- unni. Þaö var í hálfgerðu hátíðar- skapi. Andy þurfti næstum því aö setja slagbrand fyrir dyrnar til þess að halda því úti. Samkvæmt fyrirmælum smurði útfararstjórinn líkið ekki neitt. Hann lét líkið af Rewt bara í fjalakassa. I hann hellti hann úr þrjátíu og þremur flöskum af rommi, einni og einni í senn. Þetta kvöld var Andy aö tjasla saman Jack syni Micah Hammett sem hafði sogast inn í þreskivél fööur síns. Hún hafði skorið, þreskt og sigtað drenginn og haldið að hann væri korn. Líkams- leifar Jacks lágu í hrúgu á borö- inu. Andy var ekki allt of laginn við að koma á þær einhverri manns- mynd sem í það minnsta líktist Jack heitnum örlítið. Löngunin í hressingu nagaði hann að innan. En það eina sem hann hafði voru þessar þrjátíu og þrjár tómu flösk- ur — og full likkista. Væri það guð- last? Jæja þá, fjandinn hafi allt guðlast, hann þurfti á einhverju sterku aö halda! Hann rauf gat á líkkistuna og dreypti á með súpu- ausu. Andy var ekki sérlega drykk- felldur. Vinnan við að tæma blóö út æðum hinna dauðu vakti yfirleitt ekki með honum löngun í áfengi. En einmitt nú gat hann ekki sval- að þorsta sínum. Um miðnættið var hann aö soga úr kistu Rewts yfir í rakbolla. Ur honum drakk hann í löngum, ánægjuþrungnum teygum. Nú leit sundurtættur líkami Jack Hammett ekki eins illa út og áður. Smám saman fór hann bara að líta vel út. En þá var líka allt farið að líta ljómandi vel út. Andy fann hvernig tónlistin svall í brjósti hans. Hann söng: Hnífa átti hún beitta, skarpa,/rak þá djúpt í mjúkt barnshjarta. Hvaðan í fjandanum hafði hann þetta? hugsaði hann meö sér. Hann var ekki vanur aö syngja kvæöi sem hann ekki kunni. Sann- leikurinn var sá aö hann söng aldrei nema við messu og þá að- eins vegna þess að frúin hefði bar- ið hann ef hann hefði ekki gert það. Furðulegt. Hann klóraði sér í hausnum. Og hélt áfram aö syngja, röddin var eins og kattar- breim í næturkyrrðinni: Þeir reyndu sem í þeirra valdi stóð/ að kveikja aftur lífsins glóð. / En Charlotta var freðin sem blý/ og aldrei mátti mæla á ný. . . Einhvern veginn tókst Andy aö koma rommfylltum skrokknum á sér upp stigana. „Frú Ames,” kallaði hann (hann kallaði konuna sína alltaf frú Ames), „frúAmes, hjálpaðu mér? Ég er farinn að syngja. . . gömulkvæði!” Konan staröi á hann. Hún gretti sig af hryllingi. „Þú kemur ekki upp í rúm til mín,” sagði hún. „Ég get ekki að því gert. . . ” „0 víst. Farðu í bað. Þaö er hroðaleg ólykt af þér. . . ” „En ég fór í baö í dag,” sagði hann lágróma og skelfingarsvip- urinn breiddist hægt yfir andlitið á honum. ZO Vikan l. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.