Vikan


Vikan - 07.06.1984, Síða 41

Vikan - 07.06.1984, Síða 41
— Treystu mér! — Og sendu mér endilega skýrslu með hæfilegu millibili, hélt ég áfram leiðbeiningunum. — Skalgert! — Og þú lætur ekki nokkurn mann vita hvar við höldum okkur, hélt ég áfram ábúöarfullur. — Treystu mér! — Þegar maður hefur nú loksins látið sig hafa það að drífa sig af stað þá er eins gott aö vera ekki með skuldheimtumenn og út- gefendur á hælunum! — Nei, þaö er alveg á hreinu! Svo pökkuðum við pjönkum okkar og héldum suður á bóginn. I f jórtán dýrðardaga vorum við þar í friði og spekt og þá barst fyrsta bréfið frá Thomassen. „Halló, gamli jálkur,” stóö þar, „já, þú leikur svei mér greifa í spilavítunum í Monte Carlo meöan við hin stöndum hér í meiri háttar þrældómi! Hér er allt alveg ágætt svo þú getur rólegur haldið áfram að vera þar sem þú ert. Enn hefur ekkert merkilegt borist í póstinum. Það kom aö vísu eitt bréf frá útgefandanum þínum. Það er nú útsmoginn náungi ef ég má segja þér mitt álit. Hann skrifar að ef hann fái ekki nýja handritið, sem hann sendi þér próförk af, prófarkalesið til baka, þá hafi hann ekki áhuga á að gefa fleiri bækur út eftir þig. Ég skrifaði honum til baka og sagöi honum að éta skít og hann mætti sko alveg flakka. Og svo fékk ég þá frábæru hugmynd að herma eftir nafninu þínu undir bréfið því ég átti sko alveg eins von á að hann bæri meiri virðingu fyrir því en Anton Thomassen! Þetta hefur á- byggilega komið honum á mottuna, að minnsta kosti hef ég ekki heyrt orð frá honum síðan. Það kom líka mjög ósvífið bréf frá skattstofunni, eitthvað um að þeir treystu sér ekki til að taka skattskýrsluna þína alvarlega þar sem flest benti til að þú hefðir ein- hverjar dular tekjur sem þú hefðir gleymt að gera grein fyrir. Þeir eru nú alltaf sömu blóðsugurnar. Mér datt nú fyrst í hug að gera hasar en kannski er best aö vera ekki að gera neitt? Það sem ég gerði held ég hljóti að vera þaö eina rétta, ég fann alla reikningana þína og kvittanirnar seinustu fimm árin og sendi allt draslið til þeirra. Svo geta þeir sjálfir leikiö sér með þetta. Það var nú líka að þessir nefapar færu að eyöileggja fína fríið þitt. Hér hefur verið á ferð einhver Þýöandi: Anna snarruglaður náungi frá Rit- höfundasambandinu. Hann er alveg vitlaus í að fá heimilisfangið þitt en þú getur nú rétt ímyndað þér að ég lék á hann. Ég sagði honum að þú og fjölskyldan væruö flutt til Ástralíu og hefðuö keypt ykkur kengúrubýli! Það var eitthvað meö að menntamála- ráðherra hefði veitt þér menningai-verðlaun en ef hann næði ekki í þig innan 24 stunda þá myndi annar höfundur fá verðlaunin. Þetta var eitthvað svona um 100.000 krónur, gætu hafa veriö 300.000 krónur, ég hef aldrei verið neitt sterkur að muna tölur, en eftir allt þetta leynimakk á skattinum sem ég fann í neðstu skúffunni og sendi óvart til skatt- stofunnar þá fannst mér nú aö þú myndir blása á þennan náunga! Við tökum ekki við ölmusu, sagði ég og bara blés á hann! En ég fékk í staöinn að standa í stappi með blaðamenn, þeir flykktust hingað eins og mý á mykjuskán út af þessu með menntamálaráðherr- ann. Ég hef aldrei þolað blaða- snápa eins og þú veist svo ég sagði þeim bara að fara fjandans til og þaðfljótt! Hvað viðkemur húsinu, þá er allt í fínasta lagi, nema kannski blómin! Ég finn ekki vatns- könnuna svo þau eru að byrja að veröa svolítið slöpp. Það lagast nú áreiðanlega þegar Maríanna tekur við stjórninni á nýjan leik. Ég þori allavega ekki aö vera að plokka visnuöu blööin af. Þá held ég að húsið verði óbyggilegt. Kötturinn ykkar, sem þið báöuð nágrannann fyrir, stalst inn í dag þegar ég kom að athuga um húsið og ég var með hundinn eins og ég er vanur. Þú veist nú hvernig hundar og kettir láta og þaö var nú sjón að sjá þegar þeir æddu um stofuna. Þú hefðir átt að sjá! Það fór nú svona áklæði hér og gluggatjald þar og einhverjar styttur en ég tók þær allar upp og ég er viss um að margar veröa bara alveg eins og nýjar þegar listviðgerðarmaður hefur tekiö þær í gegn. Að öðru leyti, eins og ég sagði, er allt gott að frétta. Þú þarft að segja mér hvar þú geymir vatns- skaðatrygginguna þína. Ég þarf að senda tryggingafél . . . nei, klukkan er víst orðin einum of margt! Ég verö aö flýta mér með þetta á pósthúsið áöur en þeir loka! Haltu áfram að skemmta þér í fríinu! Og treystu mér! Bestu kveðjur, Thomassen.” \s Stjörnuspá Hrúturinn 21. mars-20. april Það getur verið að þér lítist ekki á blik- una er þú lítur yfir þau verkefni sem þú ert búinn aö taka að þér á næstunni. Þú ert vandanum fylli- lega vaxinn en ættir að læra aö segja nei í framtíðinni. Nautið 21. april - 21. mai Þér finnst ákaflega gaman aö ræða allar hugsanlegar hliðar á öllum málum. En þaö er ekki víst aö öllum þyki jafngaman að tala við þig því þú ert alltaf tilbúinn að rífast. Hættu því. Krabbinn 22. juní - 23. júlí Þú ert alltaf ástfang- inn. Ástin er mjög stór þáttur í lífi þínu. Þú hefur lika auðugt ímyndunarafl og freistast stundum til að yfirfæra það á lífiö. Það er ekki hollt og getur komið sér illa. Vogin 24. sept. - 23. okt Þú átt þér stóra ósk en enga von um að hún rætist. Örvæntu ekki því oft getur hið ótrúlega gerst. Þú munt eiga mjög skemmtilegan tíma eftir nokkrar vikur og ættir að reyna aö vera duglegur langað til. Steingeitin 22. des. - 20. jan. Þér hefur sárnaö við einhvern vin og það liggur mjög þungt á þér. Oft er þaö svo aö þaö þarf tvo til að skapa ósætti og því ættir þú aö íhuga hvort sökin liggi ekki alveg eins þín megín. Ljónid 24. júli - 24. ágúst Einhver veikindi munu verða í kringum þig á næst- unni og koma til meö að breyta áætlunum þínum að einhverju leyti. Taktu þaö ekki of nærri þér því annað mun skemmti- legra kemur í staö- inn. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Þú ergir þig oft yfir fólki sem er tvístíg- andi þegar að því kemur aö taka þarf ákvarðanir. Það eru ekki allir jafnsnöggir og þú og þú mátt aldrei gleyma mann- lega þættinum í fólki. Vatnsberinn 21. jan. 19. febr. Þér hefur gengiö mjög vel í þeirri vinnu sem þú ert í. Samt hefur þú mik- inn hug á að skipta um umhverfi. Nú er rétti tíminn til að gera það, þú átt að taka sjálfstæðar .ákvarðanir. Tviburarnir 22. mai-21. júni Einhver sem þér þykir mjög vænt um er fjarverandi um þessar mundir og þú átt ákaflega erfitt með að sætta þig við það. Þú ert of háður öðru fólki og ættir aö nota tímann til að kynnast sjálfum þér. Meyjan 24. águst - 23. sept. Fólki þykir gott að trúa þér fyrir vanda- málum sínum og leyndarmálum. Á næstunni færð þú í hendurnar erfitt mál frá vini sem treystir á þig. Þú ert fyllilega traustsins verður og þetta mun leysast farsællega. Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des. Fjármál þín hafa verið í talsverðri óreiöu upp á síökast- ið. Stofnaðu ekki til neinna skulda á næst- unni því fyrr en varir munt þú þurfa á töluveröum pening- um að halda og þeim rignir ekki af himn- Oft ert þú mjög ánægður en þú getur einnig verið mjög óánægður. Svona sveiflur er erfitt að ráða viö . Reyndu að laga þetta áöur en vinur þinn snýr viö þér baki. 23. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.