Vikan


Vikan - 07.06.1984, Side 8

Vikan - 07.06.1984, Side 8
Verkamenn. Á veitingastað i Jasothon. vinnubrögð í tengslum við skógar- högg og tekur skólinn fimm ár. Alls munu vera um 12.000 starfandi fílar víðsvegar um land- ið en sums staðar eru þeir haföir sem hver önnur gæludýr. Við héldum enn norðar og ofar í landið. Þá komum við í bæ sem heitir Chiangrai. Þar settumst viö að í gistiheimili einu sem var ein- kennilegt að því leytinu til að matsalan, en matur er víöast hvar seldur í thailenskum gistiheimil- um, var á flotpramma á dálítilli tjörn og út á hann var gengið eftir brú. Það var sólskyggni yfir prammanum og þarna gat maöur pantað ýmsa rétti, til dæmis fisk þann sem synti um í torfum í tjörninni og var þá háfaður upp á pönnuna eftir þörfum. Töldum við að þetta mundi vera vatnakarfi. Miðaldra hjón ráku gistiheimilið og sat konan yfirleitt úti á pramma og tók við pöntunum og kallaði þær síðan inn í eldhús í landi. Svo setti hún aftur á sig gleraugun og hélt áfram að sauma saman gervitúlípana. Maður hennar var í garðinum framan við húsið í sólinni með háriö tekið aft- ur í tagl og vann við bátasmíöar, þaö voru langir mjóbátar, einna líkastir kanóum. Ekki hefur hann þó ætlað að sigla á tjörninni því hún var ekki stór, það var þá frek- ar á ánni sem rennur í gegnum bæinn, Gok-ánni. Þar er töluverö bátaumferð. Það var möguleiki að leigja sér bát og sigla upp með ánni í svolítið þorp og varð maður þá að hafa með sér vopnaöan vörð því það var líka möguleiki að fá skot í hnakkann frá leyniskyttu í skóginum. Á þessu svæði er allt vaðandi í skæruliðum og kommúnistum og ótíndum glæpa- mönnum og hafa satt aö segja margir ferðamenn látið lífið þarna þótt ekki fari það hátt... I Chiangrai kynntumst við thailenskri fjölskyldu og fengum þar nokkra innsýn í daglegt líf landsmanna. Fjölskylda þessi rak matsölustað og hafði sérhæft sig í að steikja banana. Við gistum á heimili hennar, lágum á gólfdýn- um undir moskítónetum og átum með henni. Matarhættir eru þarna aðrir en maður á að venjast: fjöl- skyldan sést á bert trégólfið, í miðju er stór skál full af hrísgrjón- um og allt um kring litlar skálar meö grænmeti, kjöti og kryddi, og notar hver sína guðsgaffla við át- ið. Við fórum einu sinni með vina- IIIÍi’É n; wM Fjölskylda í Buriram. fólki okkar á aðalsamkomustað- inn í bænum þar sem djúkboxið gelti í horni og menn sýndu sig og sáu aöra. Við sögðum deili á okkur og okkar eyju og gekk það svo langt að við vorum teknir aö syngja Krummi krunkar úti fyrir mannskapinn, vita laglausir báðir tveir! Ekki létum við staðar numið í Chiangrai en héldum eins langt í norður og mögulegt er, í landa- mæraþorpiö Maesai. Breið gata sker þorpið en fyrir enda hennar er mjó brú yfir á, það er brúin til Burma. Þar er líf og fjör allan daginn og mikil umferð gangandi fólks. Mest ber á sveitamönnum í kaupstaðarferð, einkum akhafólki sem klæðist heimaofnum fötum og bera konur mikiö höfuðskraut úr silfri. Það selur varning sinn á markaðnum og snýr við meö hala- rófu af hundum á eftir sér því þeir eru eftirsótt sláturdýr meöal akhamanna. Viö brúarsporöinn Thailands- megin var veitingastaður þang- aö sem viö vöndum komur okkar. Staðurinn var alveg niðri við ána og náöi trépallur út yfir hana. Þarna gat maður setið í skugga og virt yfir sér Maesaiána sem rennur til austurs um skógi vaxið fjalllendi og sameinast að lokum Mekhongfljóti. Með brún trépallsins var handrið þar sem hægt var að fylgjast með enda- lausum röðum maura sem runnu fram og aftur og liti maður yfir handriöiö sá maður ána renna lygna og óraunverulega, straum- ur hennar var stöðugur og jafn allan daginn, alla daga. Hún kom hvít fýrir bugðu, fyiii- skógi vaxinn tanga, og fylgdi maður einum fleti árinnar með augunum á straum- hraða, nær og nær, sá maður að hún varð smám saman brún á lit- inn og myndaði hringmunstur, eins og loftbólur sem komu djúpt að neðan og sprungu á yfirborð- inu. Og fylgdi maöur þessum fleti áfram, undir brúna sem tengdi saman tvö lönd og þar sem allt iðaði af lífi og þaðan sem köll bárust, og fylgdu augun þessum fleti neðar, á straumhraða, þar sem áin rann milli skógi vaxinna bakka og börn voru að busla í ánni Burmamegin, undir stóru tré, þá sá maður að smátt og smátt hvítnaði hún aftur og strauk sér upp við dökkbrún timburhús í fjarska og sveigði svo, hvarf úr sjónmáli... Húsgagnasalinn styttir sér stundir. 8 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.