Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 22
Ein af áberandi þokkadisum kvik-
myndanna er Nastassia Kinski sem
sumir muna eflaust úr Tess. Sagt
hefur verið um Nastassiu að hún
hafi andlitsfall Ingrid Bergman, var-
ir Brigitte Bardot og persónuleika
Katharine Hepburn. Hún er fædd
og uppalin i leiklistarbransanum,
dóttir þýska leikarans Klaus Kinski.
Hún var mjög ung þegar hún lék í
fyrsta sinn. Það var hlutverk
heyrnarlausrar og mállausrar stúlku
i kvikmyndinni Wrong Movement.
Þegar Nastassia var 15 ára hitti
hún leikstjórann Roman Polanski i
samkvæmi. Hann var þá 42 ára og
átti að baki frægar kvikmyndir eins
og Rosemary's Baby og Repulsion.
Einkalífið hafði verið honum erfitt
því eiginkona hans, Sharon Tate,
var sem kunnugt er myrt barns-
hafandi á svivirðilegan hátt. Siðar
þurfti Polanski að flýja til Frakk-
lands undan hugsanlegum
fangelsisdómi fyrir að hafa lagt lag
sitt við 13 ára stúlku.
Polanski féll þegar i stað fyrir
stúlkunni Nastassiu og hún fyrir
honum og með þeim tókst ástar-
samband sem hneykslaði menn
mjög. Sambandið varaði þó ekki
lengi og því var lokið þegar
Nastassia hóf leik i kvikmyndinni
Tess. Polanski er sagður hafa mót-
að Nastassiu mjög og verið henni
sem prófessor Higgins Elisu. i það
minnsta átti hann stærstan þátt i að
gera stúlkuna heimsfræga.
Síðan hefur Nastassia leikið i Cat
People og One from the Heart.
Nýjasta mynd hennar heitir
Exposed undir stjórn James
Toback, en mótleikari hennar þar
er ballettdansarinn Rudolph
Nureyev.
Nastassia hefur aldrei fengið sér-
lega merkilega dóma fyrir leik. Hún
þykir á hinn bóginn einstaklega
fögur og kynþokkafull. Hún er ekk-
ert feimin við að láta mynda sig fá-
klædda i tælandi stellingum, þó án
þess að misbjóða velsæminu.
Næsta mynd Nastassiu sem tekin
verður til sýninga er The Hotel New
Hampshire með Jodie Foster og
siðan mun hún leika á móti Dudley
Moore í rómantiskri kvikmynd sem
nefnist Unfaithfully Yours.
Nastassia Kinski og Jodie Foster
leika saman í kvikmyndinni The
Hotel New Hampshire. Þcer eru
líka mjög góðar vinkonur fyrir
utan hvíta tjaldið.
Nastassia er eftirsótt fyrirsœta og
hefur meðal annars prýtt forsíður
Vogue og fleiri heimsþekktra
blaða.
Nastassia Kinski þykir bæði fög-
ur og kynþokkafull.